Fréttablaðið - 07.01.2012, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 07.01.2012, Blaðsíða 28
7. janúar 2012 LAUGARDAGUR28 A fdrifaríkasta einstaka ákvörðun í sögu forsetaembættisins var tekin sumarið 2004 þegar Ólafur Ragnar Grímsson ákvað að staðfesta ekki fjölmiðlalög ríkisstjórnarinnar og vísaði þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þrátt fyrir að lögin hafi verið dregin til baka áður en til kasta almennings kom, markaði þessi gjörningur tímamót því að þarna hafði forseti í fyrsta sinn beitt fyrir sig málskotsrétti sem 26. grein stjórnarskrárinnar kveður á um. Ólafur Ragnar átti síðar eftir að beita þessu tæki tvisvar í viðbót í umræðu um Icesave-samningana, en allt frá árinu 2004 hefur verið deilt um raunveruleg og formleg völd forseta. Tekist á um hlutverk og vald Við lýðveldisstofnun var einnig deilt um hlutverk, valdsvið og ekki síst val forseta. Stjórnmála- fræðingurinn Svanur Kristjánsson segir svo frá í grein sinni í Skírni frá árinu 2002 að nefnd Alþingis, sem hafði það að markmiði að breyta stjórnskipunarlögum Íslands með lýðveldisstofnun í huga, hafi lagt til, árið 1943, að forseti yrði kjörinn af Alþingi. Þá var lagt til að forseti hefði ekki synjunarvald yfir lögum þingsins – danski konungurinn hafði slíkt vald – heldur gæti hann eingöngu vísað lagafrumvörpum sem Alþingi hafði þegar samþykkt, til þjóðaratkvæðagreiðslu. Björn Þórðarson, sem var forsætisráðherra í utanþingsstjórn sem Sveinn Björnsson þá ríkisstjóri hafði skipað, lagði hins vegar til að forseti hefði frestandi synjunarvald, en á endanum varð núgildandi málskotsréttur ofan á, þar sem forseti getur hafnað lögum samþykktar, þau taka samt gildi en eru lögð í þjóðaratkvæðagreiðslu. Svanur rekur almenna þjóð- félags umræðu um forsetann á þessum árum, sem var afar eindregin í þá átt að forsetinn ætti að vera þjóð kjörinn og með mikil völd. Var til trú almennings á Alþingi enda afar tak mörkuð á þessum tíma, eftir margra ára óstöðug leika og karp á þingi og innan forystu flokkanna. Það er því niðurstaða Svans að forsetanum hafi sannanlega verið ætlað töluvert vald innan stjórnskipunarinnar, en Sigurður Líndal lagaprófessor hefur haldið því sama fram í ræðu og ritum. „Staðreyndin er sú að pólitíkusar hafa ekki getað þolað forsetanum að hafa nokkur völd og þola ekki takmörkun á sínu valdi. Ég hef hins vegar alltaf haldið því fram að öll stjórnskipunarsaga Vesturlanda einkennist af skiptingu valds. Þetta hefur alltaf verið eðlilegur hluti af stjórnskipan þar sem kveðið er á um jafnvægi milli þjóðhöfðingja og þings. Þannig hefur þróunin verið á Vesturlöndum allt frá miðöldum og er til dæmis mun eldra en hugmyndir um þrí skiptingu ríkis- valdsins og má finna slík dæmi allt aftur í Gamla sáttmála og jafnvel lengra aftur,“ segir Sigurður. Hann bætir því við að ákvæði stjórnarskrár um völd forseta séu algerlega skýr og ekki hægt að tala um að stjórnarskrárákvæði séu „dauður bókstafur“ eins og oft var sagt um synjunarvald forseta. „Í öllu því tali er litið fram hjá því að þetta var alla tíð lifandi veru leiki í huga þjóðarinnar. Það var marg oft skorað á for seta að beita þessu valdi og jafnvel safnað undir skriftum í þeim til gangi. Þetta var alltaf í þjóðar vitundinni og þess vegna er rangt að halda því fram að þetta hafi verið dauður bók- stafur. Laga bókstafur er ekki dauður þó að hann hafi aldrei verið notaður. Í lögum eru til dæmis sér stök viður lög við því að ráðast á þjóð- höfðingja eða myrða hann. Það hefur aldrei komið til kasta þeirra, sem betur fer, en er þá um dauðan bók staf að ræða? Það dettur engum í hug.“ Þaulreyndur í faginu Alþingi kaus Svein Björns son for seta við stofnun lýð veldisins árið 1944, en hann hafði starfað í stjórn- málum um árabil. Meðal annars var hann sendi herra og síðar ríkis stjóri og tók sem slíkur virkan þátt í stjórnmálum, meðal annars með því að skipa áðurefnda utanþingsstjórn sem Björn Þórðarson fór fyrir. Sveinn tók ekki síður þátt í stjórnar myndunum í hlut verki sínu sem forseti, enda var full á stæða til þar sem þing flokkunum gekk afar illa að mynda starf hæfar meirihluta stjórnir. Í grein Guðna Th. Jóhannes sonar sagn fræðings frá árinu 2006 segir svo frá að Sveinn hafi tvisvar skipað tólf manna nefndir með fulltrúum allra flokka, árin 1944 og 1947, til að liðka um fyrir stjórnarmyndunar- viðræðum, en þær skiluðu ekki til ætluðum árangri. Í ljósi eigin for dæmis við myndun utanþings- stjórnar árið 1942, leit hann á það sem skyldu forseta að grípa til þess ráðs ef stjórnar myndun drægist fram úr hófi. Segir Guðni að Sveinn hafi í tvígang verið kominn á fremsta hlunn með að mynda slíkar stjórnir árin 1947 og 1950. Þess vegna megi segja að Sveinn hafi tekið afar virkan þátt í hring iðu stjórn málanna og beitt þar fyrir sig valdi sem for seta er gefið í stjórn skipun l a ndsi ns . Svei n n gegndi em bætti á miklum umróts tímum í íslensku sam félagi þar sem tvær um deildar laga setningar standa upp úr, annars vegar á kvörðunin um aðild að NATO árið 1949 og hins vegar stað festing varnar samningsins við Banda ríkin tveimur árum síðar. Í þeim til- fellum heyrðust raddir um að málunum yrði vísað til þjóðarinnar, en ekkert bendir til þess að Sveinn hafi íhugað alvarlega að grípa til þess. Guðfaðir Viðreisnar- stjórnarinnar Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn forseti árið 1952 og átti, eins og Sveinn, langan bakgrunn í stjórnmálum þar sem hann var meðal annars forsætis- ráðherra á árunum 1932 til 1934. Hann var ekki síður þáttakandi í stjórnmálunum en forveri hans í embætti og beitti þar fyrir sig stjórnarmyndunarumboðinu. Forseta er frjálst að veita umboðið hverjum þeim stjórnmála- leiðtoga sem honum sýnist á meðan enginn flokkur hlýtur meirihluta á þingi og nýtti Ásgeir sér það. Guðni segir frá því í áður nefndri grein að fram ganga Ásgeirs í stjórnarmyndunar viðræðum árið 1958 hafi farið í skapið á Ólafi Thors for manni Sjálfstæðis- flokksins. Ásgeir hafi verið and- snúinn því að Framsóknar- flokkur og sósíalistar kæmust í Tiltrú al- mennings á Alþingi var afar takmörkuð í aðdraganda lýðveldis- stofnunar, eftir margra ára óstöðug- leika og karp. Fyrsta synjunin breytti embættinu Ef fram fer sem horfir verður nýr forseti kjörinn í sumar. Ólafur Ragnar Grímsson, sem hefur gefið sterklega til kynna að hann hyggist snúa sér að öðrum störfum eftir sextán ár í embætti, hefur sannarlega sett sitt mark á embættið sem verður vart hið sama héðan í frá. Þorgils Jónsson kynnti sér pólitísk völd forseta Íslands og hvernig þeim hefur verið beitt í gegnum tíðina. BessasTaðir í VeTrarríki Húsbændur á þessu gamla höfuðbóli Íslendinga hafa haft mismunandi sýn á eigin völd og sitt stjórnskipulega hlutverk. Engin einstök ákvörðun forseta Íslands hefur þó haft eins mikil áhrif á embættið og synjun Ólafs Ragnars Grímssonar á fjölmiðlafrumvarpinu árið 2004. Með því voru öll tvímæli tekin af því að forsetinn hefði sannarlega völd til að synja lögum staðfestingar og vísa til þjóðaratkvæða- greiðslu. FRéttablaðið/GVa Framhald á síðu 30 Bæði Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir höfðu komist að þeirri niðurstöðu að þjóðhöfðinginn hefði í raun ekki slíkt vald í þingræðis- ríki. Þetta væri arfur frá fyrri tíð,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræð- ingur. „Að því leyti var synjun Ólafs Ragn- ars á staðfestingu fjölmiðlalaganna árið 2004 bylting á túlkun forseta á eigin valdi. Þrátt fyrir miklar deilur og leik- fimisæfingar lögfræðinga efast eng- inn nú um að þessi forseti og hinn næsti hefur þetta vald.“ Það hafi því ekki komið á óvart að for- seti hafi synjað í Icesave-málunum þar sem um var að ræða eitthvert umdeild- asta mál lýðveldistímans. Aðspurður hvort þetta geti orðið helsta arfleifð Ólafs Ragnars í embætti segir Guðni að svo megi vel fara. „Það má fullyrða að komi einhvert forsetaefni fram og lýsi því yfir að hann hyggist ekki nota þetta vald, ætti hann varla tækifæri á kjöri því að almenning- ur virðist hlynntur því að forsetinn hafi þetta vald.“ Er forsetinn sem sameiningartákn íslensku þjóðarinnar, á friðarstóli utan pólitíkur, þá liðin tíð? “Það fer eftir því hvers konar fram- bjóðendur koma fram í næstu kosning- um og hvað Íslendingar svo kjósa. En að mínu mati mun enginn forseti geta staðið utan eldlínu stjórnmálanna líkt og Vigdís og Kristján gerðu, og Ásgeir líka lengi vel. Í tíð Ólafs hefur forseta- embættið gerbreyst bæði fyrir hans til- stilli og svo hafa tímarnir líka breyst. En hann mun nær örugglega fá sinn sess í sögunni sem einn umdeildasti forsetinn hingað til. Það er á hreinu.” n FoRsETi mun Ekki FRAmAR GETA sTAðið uTAn sTjÓRnmálAnnA synjunarvaldið nú orðið staðreynd Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.