Fréttablaðið - 07.01.2012, Blaðsíða 36
7. janúar 2012 LAUGARDAGUR36
Fyrstu netföngin eftirminnileg
Tölvupóstur og internet þykja hversdagslegir hlutir í dag en mörgum er í fersku minni ýmislegt sem tengist árdaga þessara
tækninýjunga. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir og Kjartan Guðmundsson fræddust um fyrstu reynsluna hjá nokkrum.
Það var mamma Hólmfríðar Önnu Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa UNICEF á Íslandi, sem upplýsti
hana um að það væri hægt að senda bréf í gegnum tölv-
una. „Ég man að þetta vakti með mér ótrúlega undrun.
Hún kenndi mér að senda bréf til þáverandi ísraelsks
kærasta míns, sem var bylting, því ég hafði skrifast
á við hann í langan tíma með mikilli fyrirhöfn. Hins
vegar á ég enn tugi ástarbréfa einhvers staðar í kassa,
en tölvupóstsamskiptin eru horfin í svarthol internets-
ins.“
Hún valdi sér netfangið hab313, sem er bílnúmer
Andrésar andar. Það er hins vegar annað netfang sem
Hólmfríður Anna hefur sérstakt dálæti á og notar enn í
dag fyrir persónuleg samskipti. „Snemma árs 2008 var
ég á leiðinni til Gíneu-Bissá á vesturströnd Afríku til
starfa hjá UNICEF í þrjá mánuði. Ég átti 30 ára afmæli
í lok árs 2007 og þá gáfu vinkonur mínar mér meðal
annars bloggsíðu, svo ég gæti bloggað um ferðina mína.
Til þess að stofna bloggið urðu þær líka að stofna gmail
reikning, svo vinkonur mínar eiga allan heiðurinn af
tölvupóstfanginu afrikudrottningin@gmail.com.“
Þegar hún lenti Gíneu-Bissá var kona á flugvellinum
með spjald þar sem á stóð „African Queen“. „Ég hélt
auðvitað að þær eða samstarfsfólk mitt heima væri eitt-
hvað að grína í mér og spurði hvort hún væri að leita
að mér. Það reyndist ekki vera og það var vægast sagt
vandræðalegt að snúa til baka í vegabréfsröðina með
almúganum.“
n Með bílnúMer AndrésAr AndAr
Bylting Það var bylting í lífi Hólmfríðar Önnu Baldursdóttur
þegar hún fór að geta sent ísraelskum kærasta bréf í gegnum
internetið. Núna eru þau hins vegar horfin í svarthol internets-
ins. FréttaBlaðið/
Eftirminnilegasta neftangið mitt, bæði fyrir mig og aðra held ég, er eistlagreip@yahoo.com,“ segir Brynhildur Björnsdóttir
dagskrárgerðarmaður. Nafnið má rekja til menntaskólaáranna.
„Þegar ég var í MH, löngu fyrir tíma alnetsins, vantaði mig ein-
hverntíma listamannsnafn fyrir einhverja uppákomu og ákvað,
eins og sannur menntskælingur, að leita í Snorra Eddu að ein-
hverju nógu frumlegu og öðruvísi. Og mér tókst það held ég ágæt-
lega, þar fann ég systurnar Eistlu og Greip sem eru tvær af níu
mæðrum Heimdallar. Þetta fannst mér alveg gráupplögð sam-
setning og notaði nafnið Eistla Greip Soebeck við ýmis tækifæri,
og skrifaði það á ótaldar greiðslukortakvittanir. Þótti því alltaf
vænt um nafnið.“
Hún stofnaði hins vegar ekki eigin tölvupóst fyrr en tiltölulega
seint, eða um tíu árum eftir stúdentspróf. „Þá var allt sem tengdist
nafninu mínu meira eða minna upptekið og ekki nennti ég að vera
brynhildurbjornsdottir245@hotmail.com. Rifjaðist þá upp fyrir mér
mín gamla góða vinkona, Eistla, og ég ákvað að hleypa henni út á víð-
lendi veraldarvefsins og stofnaði netfangið eistlagreip@hotmail.com.
Ég þarf svo ekki að fara út í það í smáatriðum hvað það var alltaf létt-
leikandi að gefa netfangið mitt munnlega, fá fólk til að muna það og
skrifa rétt. En bót í máli var að útlendingar hefðu sennilega ruglast
meira í brynhildurbjornsdottir354.“
n eiTThvAð fruMlegT og öðruvísi
Eistla grEip Það er ekki víst að allir tölvupóstar til Brynhildar Björnsdóttur
dagskrárgerðarmanns hafi skilað sér á þeim árum þegar hún notaði netfangið
eistlagreip@yahoo.com. Það tók hana iðulega langan tíma að fá fólk til að muna
það og stafsetja það rétt. FréttaBlaðið/valli
Fyrsti tölvupósturinn sem ég sendi var til kærastans míns, en hann var sá eini sem ég þekkti sem var
með tölvupóstfang árið 1994. Ég þurfti að læra aðeins
á UNIX til að komast í póstinn en tölvuskjárinn var
svartur með appelsínugulum stöfum og mér þótti þetta
alveg hrikalega spennandi,“ segir Kristín Eva Þórhalls-
dóttir, þegar hún rifjar upp fyrstu kynni sín af tölvu-
póstsamskiptum.
„Fyrsta tölvupóstfangið mitt fékk ég svo hjá Marg-
miðlun, en það var þeim takmörkunum háð að það mátti
aðeins innihalda níu stafi, en nafnið mitt hefur tíu. Þá
var brugðið á það ráð að skammstafa nafnið mitt Keva
og netfangið varð keva@margmidlun.is Þegar fleiri en
kærastinn minn fengu tölvupóstfang og ég sendi fleiri
pósta fóru formlegheitin af bréfaskriftunum hallandi fæti
og ég skrifaði Keva undir alla pósta sem ég sendi. Í kjöl-
farið varð þetta að gælunafni mínu og margir kalla mig
Kevu í dag.“
n neTfAngið vArð Að gælunAfni
KEva Kristín Eva Þórhallsdóttir dagskrárgerðarmaður sendi
sinn fyrsta póst til kærastans síns árið 1994. Hún þurfti fyrst að
læra aðeins á UNiX-stýrikerfið, en tölvuskjárinn var svartur með
appelsínugulum stöfum. FréttaBlaðið/valli
Þegar ég var fimmtán ára spurði ég Karl Tómasson, trommara í Gildrunni, hvort ég gæti ekki fengið að sjá
um opnu fyrir ungt fólk í blaðinu Sveitungi, sem Karl rit-
stýrði og kom út í Mosfellsbæ. Ég fékk það í gegn og opnan
fékk heitið Leiðindi, en þar bullaði ég einhver ósköp og
skáldaði viðtöl við fólk. Í gegnum þessa opnu fékk ég net-
fangið leidindi@hotmail.com, sem ég skipti síðan yfir í
leidindi@gmail.com. Þetta er bara netfangið mitt og ég
hef aldrei viljað breyta því,“ segir grínistinn Steindi Jr, en
bætir við að á stundum komi þetta óvenjulega netfang illa
við fólk. „Til dæmis þegar fólk er að segja mér frá einhverj-
um óáhugaverðum hlutum og ég gríp fram í og segi: „Hentu
þessu bara á leidindi@gmail.com! Ég gæti allt eins gefið
þeim einn „gúmoren“ á‘ann,“ segir hann og skellir upp úr.
Grínistinn man það eins og gerst hafi í gær þegar hann fór
í fyrsta sinn á internetið: „Þá þurfti að hringja inn internet-
ið, sem brast í gang með miklum óhljóðum, og ég beið í um
fjörutíu mínútur eftir að mynd af Pamelu Anderson í bikiníi
birtist hægt og rólega á skjánum. Það var mikill metnaður
í þessu hjá mér. Ég var svo skotinn í henni á þessum tíma
og biðin var vel þess virði. Ég veit ekki hvort svona bið eftir
mynd af Pamelu yrði þess virði í dag.“
n AllTAf Með leiðindi
Ég man vel hvernig netfangið sem ég nota í dag, kom til. Það eru fjöldamörg ár síðan,“ segir Sigurbjörg Þrastardóttir rithöfundur.
„Ég tók þátt í leikþáttasamkeppni sem Borgarleikhúsið efndi til og
skipulagið var þannig að fólk átti að senda handritin inn rafrænt – en
samt undir dulnefni. Eina ráðið var því að búa sér til netfang sem ekki
var rekjanlegt, gaf hvorki upp nafn né vinnustað. Ég bjó í fljótheitum
til hotmail-reikning og valdi ávöxt af handahófi, prófaði ananas, epli
og appelsínur en þau voru öll upptekin. Það fyrsta sem reyndist laust
var sitronur@hotmail.com og ég stökk á það. Þetta furðulega netfang
er ennþá einkanetfangið mitt, því ég sá fljótt ótvíræða kosti við að
eiga einkanetfang en láta ekki öll erindi fara í gegnum Moggapóstinn,
þar sem ég starfaði.“
Netföng starfsmanna á Morgunblaðinu voru kapítuli út af fyrir sig
að sögn Sigurbjargar. „Yfirleitt voru netföngin mynduð úr tveimur
fyrstu stöfum skírnarnafns og tveimur fyrstu stöfum eftirnafns. Mitt
var þannig sith@mbl.is, sem Stjörnustríðsaðdáendum bæjarins þótti
mjög smart, enda kom á svipuðum tíma út myndin Revenge of the
Sith. Stundum gegndi ég jafnvel nafninu Sith á göngum hússins og
svipað gilti um fleiri – netföngin festust við starfsfólkið.“
Netföng tveggja samstarfskvenna Sigurbjargar á Mogganum eru
henni sérstaklega minnisstæð. „Fríða Björg Ingvarsdóttir var með
fbi@mbl.is, sem vakti lukku erlendra viðmælenda. Þá er ógleyman-
legt netfangið eyrun@mbl.is, sem Eyrun Magnúsdóttir átti og varð
tilefni margra brandara um eyru, eyrnaverki og fleira. Það var engu
líkara en að innan Moggans væri sérdeild sem tæki við kvörtunum á:
eyrun@mbl.is.“
n öfunduð Af sTjörnusTríðsAðdáenduM
sith Stjörnustríðsaðdáendur voru sérstaklega hrifnir af netfangi Sigurbjargar Þrastar-
dóttur rithöfundar, þegar hún vann á Morgunblaðinu, sith@mbl.is. FréttaBlaðið/Gva
Íris Kristjánsdóttir tölvunörd fékk sitt fyrsta tölvupóstfang árið 1997, en löngu áður hafði
hún fyrst frétt af þeirri nýjung að hægt væri að
senda rafræn bréf í sjónvarpsþættinum Nýjasta
tækni og vísindi. „Enginn af vinum mínum var
nörd þannig að það eina sem mér barst voru
Microsoft fréttabréf. Ég las þau bara af því
þetta var allt svo merkilegt og hátæknilegt, gat
ekki hætt að tala um þetta og var nánast sett í
sóttkví af foreldrum mínum þar sem allir voru
með stjarfaklofa af leiðindum.“
Fyrsta netfang Írísar var iris_vixen@hotmail.
com, sem hún notar enn þann dag í dag. „Vixen
þýðir tófa eða kvenkyns refur. Ég man að mér
fannst það sjúklega töff, eins og beint úr mynd-
inni Hackers. Mér fannst þetta tilvalið netfang
ef ég skyldi gerast tölvuþrjótur, en svo hélt ég
bara áfram að lesa Microsoft fréttabréf,“ segir
hún og hlær. „Ég ætti kannski að endurskoða
hversu smart það er, núna þegar ég er er komin
á fertugsaldurinn og er í atvinnuleit.“
n sjúklegA Töff TófA
steindi Jr., grínisti
sigurbjörg Þrastardóttir, rithöfundur
Brynhildur Björnsdóttir, dagskrárgerðarmaður
Kristín Eva Þórhallsdóttir, dagskrárgerðarmaður
Íris Kristjánsdóttir, tölvunörd
hólmfríður anna Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi
UniCEF á Íslandi