Fréttablaðið - 07.01.2012, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 07.01.2012, Blaðsíða 30
7. janúar 2012 LAUGARDAGUR30 Ólafur Ragnar Grímsson 1996-2012* Kjörinn í embætti með um 41% atkvæða en Pétur Kr. Hafstein kom honum næstur með 29%. Ólafur var endurkjörinn án mótframboðs árin 2000 og 2008, en árið 2004 var hann endurkjörinn með 67,5% atkvæða. Baldur Ágústsson kom honum næstur með 12,5%. Helstu átakamál: Ólafur Ragnar hefur lítið sem ekkert þurft að skipta sér beint af stjórnarmyndunum í sinni embættistíð, en hann varð fyrstur allra forseta til að synja lögum staðfestingar, árið 2004. Hann greip til þess ráðs á ný árin 2010 og 2011 í Icesave-málinu og vísaði þeim lögum til þjóðarinnar, sem neitaði í bæði skiptin. * Í nýársávarpi sínu gaf Ólafur til kynna að hann hygðist snúa sér að öðrum störfum, en hann hefur ekki tilkynnt opinberlega að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri. n MaRkaði tíMaMÓt í söGu foRsetaeMbættisins kristján eldjárn 1968-1980 Kjörinn í embætti með 65% atkvæða og lagði þar Gunnar Thoroddsen að velli. Kristján var endurkjörinn án mótframboðs árin 1972 og 1976. Helstu átakamál: Í stjórnarkreppunni eftir kosningar árin 1978 og 1979 þurfti Kristján fyrst að beita sér fyrir alvöru á stjórnmálasviðinu. Þegar hvorki gekk né rak í stjórnarmyndunum þrýsti hann á um að flokkarnir kæmust sem fyrst að niðurstöðu, ella myndi hann skipa utanþingsstjórn. Stjórn Gunnars Thoroddssen var mynduð árið 1980. n Lét tiL sín taka á átakatíMuM Vigdís finnbogadóttir 1980-1996 Kjörin í embætti með 33,6% atkvæða en Guðlaugur Þorvaldsson kom henni næstur með 32,2%. Hún var endurkjörin án atkvæðagreiðslu árið 1984 og sigraði með miklum yfirburðum í kosningum árið 1988. Hún var svo endurkjörin án mótframboðs árið 1992. Helstu átakamál: Vigdís þurfti ekki að skipta sér mikið af stjórnar- myndunum, en í tvígang kom upp umræða um synjunar valdið. Fyrst við stað festingu laga gegn verk- falli flugfreyja, sem bar upp á kvennadaginn árið 1985, og svo við staðfestingu EES-samningsins árið 1993. Þá var meiri þrýstingur en áður hafði tíðkast en hún taldi ekki ástæðu til að synja samningnum samþykkis. n ÞuRfti að taka eRfiða ákVöRðun á kVennadaGinn stjórn og var því farinn að ýja að því að hann myndi frekar mynda utan þingsstjórn. Alþýðu flokkur myndaði loks minnihlutastjórn með stuðningi Sjálfstæðis- flokks, og í kosningum árið eftir mynduðu flokkarnir stjórn saman, Viðreisnar stjórnina. Hélst það samstarf út embættistíma Ásgeirs. Hinn ópólitíski forseti Eftir tvo pólitískt virka forseta var stemning í sam félaginu fyrir að taka nýja stefnu í forseta- kjörinu árið 1968. Þar hafði fræði maðurinn Kristján Eldjárn sigur gegn Gunnari Thoroddsen, einhverjum fremsta stjórnmála- skörungi sinnar kynslóðar. Umræða í kosninga baráttunni um völd forseta snerist að mestu um stjórnarmyndunarhlutverk hans, enda hafði bein stjórnmálaþátttaka fyrri forseta verið á þeim vettvangi. Kristján vildi ekki meina að reynsluleysi væri ókostur í þeim efnum, heldur gæti ópólitískur for- seti þvert á móti átt auðveldara með að ávinna sér traust og miðla málum. Fyrstu tvær stjórnar myndanirnar í embættis tíð Kristjáns, 1971 og 1974, kröfðust ekki mikillar aðkomu hans þar sem hann lét stjórnmála- menn um stjórnarmyndun. Ástandið var hins vegar öllu flóknara eftir kosningarnar árið 1978 þar sem Alþýðu flokkur og Alþýðu bandalag fengu afar góða kosningu. Stjórnarmyndunar- umboð gekk frá flokki til flokks án árangurs þar til A-flokkarnir gengu loks til samstarfs með Framsóknar flokknum. Það sam starf sprakk þó haustið eftir og í ljósi þess hve illa hafði gengið árið áður setti Kristján Sjálfstæðis- f lokki og Alþýðu- flokki þá afarkosti að mynda minnihluta- stjórn tímabundið fram að kosningum, ella myndi hann skipa utanþingsstjórn. Hið sama var uppi á tening- num eftir kosn ing arnar í desember 1979 þar sem engum flokkanna tókst að mynda stjórn og að því er segir í áðurnefndri grein Guðna lá utanþings stjórn í loftinu þegar Gunnar Thoroddssen hjó á hnútinn og myndaði stjórn í febrúar 1980. Í þessum til fellum nýtti Kristján sér svipuð meðul og fyrir rennarar hans í embætti, þrátt fyrir trú sína á að for seti ætti ekki að skipta sér af stjórnmála vafstri nema algjör nauð syn krefði. Hann virðist þó hafa skipt um skoðun. Í grein sinni vitnar Guðni í vanga- veltur Kristjáns þar sem for setinn spyr sig hvort jafnvel geti komið til greina, við stjórnar myndun, að forseti stingi upp á einhvers konar stjórnar munstri við leið- toga flokkanna, til að „styrkja þá móralskt“. Kristjáni var á ferli sínum ekki aðsóps mikill í arga þrasi stjórn- málanna í samanburði við þá Svein og Ásgeir, en líkt og þeir var hann sannarlega með vitaður um að það var hans hlut verk sem forseti að leysa stjórnar kreppur og hann var tilbúinn til að beita fyrir sig myndun utanþings stjórna til að slá í klárana í stjórnarmyndunar- viðræðum. Synjunarvald kom til tals Kristján Eldjárn var eftirmanni sínum, Vigdísi Finnbogadóttur, mikil fyrirmynd og leitaðist hún við að fylgja hans fordæmi hvað varðar stjórnmálaafskipti. Erfiðlega gekk að mynda stjórn eftir kosningarn- ar árið 1987, en Vigdís hélt sig að mestu til hlés. Stjórn var þó mynd- uð á endanum þótt hún félli ári síðar og þrátt fyrir töluvert umrót reynd- ist ekki þörf á því að hún stigi með beinum hætti inn í stjórnarmyndun- arferli á sínum ferli. Það var hins vegar á valdatíð Vigdísar sem synjunarvaldið kom aftur upp í samfélagsumræðuna sem raunverulegt verkfæri forseta í íslenskri stjórnskipan. Fyrst var það árið 1985 þegar stjórnvöld samþykktu að setja lög til að stöðva verkfall flugfreyja. Þannig vildi til að lögin bárust Vigdísi á kvennadaginn, 24. október, sem þótti táknrænt séð óheppilegt fyrir frumkvöðul í kvennahreyfingunni. Vigdís beið með að stað festa lögin í nokkrar klukku stundir, en það velti upp mögu leikanum á því að hún myndi synja þeim stað- festingar. Ríkis stjórnin, einhverjir ráð herrar hið minnsta, brugðust ókvæða við og lét Matthías Bjarnason samgöngu ráðherra þau orð falla við Morgun blaðið að „hann hefði hik laust sagt af sér ráðherra- dómi ef undir skrift for setans hefði dregist fram eftir degi“. Vigdís sagði sjálf að í raun hafi aldrei annað staðið til en að skrifa undir lögin. Þessi þó stutti umþóttunartími hafi verið hennar leið til að undirstrika mikilvægi kvennadagsins í sínum huga. „Það sér hver hugsandi maður að það þarf miklu meira til en setningu kjaralaga einnar stéttar að forseti Íslands leggi undir þjóðaratkvæðagreiðslu ákvarðanir lýðræðiskjörins Alþingis og ríkisstjórnar landsins,“ sagði Vigdís í Morgunblaðinu, en í þeim orðum felst bæði staðfesting á því að í hennar huga var um virkt stjórntæki að ræða, en það ætti aðeins að nota í ýtrustu tilfellum. Sama af staða kom í ljós í yfir- lýsingu Vig dísar eftir að hún stað- festi sam ninginn um Evrópska efna- hags s væðið árið 1993. Þar sagði hún að forseta embættið hafi styrkst með að vera óháð flokka pólitík. „Glöggt vitni um það eðli em bættisins er að enginn for seti hefur gripið fram fyrir hendur á lýðræðis lega kjörnu Al þingi sem tekið hefur á kvarðanir sínar með lög mætum hætti.“ Ófyrirséð örlagaskref Samkvæmt ofansögðu varð ákveðin eðlis- breyting á embætti F o r s e t a Í s l a n d s með á kvörðun Ólafs Ragnars að synja fjöl miðla lögunum stað festingar árið 2 0 0 4 . S t j ó r n a r - skráin heimilaði for- seta að grípa til þessa úr ræðis, en aldrei hafði nokkur forseti séð ástæðu til að grípa til þess. Í umræðum um synjunarvaldið í aðdraganda forsetakosninganna árið 1996, voru frambjóðendur almennt á því að synjunarvaldið væri til staðar, en enginn þeirra lýsti því nákvæmlega hvers lags aðstæður gætu kallað á að til þess bragðs yrði tekið. „Menn gerðu í raun ekki ráð fyrir því, í gegnum tíðina, að for- seti myndi nokkru sinni beita synjunarvaldinu nema við mjög óvenjulegar aðstæður,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórn- málafræðiprófessor við Háskóla Íslands, í samtali við Fréttablaðið. „Ólafur Ragnar sagði meira að segja sjálfur í riti árið 1977 að á meðan forseti beiti ekki neitunar- valdi væri það dauður bókstafur.“ Gunnar Helgi segir að notkun Ólafs á synjunarvaldi forseta muni hafa í för með sér varanlegar breytingar á embættinu og það muni koma í ljós strax í næstu kosningum. „Héðan í frá geta forseta- frambjóðendur ekki komist hjá því að svara spurningum um hvers konar aðstæður þeir telji kalla á beitingu synjunarvaldsins og hvaða rök þurfi að liggja þar að baki. Þeir þurfa að gera grein fyrir sinni afstöðu og þá verður notkun þessa valds síður háð persónulegu mati forseta frá einu máli til annars. Með því má segja að Ólafur Ragnar hafi sett sinn varanlega svip á forsetaembættið. Að minnsta kosti á meðan ekki er samþykkt ný stjórnarskrá sem breytir hlutverki forseta.“ Heimildir: Guðni Th. Jóhann- esson: „Leikstjóri, leikari eða áhorfandi – Forsetinn og stjórnar- myndanir“, Svanur Kristjánsson: „Stofnun Lýðveldis – Nýsköpun lýðræðis“, Morgunblaðið, DV. FramHald aF Síðu 28 ásgeir ásgeirsson 1952-1968 Kjörinn í embætti með 46,7% atkvæða, Bjarni Jónsson var í öðru sæti með 44,1%. Ásgeir var endurkjörinn án mótframboðs árin 1956, 1960 og 1964. Helstu átakamál: Í stjórnarmyndunar umræðum 1958 snið gekk Ásgeir Framsóknar- flokk og Sósíalista flokk varðandi stjórnar myndunar umboð þrátt fyrir stjórnarkreppu. Hann allt að því skikkaði Sjálfstæðis flokk og Alþýðu flokk til að mynda stjórn sem hélt svo velli til 1971. n fyRRuM RáðheRRa kjöRinn foRseti sveinn björnsson 1944-1952 Var kosinn í embætti af Alþingi og var endurkjörinn án mótframboða árin 1945 og 1949. Lést í embætti. Helstu átakamál: Stjórnarmyndanir árin 1947 þar sem hann skipaði tólf manna nefndir og lét í veðri vaka að hann myndi skipa utanríkisstjórn ef flokkar næðu ekki saman. Ekki kom þó til þess og aldrei kom alvarlega til máls að Sveinn synjaði lögum staðfestingar. n fRuMkVöðuLLinn VaR ÞauLReynduR í stjÓRnMáLuM notkun Ólafs á synjunar- valdi forseta mun hafa í för með sér varanlegar breytingar á embættinu. Mynd/GVA Mynd/LjósMyndAsAfn ReykjAVíkuR Mynd/ViGfús siGuRGeiRsson Mynd/ViGfús siGuRGeiRsson fRéttAbLAðið/VALLi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.