Fréttablaðið - 07.01.2012, Blaðsíða 42
Kynning − auglýsingHeilsa LAUGARDAGUR 7. janúar 20124
Tæp 19 prósenT
reykja daglega
eða sjaldnar
Tíðni daglegra reykinga full-
orðinna á aldrinum 15 til 89 ára
hélst nokkuð óbreytt árið 2011
miðað við árið á undan. Þetta
sýna nýjar tölur yfir umfang
reykinga á Íslandi fyrir árið 2011
sem birtar voru í Talnabrunni
Landlæknisembættisins.
Árið 2011 reyktu að meðal-
tali 14,3 prósent fullorðinna
daglega en 4,6 prósent sögðust
reykja sjaldnar en daglega. Sam-
tals reyktu því 18,9 prósent full-
orðinna daglega eða sjaldnar. Til
samanburðar reyktu að meðal-
tali 19,0 prósent fullorðinna
daglega og 3,5 prósent sjaldnar
en daglega árið 2007, en það
ár tók bann við reykingum á
veitingahúsum gildi. Undanfarin
ár hefur dregið verulega úr tíðni
daglegra reykinga.
Ofangreindar tölur eru niður-
stöður sem birtust í nýútkom-
inni skýrslu Capacent-Gallup,
en fyrirtækið sér um árlegar
kannanir á umfangi reykinga
fyrir embætti landlæknis.
Ólympíufjölskyldan
Samstarfsaðilar
Lífshlaupið Þín heilsa – þín skemmtun
• Vinnustaðakeppni
• Hvatningarleikur í skólum
• Einstaklingskeppni
Skráðu þig
Landskeppni
í hreyfingu
5ÁRA
LÍFSHLAUPIÐ
Skráning og nánari upplýsingar á:
www.lifshlaupid.is
Lífshlaupið er fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ fyrir alla aldurshópa.
Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum
embættis landlæknis um hreyfingu og gera hreyfingu að föstum lið í
lífsstíl sínum, hvort sem er í frítímanum, við heimilisstörfin, í vinnunni,
skólanum eða við val á ferðamáta. Vinnustaðir, skólar og einstaklingar eru
hvattir til að taka þátt og nota tækifærið til að efla líkama og sál með því
að hreyfa sig daglega.
Lífshlaupið
byrjar 1. febrúar!
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kynnir:
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/I
S
I
57
52
2
12
/1
1
10 vikna námskeið hefst 9. janúar að Hæðargarði 31
SÍÐDEGISTÍMAR
mánudaga og miðvikudaga kl. 17.30 –18.45
Leiðbeinendur: Svanlaug D. Thorarensen
og S. Hafdís Ólafsdóttir
MORGUNTÍMAR hefjast 10. janúar
þriðjudaga og föstudaga kl. 9.00–10.00
Leiðbeinandi: Guðný Helgadóttir
Hafdís
s. 861 5958
hafdis@slf.is
Svanlaug
s. 663 9103
svanlaugt@simnet.is
Guðný
s. 860 1921
dunnahelg@hotmail.com
Fyrir tæpum tíu árum fóru heilbrigðisyfirvöld í Banda-ríkjunum af stað með átak
sem gengur undir heitinu „meat-
less mondays“ eða kjötlausir
mánudagar. Það miðaði að því að
fá landsmenn til að minnka neyslu
kjöts og draga þannig úr offitu og
tengdum kvillum. Fylgismönn-
um átaksins hefur fjölgað jafnt og
þétt þar í landi og því er spáð að
það muni ná vinsældum um allan
heim.
Glútenlausu fæði er spáð aukn-
um vinsældum á nýju ári. Ef les-
endur eru í vafa um hvað glúten
er þá er það að finna í kornmeti,
hveiti, byggi, haframjöli, pasta og
fleiru og gefur því loftkennda áferð.
Sumir eru haldnir glútenóþoli sem
lýsir sér í því að fæða fer hratt gegn-
um þarmaveggi og næring skil-
ar sér ekki út í líkamann. Þetta
getur valdið ýmsum óþægilegum
einkennum, þreytu, lystarleysi og
fleiru. Fyrrnefnt glútenlaust fæði er
talið slá á einkennin en undir það
falla ávextir, grænmeti, mjólkur-
vörur, kjöt, fiskur, hnetur, fræ, olíur
og smjör og svo glútenfrítt brauð og
kökur.
Reiknað er með
að á næstu mán-
uðum muni sí-
fellt f leiri færa
sér í nyt svoköllkuð „apps“ eða
smáforrit í tölvur og farsíma, þar
sem áhersla er á fræðslu um nær-
ingu, hollt mataræði, heilsusam-
legar uppskriftir, upplýsingar um
matarkúra og margt fleira.
Sjálfsagt kætast margir við að
heyra að egg eru ekki lengur á
svörtum lista næring-
arfræðinga. Að
minnsta kosta
g e f a v i s s -
ar rannókn-
ir til kynna
að kólesteról
í eggjarauðu hafi ekki eins mikil
áhrif á kólesteról í blóði fólks eins
og talið var. Egg er álitin algjör
næringar- og prótínbomba.
Gott í GoGGinn
Þeir sem ætla að uppfæra matseðilinn með hollustu í huga ættu að gefa eftirfarandi
atriðum gaum. Á netinu er þeim oftar en ekki spáð vinsældum á nýju ári.
Í Bandaríkjunum hefur markvisst verið unnið að því að minnka kjötneyslu almennings
með það fyrir augum að draga úr offitu og fylgikvillum hennar. nordicphotos/gettty
Egg er aftur í náðinni.