Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Blaðsíða 92
KARAHNJUKAVIRKJUN
Kárahnjúkavirkjun í tölum
Fyllingarefni í Kárahnjúkastíflu verður alls 8,5 milljónir rúmmetra. Hæð Desjarárstíflu
verður allt að 60 metrar. Jarðgöng vegna virkjunarinnar verða alls um 72 kílómetrar.
Uppsett afl Kárahnjúkavirkjunar er 690 megavött. Tryggð orkuvinnslugeta er 4.600 gíga-
vattsstundir á ári. Hverflar eru sex Francis-hverflar með lóðréttum ás. Hönnunarrennsli
er 24 rúmmetrar á sekúndu fyrir hvern hverfil og stærð hvers þeirra 115 megawött.
Heildarfallhæð frá Hálslóni í stöðvarhús í Fljótsdal er 599 metrar. Hönnunarrennsli
(mesta mögulega rennsli) er 144 m3/s en meðalrennsli 110 m3/s.
Hálslón: 57 km þegar það er fullt, miðlunarrými 2.100 gígalítrar, meðalrennsli 107 m3/s.
Kárahnjúkastífla: Mesta hæð 193 m, lengd 730 m, fyllingarefni í stíflu 8,5 milljón m3.
Desjarárstífla: Mesta hæð 60 m, lengd 1.100 m, fyllingarefni í stíflu 2,8 milljón m3.
Sauðárdalsstífla: Mesta hæð 25 m, lengd 1.100 m, fyllingarefni í stíflu 1,5 milljón m3.
Ufsarlón: 1 km þegar það er fullt, meðalrennsli 31 m3/s.
Ufsarstífla: Mesta hæð 37 m, lengd 620 m, fyllingarefni í stíflu 600 þúsund m3.
Kelduárlón: 7,5 km , miðlunarrými 60 gígalítrar.
Kelduárstífla: Mesta hæð 26 m, lengd 1.650 m, fyllingarefni í stíflu 800 þúsund m3.
Framkvæmdalýsing í stórum dráttum
Jökulsá á Dal er stífluð við Fremri-Kárahnjúk. 193 metra há grjótstífla með steyptri
klæðningu á vatnshliðinni við syðri enda Hafrahvammagljúfra. Beggja vegna koma
hliðarstíflur, Sauðárdalsstífla og Desjarárstífla. Stíflurnar mynda Hálslón; vatnsborð í 625
metra hæð yfir sjó þegar það er fullt og flatarmál 57 ferkílómetrar.
Flutningslínur
Tvær 420 kV háspennulínur, hvor um sig 53 kílómetra löng, flytja raforkuna úr Fljótsdal
til álversins í Reyðarfirði. Línurnar liggja samhliða þvert fyrir Múlann, út Fljótsdal að
austanverðu og upp á Víðivallaháls, Hallormsstaðaháls og austur í Skriðdal. Þar „skilja
leiðir" línanna um sinn til að auka flutningsöryggi. Önnur verður lögð um Hallsteinsdal
en hin um Þórudal en þær koma saman í Áreyjardal í Reyðarfirði, þvera botn fjarðarins
og liggja ofan þorpsins að álverinu á Hrauni.
9 o
Arbók VFl/TFl 2004