Fréttablaðið - 07.01.2012, Blaðsíða 80
Kynning − auglýsingHeilsa LAUGARDAGUR 7. janúar 20126
Meirihluti fólks dvelur á vinnustað sínum
mestan hluta dagsins. Flestir sem vinna á
skrifstofum sitja við tölvuskjá allan
daginn og það getur engan veginn talist
sérlega heilsusamlegt. Með smá
hugkvæmni er þó ýmislegt hægt að gera
til að huga að heilsunni í vinnutímanum.
Gerðu leikfimisæfingar við skrifborðið. Það kann að vekja
hlátur vinnufélaganna til að byrja með og þú mátt búast
við neyðarlegum athugasemdum en ef þú kippir þér
ekki upp við slíkt er það margfaldlega þess virði. Ýmsar
æfingar er hægt að gera sitjandi og hér eru nokkur dæmi:
Axlir
Hreyfðu axlirnar í hringi fram og til baka, það mýkir
vöðvana og losar um spennu.
Úlnliðir og ökklar
Hreyfðu hendur og fætur í litla hringi. Að hreyfa úlnliðina
er sérstaklega gott fyrir þá sem verja mestum tíma sínum
pikkandi á lyklaborð. Snúningur um ökklana eykur blóð-
flæðið í fótunum og getur komið í veg fyrir blóðtappa.
Magavöðvar
Það er auðvelt að æfa magavöðvana við skrifborðið án þess
að nokkur taki eftir því. Dragðu vöðvana inn og haltu þeirri
stöðu í nokkrar sekúndur og andaðu djúpt að þér á meðan.
Slepptu og andaðu frá þér. Endurtaktu þetta nokkrum
sinnum í einu nokkrum sinnum á dag.
Drekktu mikið af vatni
Vatnsdrykkja kemur þér til góða á margan hátt.
Því meira vatn sem þú drekkur því ólíklegra er að
þú látir freistast til að fá þér aukabita. Vatnið slær á
svengdartilfinningu og vatnssopi gerir sama gagn
og súkkulaðibiti ef ástæðan fyrir súkkulaðiátinu er
eingöngu sú að þér leiðist.
Vatnsdrykkja getur komið í verk fyrir höfuðverk sem
margir fá af því að stara á tölvuskjáinn tímunum saman.
Að ná í vatn gefur þér ástæðu til að standa upp og
hreyfa þig.
Ef þú stenst ekki mátið að fá þér aukabita passaðu þá
upp á að narta í eitthvað heilsusamlegt. Fáðu þér ávöxt
eða heilsustöng í stað súkkulaðis eða kartöfluflagna.
Taktu stuttar pásur
Stattu upp og gakktu um eða farðu út augnablik og
andaðu að þér fersku lofti. Ef þú þarft að eiga samskipti
við vinnufélagana stattu upp og gakktu til þeirra í stað
þess að hringja eða senda tölvupóst. Það á eftir að
koma þér á óvart hversu mikið munar um það að hreyfa
sig pínulítið fyrir nú utan það að samskipti augliti til
auglitis eru mun meira gefandi en þau vélrænu.
Kannski þykir mörgum þessi litlu skref ekki merkileg en
ef þú prófar mun það koma þér á óvart hvað þér líður
mikið betur í vinnunni.
Stundaðu heilsurækt og
hollustu á vinnustaðnum
Mér finnst ég hafa endurheimt lífið með því að fá þessa spelku. Hún gerir mér kleift að gera ýmislegt sem ég var búin að útiloka,
eins og að ferðast um heiminn,“ segir Helga Rún
Pálsdóttir, klæðskerameistari um Unloader One
hnéspelku sem fyrirtækið Össur framleiðir. Hún
meinar greinilega hvert orð.
Helga er innan við fimmtugt en hefur átt við
hnémeiðsli að stríða í mörg ár. Sextán ára gömul
fór hún að fá verki í hægra hnéð, það átti til að
bólgna upp og festast, líkt og hnéskelin gengi til,
en á þeim tíma var hún að læra dans. Síðar vann
hún á saumavél sem jók á verkina, svo hún segir
hluta vandans áunninn. Hún fór í liðþófaaðgerð
fyrir tveimur árum sem ekki gaf þann árangur sem
vænst var og því var útlitið ekki bjart.
Nú er Helga Rún búin að vera með Unloader One
spelkuna í hálft ár og segir lífið hafa breyst fljót-
lega eftir tilkomu hennar. „Eftir tíu daga notkun
á spelkunni fór ég að finna mikinn mun á minni
líðan,“ segir hún en viðurkennir þó að hafa líka
fundið fyrir neikvæðum tilfinningum. „Mér fannst
svolítið áfall að þurfa bera svona aðskotahlut og
setti fyrir mig þætti eins og að þurfa að breyta
klæðaburði − bara svona týpískt pjatt. Spurði ein-
mitt stoðtækjafræðinginn minn hvort ég gæti ekki
fengið annan lit þar sem ég gengi eiginlega aldrei
í gráu! Mér finnst fyndið að hugsa til þess núna.
Ég get ekki án spelkunnar verið í dag og þegar ég
er spurð hvað ég sé með þá kalla ég þetta „minn
hægri fót,“ segir Helga Rún og hlær.
Helga er menntaður klæðskerameistari, fata-
hönnuður, leikmynda-og búningahönnuður og
hattagerðarkona. Vinnudagur hennar er oft lang-
ur við saumaskap og námskeiðahald í eigin fyrir-
tæki og vinnu í leikhúsum og sjónvarpi, jafnvel við
útitökur í ólíkum aðstæðum, enda kveðst hún vera
vinnualki eins og margur Íslendingurinn. „Þegar
álagið var hvað mest og verkir í hnénu voru óbæri-
legir íhugaði ég að skipta um starf en tilhugsunin
um það gerði mig dapra,“ segir hún og bætir við.
„Ef ég hefði ekki fengið þessa frábæru spelku væri
ég núna eflaust búin að þurfa að breyta mörgu í lífi
mínu og væri komin á bætur.“
Finnst ég hafa endurheimt lífið
Hnéspelka sem fyrirtækið Össur framleiðir hefur reynst sem kraftaverk fyrir fólk sem þjáist af slitgigt eða öðrum vandamálum í hnjám. Þeirra á
meðal er Helga Rún Pálsdóttir, klæðskerameistari, hönnuður og hattagerðarkona. Hún hefur athyglisverða sögu að segja.
„Þegar álagið var mikið og verkir í hnénu voru óbærilegir íhugaði ég að skipta um starf en tilhugsunin um það gerði mig dapra,“ segir Helga Rún.
Verkjameðferð án lyfja
Unloader One hnéspelkan veitir stuðning og minnkar
verki og gerir notendum kleift að ganga með hana
allan daginn.
Í Unloader One spelkunni eru tveir borðar sem
létta álagi af slitnum liðflötum og auðvelda
fólki með verki í hnjám að stíga í fótinn.
Borðarnir aðlagast hreyfingum sem gerir
það að verkum að álagið flyst af slitna liðfletinum yfir á
þann heila.
Notendur Unloader One hnéspelkunnar svitna síður
af henni en öðrum sambærilegum hnéspelkum. Sá
hluti spelkunnar sem liggur næst húðinni er gatað sílíkon
sem hleypir lofti í gegn og gerir húðinni kleift að anda vel.
Með notkun sílíkons er Össur að styðjast við áralanga reynslu
sína á því sviði. Nánari upplýsingar í síma 425 3400
Heimild/ossur.is
Þegar Kuldinn bítur
Fyrir þá sem stunda útivist að vetrinum er
hlýr og góður klæðnaður lykilatriði. Fátt er
meira niðurdrepandi á gönguför um ís
og hjarn en kaldar tær og dofnir fingur.
Þá er góð húfa líka lífsnauðsyn þegar
kuldinn bítur.
Þeir sem eru aumir í hnjám mega illa
við því að verða kalt svo legghlífar ættu
að vera staðalbúnaður í þeirra útivistarfatnaði.