Fréttablaðið - 07.01.2012, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 07.01.2012, Blaðsíða 22
7. janúar 2012 LAUGARDAGUR22 E kki hef ég nú gert á því neina hávísinda- lega könnun, en þarna eru að minnsta kosti nokkur lög sem náð hafa eyrum fólks- ins í landinu. Það er alltaf frá- bær tilfinning þegar það gerist, en á móti jafn leiðinlegt þegar lög sem manni finnst að ættu að ná til fólks gera það ekki. Þetta hefði hæglega getað orðið fimm diska safn með rúmlega hundrað lögum,“ segir Valgeir Guðjóns- son, inntur eftir því hvort viðlíka safn risapoppsmella liggi eftir nokkurn annan Íslending. Hann fagnar sextugsafmæli sínu síðar í mánuðinum með útgáfu þriggja platna safnplötu með vinsælustu lögum tónlistarmannsins og stór- tónleikum í Hörpu. Í öllu falli er ljóst að síðan Val- geir lét fyrst að sér kveða á tón- listarsviðinu með frumútgáfu Stuðmanna fyrir rúmum fjór- um áratugum hafa lög hans og textar átt greiðari leið að hugum og hjörtum Íslendinga en flestra annarra. Sjálfur segist hann alla tíð hafa verið drifinn áfram af því að semja, fremur en syngja og spila. „Ég hef alltaf haft mikla trú á þeim hugmyndum sem ég hef fengið og þær koma gjarnan fljótt til mín, svo mörg laga minna hafa orðið til á mjög skömmum tíma. Sá sem er með gítarinn getur líka oft frekjast meira en aðrir. En ég hef aldrei sóst eftir því að syngja þegar ég hef verið með mér betri söngvurum, og þannig hefur það oftast verið nema þegar ég hef verið einn. Söngurinn hefur löngum verið hliðarbúgrein hjá mér, oft óhjákvæmileg.“ Tónlistargyðjan hörð húsfreyja Safnplata Valgeirs ber titilinn Spilaðu lag fyrir mig eftir einu téðra laga Valgeirs sem varð til á örskömmum tíma, um þrem- ur mínútum, í Atlavík forðum daga. Lagið, sem merkilegt nokk kom fyrst út sem aukalag þegar platan Á gæsaveiðum með Stuð- mönnum kom út á geisladiski árið 1987, var fyrsta uppástunga að titli á safnplötuna og sam- þykkt samstundis enda einkar viðeigandi. „Stefnan var strax tekin á að þetta yrði fyrst og fremst höfun- daplata. Ég er ekki skrifaður einn fyrir öllum lögunum, en þetta eru þau lög þar sem ég keyrði hjól- börurnar“ útskýrir Valgeir, en auk fjölda Stuðmanna-, Spilverks þjóðanna- og sólólaga Valgeirs er að finna á plötunni útgáfur nokk- urra helstu tónlistarmanna þjóð- arinnar á lögum hans, eins og Helga Björnssonar, Valgerðar Guðnadóttur, reggísveitarinnar Hjálma og Todmobile. Fágætið og forvarnalagið Vopn og verjur með Varnöglunum, Stella í Orlofi sem Diddú syngur og Gerum okkar besta, hið lífseiga stuðn- ingslag handknattleikslandsliðs- ins, eru á sínum stað svo dæmi séu tekin, en líka glænýtt lag sem Valgeir flytur ásamt ungstirninu Jóni Jónssyni, Spánný djúsí vinátta. „Ég og Jón vorum fengnir til að taka þátt í glæsilegri tónlistar- veislu sem grunnskólar og tón- listarskóli Akraness standa fyrir árlega undir yfirskriftinni Ungir/ Gamlir. Ég var auðvitað þessi gamli og Jón sá ungi, fyrir utan auðvitað alla glæsilegu Skaga- krakkana. Við Jón vorum þarna saman í einn og hálfan dag og með okkur tókust góð kynni, sem ég samdi þetta lag um. Ég vona að það fari að hljóma í útvarpinu fljótlega, sem merki um það að ég er ennþá að og ætli mér ekk- ert að breyta því. Tónlistargyðj- an er ansi kröfuhörð húsfreyja sem heimtar sitt,“ segir Valgeir og bætir við að upptökur á fleiri nýjum lögum séu á döfinni. Í þeim hyggst hann nýta sér nýj- ustu tækni eins og í samvinnunni við Jón Jónsson, enda sé himna- sending að geta verið sjálfum sér nógur upp að ákveðnu marki með gítar, hljómborð, hljóðnema og tölvu að vopni. Miskunnarlaus tónlistarheimur Raunar hefur Valgeir áður nýtt sér tölvutækni í tónlistarsköpun sinni, til að mynda þegar hann vann að tónlist fyrir heimildar- og sjónvarpsmyndir í Bandaríkj- unum í kringum aldamótin, og enn fyrr í tilfelli lagsins Það sem enginn sér sem hlaut ekkert stig í lokakeppni Eurovision árið 1989 eins og frægt er orðið. „Þetta lag átti nú aldrei að vinna forkeppnina hér heima,“ rifjar Valgeir upp. „Sex höfundar voru handvaldir til að semja lögin, þar á meðal Bubbi Morthens sem sagði strax nei og ég sem ætlaði að neita líka því ég hafði ekki áhuga. Ég var hins vegar í erfiðri aðstöðu sem forsvarsmaður Sam- taka tónskálda og textahöfunda og Hrafn Gunnlaugsson, þáverandi dagskrárstjóri RÚV, sagði mér að ef ég yrði ekki með yrði hreinlega hætt við þátttöku Íslands í Euro- vision. Svo fór lagið í keppnina úti, fékk ekkert stig, þjóðin fór á meiri bömmer en ég og ég var í raun og veru gengisfelldur sem tónlistarmaður út á þetta blessaða núll. Íslendingar tóku þessu eins og persónulegri móðgun á meðan aðrar þjóðir grínuðust með slakt gengi sinna laga. Þetta var eigin- lega alveg stórundarlegt svona eftir á að hyggja.“ Aðspurður segir Valgeir afdrif lagsins í Eurovision fyrst og fremst hafa haft þær afleiðingar að eftirspurn eftir kröftum hans sem tónlistarmanns hafi snarminnkað í kjölfarið. „En ég fyrirgaf þjóðinni og fór bara að gera eitthvað annað. Svona getur nú blessaður tónlistarheim- urinn verið, miskunnarlaus og óútreiknanlegur.“ Spilverkið bruggi launráð Auk útgáfu safnplötunnar heldur Valgeir stórtónleika í Hörpu þann 22. janúar, daginn fyrir stóraf- mælið. „Ég á afmæli á mánudagi og mánudagur er víst til mæðu en sunnudagur til sigurs. Eða er hann til sælu? Hvort heldur sem er þá ætla ég mér að halda persónulega og vonandi glað- lynda tónleika með góðum gest- um, meðal annarra mínum gömlu félögum úr Spilverkinu og Stuð- mönnum. Tónleikarnir verða auðvitað talsvert sögulegir að því leytinu til. Þrír fjórðu af Spilverkinu voru í Stuðmönnum en svo hætti Sigurður Bjóla, ég hætti honum til samlætis og byrj- aði aftur en hætti svo aftur, svo ég er sá meðlimur Stuðmanna sem hefur hætt oftast og byrj- að oftast,“ segir Valgeir og hlær. „Ég hlakka til þessara tónleika eins og barn.“ Spilverkið vinsæla hafði ein- mitt boðað til tónleika í Hörpu og útgáfu sinnar fyrstu breiðskífu í þrjátíu ár á síðasta ári en hvorugt hefur litið dagsins ljós. Aðspurð- ur segir Valgeir hvort tveggja enn í vinnslu. „Við höfum tekið upp heilmik- ið af efni en platan vannst ekki nægilega hratt. Ég var upptek- inn á einum tíma, einhver annar á öðru skeiði og þar fram eftir götunum. Við höfum öll þróast í ólíkar áttir og þurfum að finna grundvöll þar sem okkur líður öllum vel í músíkinni. En hóp- urinn er sannarlega í standi til að koma frá sér flottri afurð. Vonandi verða þessir tónleikar mínir til þess að við setjumst niður saman og bruggum einhver launráð.“ Ekki hægt að herma eftir mér Félagi Valgeirs í Stuðmönnum, Jakob Frímann Magnússon, gaf fyrir jólin út ævisögu sína þar sem Valgeir kemur, eðli málsins samkvæmt, talsvert við sögu. Meðal annars kemur Jakob Frímann inn á það í bókinni að í lok níunda áratugarins hafi Valgeir verið þvílíkur ástmögur þjóðarinnar og mikið í umferð að sjálfum hafi honum þótt sér betur borgið á eigin vegum en með Stuðmönnum og því sagt skilið við sveitina. „Útgáfa Jakobs af sögunni er gjörólík minni. Þetta var allt miklu flóknara og persónulegra og ég verð þá bara að leiðrétta það þegar þar að kemur,“ segir Valgeir, en gefur þó upp að tón- listarlegur ágreiningur hafi leikið hlutverk í þeirri ákvörð- un hans að hætta í Stuðmönnum. „Ég á enn bágt með að hlusta á sum lögin frá áratugi hinna þungu högga, þeim níunda, þegar sneriltromman varð aðalmálið í tónlistinni. Meira og minna allt var forritað og hljómurinn varð jafn tilgerðarlegur og asnaleg- ur og hártíska og herðapúðar tímabilsins.“ Hann segist þó ekki hafa í hyggju að rita sína eigin ævisögu, eins og Jakob Frímann hefur þegar gert og Egill Ólafsson hefur á prjónunum. „Bæði er minnið mitt gloppótt og ég man nánast eingöngu það sem ég á ekki að muna, og svo finnst mér líf mitt ekki endilega vera svo mikið í frásögur færandi. Þótt ég hafi verið töluvert í sviðsljós- inu hef ég alltaf verið áfram um að vera venjulegur maður. Það er ekki í mér að látast eða þykj- ast vera nokkur annar en ég er. Sumir minna gömlu félaga eru til dæmis í miklu uppáhaldi hjá eftirhermum, en ég held að það sé ekki hægt að herma eftir mér því ég er svo venjulegur. Það er ekki af neinu að taka.“ Ekki á sjötugsaldri Hvernig tekur svo einn ástsæl- asti tónlistarmaður þjóðarinn- ar sjötugsaldrinum sem nálgast óðfluga? „Í fyrsta lagi er þetta gjörsam- lega fráleit reikningsaðferð hjá íslensku þjóðinni,“ segir Valgeir og skellir upp úr. „Ég hef alls ekki í hyggju að tala um sjálf- an mig sem mann á sjötugsaldri heldur á sextugsaldri, því ég verð sannarlega á sjötta tugnum og allar þjóðir nema Íslendingar hugsa málið þannig. Það er hálf- gert þjóðarböl að bæta heilum áratugi við, því þetta hefur sínar huglægu skírskotanir. En í raun hefur mér aldrei liðið eins og ég sé á neinum ákveðnum aldri og finnst ég hafa breyst lítið sem ekkert svo áratugum skiptir. Kannski er ég orðinn latari um ýmsa hluti og nenni ekki lengur að finna eitthvað áhugavert í öllu eins og ég var vanur. En svo er ég að uppgötva ýmislegt skemmti- legt eins og hvers kyns raun- vísindi, sem ég hataðist við sem máladeildarnemi í menntaskóla. Eins er með þessa gömlu íslensku söngvara sem mér leidd- ust ógurlega hér áður fyrr. Þegar ég flakka á milli útvarpsstöðva í bílnum í dag vel ég frekar Alfreð Clausen en Rolling Stones, svo ég nefni dæmi. En þessi aldursmæli- kvarði skiptir mig engu máli. Ég hef meiri áhyggjur af því hvað ég er þungur en gamall. Ég er sem stendur í kjörþyngd. Og líka á kjöraldri.“ Ég á enn bágt með að hlusta á sum lögin frá áratugi hinna þungu högga, þeim níunda, þegar sneriltromman varð aðalmálið í tónlistinni. Meira og minna allt var for- ritað og hljómurinn varð jafn tilgerðarlegur og asnalegur og hártíska og herðapúðar tímabilsins. Í kjörþyngd og líka á kjöraldri Tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson fagnar sextugsafmæli sínu síðar í mánuðinum með útgáfu þriggja platna safnplötu og stórtónleikum í Hörpu. Hann sagði Kjartani Guðmundssyni frá lögunum, félögunum og fráleitri reikningsaðferð á aldri. vEnjulEgur Maður „Það er ekki í mér að látast eða þykjast vera nokkur annar en ég er,“ segir hinn bráðlega sextugi Valgeir Guðjónsson, hér með tíkinni Gerplu. fréttablaðið/GVa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.