Fréttablaðið - 07.01.2012, Blaðsíða 100

Fréttablaðið - 07.01.2012, Blaðsíða 100
7. janúar 2012 LAUGARDAGUR56 56 menning@frettabladid.is Sýningin Kyrralíf verður opnuð í Hafnarborg í dag. Á henni gefur að líta kyrra- lífsmyndir eftir marga helstu listamenn Íslands. Ólöf K. Sigurðardóttir sýningar stjóri segir kyrra- lífsmyndir iðulega hafa verið neðarlega í goggunar- röðinni í myndlistinni. „Með sýningunni Kyrralífi erum við að skoða safneign Hafnarborgar um leið og við vildum takast á við íslenska myndlistarhefð í gegnum kyrralífs myndir. Þó að verk í eigu Hafnar borgar séu kveikjan fengum við fjölmörg lánuð hjá öðrum söfnum, söfnurum og lista mönnum,“ segir Ólöf K. Sigurðardóttir annar sýningar­ stjóra sýningarinnar Kyrralífs sem opnar í Hafnarborg í dag. „Kyrralífsmyndir eiga sér langa sögu, það má segja að á sextándu öld hafi þær orðið að sérstakri grein innan myndlistar. Þegar svo Íslendingar fara að mennta sig í myndlist í lok nítjándu og í upphafi tuttugustu aldarinnar fara þeir að takast á við uppstillingar enda eru þær hluti af akademískri þjálfun.“ Þrátt fyrir þessa tengingu við hefð, formfestu og myndlistarnám segir Ólöf að inntak verkanna hafi breyst í takt við tíðarandann. Upphafnar uppstillingar af blómum hafi til að mynda vikið fyrir hversdags legri hlutum á borð við hveitipoka. Höfundareinkenni komi svo glöggt fram í kyrralífsmyndum sem hafi í gegnum tíðina oft verið neðarlega í goggunarröð mynd­ l istarinnar. „En það má segja að kyrralífs myndir séu áberandi í verkum kvenna. Kristín Jóns­ dóttir vann til að mynda mikið af kyrralífs myndum sem endur­ speglar stöðu kvenna og aðstæður þeirra til þess að sinna myndlist. Kristín var gift kona og vann myndlist mikið á sínu heimili.“ Meðal annarra listamanna sem eiga verk á sýningunni eru Jón Stefánsson, Júlíana Sveinsdóttir, Kjarval, Ragnheiður Jónsdóttir Ream, Gunnlaugur Scheving, Þorvaldur Skúlason, Karl Kvaran og Louisa Matthíasdóttir. Flest verkin eru frá miðri 20. öld en einnig eru eldri verk og samtímalistamenn koma einnig við sögu eins og Helgi Þorgils Friðjónsson, Húbert Nói, Guðbjörg Lind, Pétur Gautur og Áslaug Thorlacius. „Það eru ekki mjög margir að fást við kyrralíf í dag, Pétur Gautur hefur gert það mjög ákveðið og hefur þar ákveðna sérstöðu,“ segir Ólöf og bætir við að sumir listamenn fáist í dag við uppstillingar í öðrum miðlum, en sú leið hafi verið valin á þessari sýningu að beina sjónum eingöngu að málverkum og teikningum. Þess má geta að í tengslum við sýninguna verður boðið upp á námskeið í kyrralífsmálun og teikningu fyrir fullorðna og börn. Sýningin verður opnuð í dag klukkan þrjú. Hafnarborg er opin alla daga nema þriðjudaga frá 12 til 17, á fimmtudögum er opið til 21. sigridur@frettabladid.is Íslensk myndlist skoðuð í gegnum kyrralífsmyndir Ólöf K. SigurðardÓttir Ekki fást margir listamenn við kyrralífsmyndir í dag segir sýningarstjóri sýningarinnar Kyrralífs. Fréttablaðið/anton Ég skora á kvenþjóðina að sjá þetta verk og upplifa hvernig við karlmenn vinnum saman í návígi,“ segir Valdimar Örn Flygenring, leikstjóri leikverksins Póker eftir Patrick Marber sem verður frumsýnt í Tjarnarbíói á morgun klukkan 20. Leikverkið er svört kómedía sem kafar í heim karlmennsku, valdatafls, pókerspilamennsku, keppnisanda og fíknar. Valdimar segir verkið eiga vel við í dag, ekki síður en á 10. áratugnum þegar það var skrifað. Það var meðal annars valið besta West End­leikritið af samtökum leikskálda árið 1995. „Karlmenn í dag eru á margan hátt óskaplega týndir, því það eru svo margvíslegar kröfur gerðar til þeirra. Þeir eiga að vera allt í senn mjúkir, harðir, ákveðnir, undirgefnir og þægilegir. Þetta leikrit kafar djúpt í sál karlmannsins,“ segir hann. Leikarar í verkinu eru sex: Jón Stefán Sigurðsson, Ellert A. Ingimundarson, Þorsteinn Gunnar Bjarnason, Magnús Guðmundsson, Finnbogi Þorkell Jónsson og Ingi Hrafn Hilmarsson. „Þetta eru mjög ólíkir og flottir leikarar. Þrír þeirra hafa ekki leikið mikið hérna heima. Við sjáum þetta sem þeirra sýningarglugga fyrir íslenska markaðinn,“ segir Valdimar um leikhópinn. Þetta er fyrsta leikstjórnarverkefni Valdimars með atvinnu leikhópi. Hann kann vel við sig í leikstjórastólnum. „Þetta er alveg æðislegt. Eiginlega finnst mér þetta skemmtilegra en að leika sjálfur og ég get vel ímyndað mér að gera meira af þessu.“ - hhs Kafað djúpt í sál karlmannsins Valdimar örn flygenring leikstýrir hópi ólíkra karlleikara í verkinu Póker sem verður frumsýnt í tjarnarbíói annað kvöld. Fréttablaðið/GVa Sýningin PleaSer opnar í dag í Sverrissal í Hafnarborg. Þar eru verk eftir myndlistarkonuna Hörpu Björnsdóttur sem fjalla á einn eða annan hátt um hlutverk og stöðu listamannsins, þau skilaboð sem hann ber umhverfi sínu og þann menningarlega hugmynda- og táknheim sem listamenn sækja í. HAFRÉTTARSTOFNUN ÍSLANDS Styrkir til náms í hafrétti Hafréttarstofnun Íslands er rannsókna- og fræðslustofnun á sviði hafréttar við Háskóla Íslands og er meginmarkmið stofnunarinnar að treysta þekkingu á réttarreglum á sviði hafréttar. Að stofnuninni standa Háskóli Íslands, utanríkisráðuneytið og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. Hafréttarstofnun auglýsir hér með eftirfarandi styrki til náms í hafrétti til umsóknar: 1. Styrk til framhaldsnáms í hafrétti á háskólaárinu 2012 - 2013. 2. Styrki til þátttöku í sumarnámskeiði Ródos-akademíunnar í hafrétti 1. - 20. júlí 2012. Umsóknir berist Hafréttarstofnun Íslands, utanríkisráðuneytinu, 125 Reykjavík, fyrir 1. febrúar næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Tómas H. Heiðar, forstöðumaður stofnunarinnar, í síma 545 9900. Umsóknir berist Hafréttarstofnun Íslands, utanríkisráðuneytinu, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík fyrir 1. febrúar nk. Styrktarsjóður Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur Styrktarsjóður Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur óskar hér með eftir umsóknum um styrk úr sjóðnum. Styrkirnir eru tveir að upphæð kr. 400.000, hvor og veitist tveimur ungum, efnilegum myndlistarmönnum. Eftirfarandi upplýsingar og gögn þurfa að fylgja umsóknum: Nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang og símanúmer, þrjár til fimm ljósmyndir, litskyggnur eða stafrænar myndir af verkum umsækjanda ásamt ítarlegum náms- og listferli. Umsóknir merktar: Styrktarsjóður Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur, sendist fyrir 12. janúar 2012 til Listasafns Íslands, Laufásvegi 12, 101 Reykjavík. Í dómnefnd sitja: Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, s. 515-9600, Þuríður Sigurðardóttir, myndlistarmaður, SÍM, s. 551 1346 og Hulda Stefánsdóttir, prófessor, LHÍ, s. 552-4000. Hvaða Spirulina ert þú að taka? Árangur fer eftir gæðum Blágrænir þörungar frábærir fyrir íþróttir, vinnunna og skólann Spirulina inniheldur mikið af blaðgrænu og glyccogen, því meira glycogen sem er til staðar í líkamanum við æfingar því betri árangur. Blaðgræna eykur súrefnisflutning í blóðinu. Ef Spirulina er tekið inn 1/2 tíma fyrir æfingar eða annað álag gefur það aukið þrek, úthald og einbeitingu. Dregur úr pirringi, sleni og sætindaþörf, truflar ekki svefn. Gæðastaðall ISO9001, ISO1401. 13 vítamín og 16 steinefni · 18 aminósýrur · Blaðgræna · Omega GLA fitusýrur · SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans Eingöngu lífræn næringarefni tryggja betri upptöku og nýtingu í líkamanum. Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni, Fríhöfninni og Hagkaup Aukið úthald, þrek og betri líðan Árangur strax! V ottað 100 % lífræ nt www.celsus.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.