Fréttablaðið - 07.01.2012, Blaðsíða 118

Fréttablaðið - 07.01.2012, Blaðsíða 118
7. janúar 2012 LAUGARDAGUR74 Persónan Anna Gunndís Guðmundsdóttir aldur: 28 ára. Búseta: Bý upp úr tösku í Reykjavík. Fjölskylda: No comment. Foreldrar: Guðmundur Karl Sigurðsson verslunarmaður og Laufey Brynja Einarsdóttir, hjá Atlantsflugi. Ég hef líka búið mikið hjá móðursystur minni, Hallfríði Einarsdóttur ritara, og Jónasi Sigurjónssyni smiði. stjörnumerki: Fiskur. Anna Gunndís sló í gegn í hlutverki Hildar Lífar í Áramótaskaupinu. „Þetta er mjög gaman enda er hún ein af mínum uppáhalds­ fyrirsætum,“ segir Katrín Alda Rafns dóttir fata hönnuður. Ofur­ fyrirsætan Lara Stone klæddist kjól frá merki hennar Kalda á dögunum. Katrín og Stone eiga sameigin­ legan kunningja en það var Stone sjálf sem hafði samband við Katrínu og bað hana um þennan til tekna kjól því hana langaði að klæðast honum á af mælinu sínu í lok desember. „Það var gaman að hún skyldi hafa sam band að fyrra bragði en hún hafði séð kjólinn hjá vin konu minni. Það var auð vitað lítið mál að senda henni kjólinn og ég laumaði nokkrum flíkum í viðbót ofan í pakkann,“ segir Katrín, hönnuður og eigandi Kalda ásamt systur sinni Rebekku en þær eru einnig með búðina Einveru á Laugavegi. Lara Stone er ein frægasta fyrirsæta heims og meðal annars andlit Calvin Klein, Prada, Louis Vuitton, H&M og Versace. Árið 2010 var hún á toppnum yfir vinsælustu fyrirsætur heims og er í sjöunda sæti á lista Forbes yfir launahæstu fyrirsætur síðasta árs. Stone giftist breska grínistanum David Walliams úr Little Britain árið 2010. Stone sendi Katrínu mynd af sér í kjólnum og þakkaði kær lega fyrir sig í leiðinni. „Hún var mjög ánægð með allt sem við sendum og við ætlum að vera í áfram haldandi sam starfi. Það er gaman að fá svona viður kenningu frá ein hverjum sem maður hefur fylgst með lengi og hvetur mann áfram,“ segir Katrín en fata merkinu Kalda hefur verið vel tekið og hafa til að mynda sænska fyrir sætan Carolina Winberg og breska söng konan Pixie Lott sést klæðast fatnaði frá þeim. „Lott er með blogg á heima síðu breska Vogue og hefur ítrekað klæðst flíkum frá Kalda sem er hið besta mál.“ Katrín Alda fullyrðir að þetta sé besta markaðs setningin og raun betra fyrir þær en að kaupa aug­ lýsingu í blaði. „Þetta skiptir miklu máli og við höfum alveg hugsað út í að senda frægum ein staklingum fatnað en það eru hönnuðir að gera reglu lega,“ segir Katrín sem þessa dagana er að undirbúa sig fyrir tísku vikurnar í New York, London og París þar sem Kalda verður til sýnis. Kalda er selt í versluninni Liberty í London og hefur Katrín því í hyggju að vera með annan fótinn úti á þessu ári. „Við ætlum að herja á erlenda markaðinn núna en stígum varlega til jarðar og tökum einn dag í einu í þeim efnum.“ alfrun@frettabladid.is KAtRíN ALdA RAFNSdóttiR: Frábær auglýsing og viðurkenning Lara Stone hélt upp á afmælið sitt í kjól frá Kalda Ánægð Katrín Alda Rafnsdóttir, til hægri, hér ásamt systur sinni Rebekku, er mjög ánægð með hrifningu Löru Stone á hönnun sinni enda ein af hennar uppáhaldsfyrirsætum. Þakkaði Fyrir sig Þessa mynd tók Lara Stone sjálf og sendi Katrínu með kærri þökk fyrir kjólinn góða en þær hyggja á áframhaldandi samstarf í framtíðinni. Tónlistarmaðurinn Ragnar Sólberg, úr hljómsveitinni Sign, hefur gengið til liðs við sænsku progg­ þungarokkhljómsveitina Pain of Salvation, sem er gríðarlega stórt nafn í heimi þungarokksins. Ragnar er því á leiðinni í tveggja mánaða tónleikaferðalag um Evr­ ópu með hljómsveitinni, sem hefst 10. febrúar í Glasgow í Skotlandi. Hann var valinn úr tæplega hundrað manna hópi umsækjenda og samkvæmt yfir­ lýsingu á heimasíðu sveitarinnar er gríðarleg ánægja með valið. „Við erum handvissir um að Ragnar hefur það sem þarf til að sparka í rassgötin á ykkur á væntanlegum tónleikum, fyrstu æfingadagarnir undirstrika það,“ segir í yfirlýsingunni. „Hann er stórkostlegur gítarleikari, framúrskar­ andi söngvari og hann kann að nota hæfileikana til að rokka á sviði. Svo er hann æðisleg manneskja!“ Ekki náðist í Ragnar í gær, en í orðsendingu til að dáenda Pain of Salvation á vef síðu hljóm­ sveitarinnar segist hann vera gríðarlega þakklátur og spenntur fyrir væntanlegu tónleikaferðalagi. Þá segir hann það vera ótrúleg forréttindi að deila sviði með einni af uppáhaldshljómsveitunum hans. „Ég get ekki beðið eftir að byrja að rokka með tónlistinni sem við elskum öll svo mikið,“ nýtt verkeFni Ragnar Sól- berg spilar á gítar með Pain of Salvation á tveggja mánaða tónleikaferðalagi. Ragnar í Pain of Salvation „Þetta er miklu meira en við bjuggumst við,“ segir söngvarinn Friðrik Ómar. Rúmlega sautján milljónir króna söfnuðust á samstöðutónleikum hans og Jógvans Hansen í Hörpunni í nóvember vegna óveðursins sem gekk yfir Færeyjar í nóvember í fyrra. Tónleikarnir voru sýndir í Sjónvarpinu og þeim útvarpað á Rás 2 og á meðan voru landsmenn hvattir til að leggja söfnuninni lið. Friðrik Ómar, Jógvan og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhentu formanni Björgunarsveitarinnar í Færeyjum upphæðina í pönnukökuboði á Bessastöðum í gær. „Þetta var bara mjög notalegt. Það var vel tekið á móti öllum og allt saman afskaplega flott,“ segir Friðrik Ómar, sem var að koma á Bessastaði í fyrsta sinn. Hann hitti ekki Dorrit Moussaieff eins og hann hafði vonast eftir en Ólafur Ragnar var „alveg eldhress“. „Hann stillti okkur hérna upp í hljómsveitinni eins og hann væri þaulvanur rótari,“ segir hann, ánægður með forsetann. „Hann sá um allt væri á réttum stað og það var greinilegt að hann hafði gert þetta áður.“ Friðrik Ómar og Jógvan sungu nokkur lög bæði á íslensku og færeysku við góðar undirtektir. Á meðal gesta var móðir Friðriks Ómars og var hún að vonum ánægð að koma á Bessastaði. „Það var gaman að fá hana. Hún var óvænt í borginni,“ sagði Dalvíkingurinn knái. - fb Friðrik mætti með mömmu sína á Bessastaði Á Bessastöðum Friðrik ómar og Jógvan sungu nokkur vel valin lög fyrir forsetann á Bessastöðum. FRÉttABLAðið/GvA e s t a b l i s h e d 1 9 3 4 OUTLET LOKAR OUTLET Laugavegi 86-94 Rýmingarsala Allur fatnaður og fylgihlutir fyrir dömur og herra á 1.000-10.000 kr. Rýmingarsölunni lýkur í dag. Opið frá kl. 11-17 Nú fer hver að verða síðastur...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.