Fréttablaðið - 07.01.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.01.2012, Blaðsíða 8
7. janúar 2012 LAUGARDAGUR8 Nánari upplýsingar og aðstoð má fá með því að senda fyrirspurn á netfangið fasteignagjold@reykjavik.is eða í síma 411 1111. www.reykjavik.is Á vef Reykjavíkurborgar geta fasteignaeigendur: www.reykjavik.is www.reykjavik.is • skoðað álagningarseðil fasteignagjalda fyrir árið 2012 (eftir 23. jan. nk.) og alla breytingaseðla þar á eftir • afpantað álagningarseðla og breytingaseðla með pósti • skráð sig í boðgreiðslu fasteignagjalda • valið einn eða níu gjalddaga fasteigna gjalda til 18. janúar 2012 • gefið upp reikningsnúmer ef til endurgreiðslu kemur • óskað eftir að fá senda greiðsluseðla fyrir fasteignagjöldum þar sem þeir verða, líkt og áður, ekki sendir út til greiðenda, 18-69 ára Fasteignagjöld í Reykjavík verða innheimt í heimabönkum. Fasteignaeigendum er jafnframt bent á beingreiðslur hjá öllum bankastofnunum eða boðgreiðslur af greiðslukortum. Rafræn Reykjavík fyrir þig Sanngirnisbætur Innköllun Í samræmi við ákvæði laga nr. 47/2010 um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007 og tóku gildi hinn 28. maí 2010, hefur sýslumanninum á Siglufirði verið falið að gefa út innköllun, fara yfir kröfur og gera þeim sem eiga rétt á bótum skrifleg sáttaboð. Skal sýslumaður eftir því sem kostur er fjalla samtímis um allar kröfur er lúta að sama heimilinu. Á grundvelli þessa er nú kallað eftir kröfum frá þeim sem dvöldu á: heimavistarskólanum að Jaðri Hér með er skorað á alla þá sem voru vistaðir á vistheimilinu Silungapolli á vegum barnaverndar Reykjavíkur einhvern tíma á árabilinu 1950-1969 og urðu þar fyrir illri meðferð eða ofbeldi sem olli varanlegum skaða, að lýsa kröfu um skaðabætur fyrir undirritaðri fyrir 20 apríl 2012. Kröfu má lýsa á eyðublaði sem er að finna á vefnum www.sanngirnisbætur.is og hjá tengiliði vegna vistheimila.. Allar kröfur skulu sendar sýslumanninum á Siglufirði, Gránu- götu 4-6, 580 Siglufirði. Verði kröfu ekki lýst fyrir 20. apríl 2012 fellur hún niður. Bent er á að unnt er að leita aðstoðar tengiliðar vegna vist- heimila við framsetningu og skil á bótakröfu. Aðstoð tengiliðar er að kostnaðarlausu. Skrifstofa tengiliðar er að Hverfisgötu 4a-6a, þriðju hæð, 101 Reykjavík. Sími tengiliðar er 545 9045. Veffang er www.tengilidur.is. Siglufirði 6. janúar 2012 Ásdís Ármannsdóttir sýslumaður Spánn Rodriguez Zapatero, fyrr verandi forsætis­ ráðherra Spánar, vildi koma í veg fyrir að fyrirhugaðar breytingar á fiskveiðistefnu Evrópu­ sambandsins fælu í sér bann við brottkasti fisks. Þetta fullyrðir breska dagblaðið Guardian, sem hefur undir höndum leyni skjal frá spænsku stjórninni sem dag sett er 2. nóvember. Stjórnin missti reyndar völdin í þing kosningum fáeinum vikum síðar, 20. nóvember. Spánn er helsta fiskveiðiþjóð Evrópusambandsins, þannig að andstaða Spánverja við breytingarnar á fiskveiðistefnunni myndu hafa mikið um það að segja hvort af þeim verður. Í skjalinu segir að algert bann við brottkasti sé ekki raunhæft og þess í stað er lagt til að smám saman verði dregið úr brottkasti. Ekki er vitað hvort ríkisstjórn hægriflokkanna, sem tók við, hyggst styðja brottkastsbannið. Framkvæmda stjórn Evrópu sambandsins hefur lagt á herslu á að brottkast verði bannað. Það sé lykil atriði í því að styrkja fisk stofna aðildar ríkjanna. - gb Spænsk stjórnvöld hugðust hindra breytingar á fiskveiðistefnu ESB: Vildu ekki banna brottkast fisks Maria DaManiki og ElEna Espinosa Sjávarútvegsstjóri ESB og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Spánar á fundi í Brussel. nordicphotoS/AFp SýRLAnD, Ap Á þriðja tug manna létu lífið í sprengjuárás á fólksflutninga­ bifreið í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í gær. Bifreiðin var full af lögreglu mönnum, en meðal hinna látnu voru einnig margir almennir borgarar. Tvær vikur eru síðan tvær svipaðar sprengjuárásir voru gerðar nær samtímis í borginni, og kostuðu þær samtals 44 manns lífið. Eins og þá var sjálfsvígsárásarmaður að verki í gær. Muhammed Shaar innanríkis­ ráðherra segir að árásarmaðurinn hafi „sprengt sjálfan sig í loft upp með það að markmiði að drepa eins margt fólk og mögulegt var“. Skemmdir urðu einnig á lögreglu­ stöð rétt hjá. Árásirnar eru til marks um að átökin í landinu hafi harðnað verulega, nú þegar eftirlitsnefnd frá Arababandalaginu er komin til landsins til að kynna sér aðgerðir stjórnarhersins gegn mótmælend­ um. „Þetta er það sem við óttumst núna, að ástandið fari úr böndun­ um og að landið stefni í áttina að átökum eða borgarastyrjöld,“ segir Ahmed bin Helli, framkvæmda­ stjóri Arababandalagsins. Hann fordæmir árásina og segir þetta hættulega þróun. Sameinuðu þjóðirnar fullyrða að aðgerðir stjórnarhersins hafi kostað þúsundir manna lífið síðustu mánuðina. Frá því stuttu fyrir jól hafa hátt í 400 manns látið lífið í átökunum, sem síðustu vikurnar eru farnar að taka æ meir á sig svip hömlulausrar borgarastyrjaldar. Bashir al­Assad forseti hefur statt og stöðugt haldið því fram að mótmælin, sem hófust snemma á síðasta ári, séu gerð að undirlagi hryðjuverkamanna og erlendra afla. Ríkisfjölmiðlar segja að Al Kaída beri líklega ábyrgð á sprengju­ árásunum fyrir hálfum mánuði og hryðjuverkamenn eru sagðir hafa staðið að árásinni í gær, án þess að það hafi verið útskýrt nánar. Liðhlaupar úr sýrlenska hernum, sem á síðustu vikum hafa gengið til liðs við mótmælendur, þvertaka fyrir að bera ábyrgð á þessum sjálfsvígsárásum. Átök og óeirðir í landinu hafa til þessa einkum verið utan höfuðborgarinnar Damaskus, þar sem öryggisgæsla hefur verið ströng og stuðningsmenn forsetans fjölmennir í borginni. gudsteinn@frettabladid.is Sjálfsvígsárás í Damaskus Önnur sjálfsvígsárásin á tveimur vikum í höfuðborg Sýrlands kostaði á þriðja tug manns lífið. Araba- bandalagið óttast að allt sé að fara úr böndunum. EyðilEgging Sprengjan sprakk fyrir utan lögreglustöð í höfuðborg Sýrlands. nordicphotoS/AFp heiLbRiGðiSmáL Landspítalinn má ekki reka gagnagrunn um alla sjúklinga með skorpulifur og lifrarsjúkdóm á lokastigi. Persónuvernd segir að þótt gagnagrunnurinn geti þjónað góðum tilgangi og haft hagrænan og faglegan ávinning þá standist hann ekki persónuverndarlög. Stofnunin geti ekki heimilað gerð gagnagrunna með viðkvæmum persónuupplýsingum til varðveislu á persónugreinanlegu formi til frambúðar. Af dómi Hæstaréttar frá árinu 2003 megi ráða að til reksturs slíkra skráa þurfi lagaheimild. „Skráin er meðal annars notuð til að fá yfirsýn yfir árangur læknisfræðilegra inngripa og lifrarígræðslna og gæðaeftirlit,“ sagði í skýringum Landspítalans til Persónuverndar. - gar Synjað um lifrarsjúkdómaskrá: Ekki hægt þótt skráin gagnist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.