Fréttablaðið - 07.01.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.01.2012, Blaðsíða 2
7. janúar 2012 LAUGARDAGUR2 heiLbRiGðismáL Á síðasta ári þurftu 25 fjöl skyldur og ein staklingar að yfir gefa heimili sín í lengri eða skemmri tíma, og sumir fluttu al farið burt, vegna myglu svepps. „Og það gerir enginn nema til­ neyddur,“ segir Sylgja Dögg Sigurjóns dóttir, líf fræðingur og stofnandi fyrir tækisins Hús og heilsa, sem sér hæfir sig í rann­ sóknum á hús næði vegna raka og þeirra líf vera sem þrífast þar. Sylgju er kunnugt um þessi 25 til felli og tekur fram að þau geti vita skuld verið mun fleiri án þess að þau hafi komið inn á borð til hennar. Hún segist fá allt upp í 20 fyrir­ spurnir á viku vegna myglu­ svepps í húsum. Nauð synlegt sé þó að hafa í huga að í fles­ tum til fellum er hægt að leysa vandann á ein­ faldan hátt með réttum að ferðum. Mikil vægast er að fyrir byggja raka í hús næðinu áður en myglan myndast. Fréttablaðið greindi frá því í gær að talið er að allt að 50 þúsund hús, eða um 20 til 30 prósent allra húsa á Íslandi, séu sýkt. „Það kemur mér ekkert á óvart,“ segir Sylgja, og bætir við að þótt ekki séu til neinar íslenskar rannsóknir um hlutfall sýktra húsa, geti það þó verið hærra hér á landi samanborið við hin Norðurlöndin, sé litið til evrópskra sjálfsmatsrannsókna, sem sýna yfirleitt mun lægra hlutfall á raka í húsum en það er í raun. Fyrirtæki Sylgju var stofnað vegna þess að hún og fjölskylda hennar lentu sjálf í því að búa í húsnæði með myglusvepp fyrir sjö árum. Myglan hafði áhrif á heilsufar hennar sjálfrar og fjöl­ skyldu hennar og eru þau enn að kljást við afleiðingarnar. Í Fréttablaðinu í gær sagði Hannes Petersen yfirlæknir að ekki væri hægt að sanna með óyggjandi hætti að mygla í húsum hafi áhrif á heilsu. Sylgja bendir á að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telji að faraldsfræði­ rannsóknir hafi með óyggjandi hætti sýnt fram á tengsl séu á milli myglusvepps í húsum og heilsufars, en orsakasambandið sé ekki þekkt. Fjöldi húsa á Íslandi kom Katr­ ínu Hilmarsdóttur, sérfræðingi á sviði hollustuhátta hjá Umhverfis­ stofnun, þó verulega á óvart. „Þetta er stór tala og ef satt reynist þá þarf virki lega að skoða þetta betur,“ segir hún. Umhverfis stofnun gefur út við­ miðanir um inni loft í öllu hús næði sam kvæmt WHO. Heilbrigðiseftirlit landsins komi að eftirliti og öðru, sé þess óskað. Katrín segir alltaf eitthvað um að fólk hringi og biðji um ráð. sunna@frettabladid.is 25 heimili yfirgefin í fyrra vegna svepps Að minnsta kosti 25 heimili voru yfirgefin í lengri eða skemmri tíma á síðasta ári vegna myglusvepps. Ráðgjafafyrirtæki fær allt að 20 fyrirspurnir á viku. Nauðsynlegt að skoða málið betur ef tölur eru réttar, segir Umhverfisstofnun. Mygla Fyrirtæki sem sérhæfir sig í myglusvepp í húsum hér á landi fær allt að 20 fyrirspurnir á viku frá íbúum. Sylgja Dögg SigurjónSDóttir Spurning DagSinS Kynningarfundur þri. 10. jan kl. 19. Allir velkomnir Ný námskeið hefjast 16. janúar Skráðu þig núna í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is Viltu léttast og líða betur? Heilsulausn - Hentar einstaklingum sem glíma við offitu, ofþyngd, hjartasjúkdóma og /eða sykursýki. Sér hópur fyrir 16-25 ára. Faxafeni 14 • www.heilsuborg.is DÝRAhALD Sex hross drápust á bænum Eystra­ Fróðholti í Land­ eyjum í fyrra dag. Þetta voru fjögur folöld, ung hryssa og önnur eldri, allt vel ættaðir gripir. Get­ gátur eru um að dauði hrossanna stafi af svæsinni hræeitrun. Ársæll Jónsson, bóndi á Eystra­ Fróðholti, fór með eitt hrossið að Keldum þar sem það verður krufið og rannsakað. Niðurstöður eiga að liggja fyrir eftir viku til hálfan mánuð. „Ef smádýr, svo sem fugl eða mús, liggja dauð í heyrúllu getur myndast rosaleg eitrun, að því er dýralæknir hefur tjáð mér,“ segir Ársæll. Hann hafði nýverið gefið 30 hrossum tvær heyrúllur og telur ýmislegt benda til að eitthvað af heyinu hafi ekki verið í lagi. „Ég sá að hrossin sex voru orðin veik og ætlaði að reyna að koma þeim heim undir læknishendur, en þau drápust á leiðinni. Það er oft erfitt að bjarga hrossum ef þau verða veik á annað borð.“ Ársæll kveðst hafa tekið heyið strax frá hrossunum, þar sem hann hafi grunað að í því leyndist eitrun. Hann var að koma frá því að gefa hrossunum, sem eftir lifðu, þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær og kvað hann þau hafa verið spræk og einkennalaus. „Ég verð bjartsýnni með hverjum deginum sem líður og allt virðist með eðlilegum hætti,“ segir Ársæll. - jss Sex hross drápust á bænum Eystra-Fróðholti í Landeyjum: Grunur um heiftarlega hræeitrun eitrun Hræeitrun getur oðið í heyi ef dautt smádýr er í því þegar það er verkað. Mynd úr saFni. Sigurður Bjarnason frá Vigur, fyrrverandi alþingis­ maður, sendiherra og ritstjóri Morgun blaðsins, er látinn, 96 ára að aldri. Hann lést í Reykjavík á fimmtudag. Sigurður var fæddur 18. des­ ember 1915. Hann var lögfræðingur að mennt. Hann var alþingismaður fyrir Sjálf­ stæðis flokkinn um ára bil og starfaði lengi sem sendiherra. Hann var einnig blaðamaður og rit stjóri, lengst af á Morgun­ blaðinu. Sigurður lætur eftir sig eiginkonu, Ólöfu Pálsdóttur myndhöggvara. Þau eignuðust tvö börn, Hildi Helgu og Ólaf Pál. Sigurður Bjarnason látinn skipULAGsmáL Fyrsti áfangi nýja Landspítalans sem fyrirhugað er að taka í notkun 2017 er ekki það stór að gera þurfi víðtækar ráðstafanir í gatnakerfinu hans vegna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu umhverfis­ og samgöngu­ sviðs Reykjavíkurborgar. Samkvæmt skýrslunni mun fyrsti á fanginn leiða af sér aukna umferð sem nemur um 4.000 bílum á sólar hring að og frá götum við spítalann. Til lengri tíma litið gerir aðal skipulag Reykja víkur ráð fyrir Öskju­ hlíðar göngum og stokk á Miklu­ braut. Björn Zoëga, forstjóri LSH, og Jóhannes M. Gunnarsson verkefnisstjóri skrifa grein um málið í blaðið í dag. - ibs / sjá síðu 13 Fyrsti áfangi nýs spítala: Víðtækar um- ferðarráðstaf- anir óþarfar þjóðGARðAR Þingvallanefnd hefur efnt til samkeppni um gerð og hönnun öruggrar gönguleiðar um Kárastaðastíg þar sem djúp gjóta opnaðist í stíginn ofan í Almannagjá í fyrra. „Gjótan sem opnaðist í stígnum vorið 2011 kom öllum mjög á óvart, enda er hún allt að tíu metrar á dýpt og nokkrir tugir metra á lengd,“ segir í til kynningu um sam keppnina sem haldin er í sam vinnu við Arkitekta félag Ís lands. Fram kemur að ekki sé ein hugur í Þingvalla nefnd um frá gang gjótunnar. „Vonast er til að sam keppnin leiði fram einfalda og snjalla lausn á gerð gönguleiðarinnar.“ - gar Sundurlyndi í Þingvallanefnd: Samkeppni um lokun hyldýpis í alMannagjá sprungan á Kárastaða- stíg hefur stækkað mikið frá því að hún kom í ljós. Sigtryggur, ert þú ekki með sérþekkingu á meiki? „Jú, ég er einmitt með meikdolluna í vasanum.“ sigtryggur Baldursson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri úTÓn, útflutnings- skrifstofu Íslenskrar tónlistar. Hlutverk úTÓn er að markaðssetja íslenska tónlist erlendis. VinnUmARkAðUR Atvinnublaðið í miðju Fréttablaðsins í dag er það langstærsta frá því fyrir hrun. Ekki er víst að jafnstórt blað hafi heldur komið út fyrir árið 2008. Blaðið er 32 síður í dag, og segja umsjónarmenn blaðsins það greinilega merki um jákvæða þróun í atvinnumálum. Margs konar fyrirtæki og stofnanir aug­ lýsi eftir starfsfólki nú, en oft sé meira um auglýsingar af þessu tagi eftir áramót en á öðrum tímum. - þeb / sjá miðju blaðsins Atvinnublað í miðju blaðsins: Metfjöldi auglýs- inga um atvinnu heiLbRiGðismáL Velferðar­ ráðuneytið íhugar að tryggja íslenskum konum með PIP sílíkonpúða brjóstaskoðun og að greiða fyrir aðgerðir þar sem púðarnir verði fjarlægðir. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær, þar sem rætt var við Guð bjart Hannes son velferðar­ ráðherra. Mótaðar til lögur um viðbrögð verða kynntar eftir helgi. Hópur íslenskra kvenna hefur falið lög fræðingi að undirbúa mál­ sókn á hendur lýta lækninum sem helst notaði púðana. - þeb Konur undirbúa málsókn: Skoða aðkomu ríkis að sílíkoni LAnDbúnAðUR Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, segir í svari til Fréttablaðsins að greina hefði átt bændum og öðrum kaupendum áburðar frá því fyrr að kadmíum innihald vörunnar væri of hátt. Fréttablaðið spurði af hverju Skeljungur ákvað að selja áburðinn þó fyrir lægi að hann uppfyllti ekki reglugerðir og af hverju ekki var greint frá því strax hvers kyns var. Einar segir að þrír tímapunktar hafi gefist til að Skeljungur útskýrði fyrir viðskiptavinum hvernig í málinu lá. „Í fyrsta lagi í lok maí, þegar vísbendingar berast um að ekki sé allt með felldu. Næst, í júní, þegar staðfesting fæst á kadmíum­ innihaldinu, og loks í des ember, þegar Matvæla­ stofnun hafði lokið sinni vinnu. Í byrjun var margt enn óljóst í málinu, og þegar við það bætist að málið var ekki talið það alvarlegt að Skeljungi væri gert af yfirvöldum að grípa til aðgerða, þá tel ég að óráðlegt hefði verið að aðhafast þá strax. Eftir á að hyggja tel ég það hins vegar mistök af hálfu Skeljungs að hafa ekki strax í júní komið skilaboðum um hvers kyns var, til viðskiptavina félagsins.“ Aðspurður um hvort bóta­ krafa hafi borist frá viðskipta­ vinum Skeljungs segir Einar ekki svo vera en komi fram bótakröfur með rökstuddri greiningu á tjóni, hljóti Skeljungur að bregðast vel við. „Sem betur fer fyrir Skeljung, en ekki síst bændur og alla lands­ menn, þá teljum við afar litlar líkur á tjóni,“ segir Einar. - shá Forstjóri Skeljungs segir það mistök að greina ekki fyrr frá miklu kadmíum í áburði: Átti að tala við bændur strax í júní einar örn ólafSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.