Fréttablaðið - 07.01.2012, Blaðsíða 82
Kynning − auglýsingHeilsa LAUGARDAGUR 7. janúar 20128
Nýtt ferðaár er að hefjast hjá Ferða-félagi Íslands, FÍ. Að sögn fram-kvæmdastjóra félagsins, Páls Guð-
mundssonar, er fjöldi spennandi viðburða
framundan.
Fyrst ber að nefna verkefnið Eitt fjall á
viku, sem eins og heitið gefur til kynna,
gengur út á að fara á eitt fjall á viku. Byrj-
að er á léttari fjöllum í nágrenni Reykja-
vík en síðan verða fjöllin erfiðari og meðal
annars er gengið á Hvannadalshnúk í maí. Í
þessu verkefni er meðal annars boðið upp á
grunnkennslu í fjallamennsku á námskeið-
um í höfuðstöðvunum í Mörkinni 6, þar sem
farið verður yfir öryggismál, búnað, rötun,
nesti og fleira, en meðan á verkefninu sjálfu
stendur kennum við fólki að fara í fjallgöng-
ur á eigin vegum,“ segir Páll og getur þess að
þetta sé þriðja sinn sem farið er af stað með
verkefnið. Ekkert lát hafi orðið á vinsældum
þess sem sjáist af því að árlega skrái um 150
manns sig til leiks.
„Þá höfum við einnig í samræmi við óskir
þátttakenda farið af stað með bæði fram-
haldsnámskeið og önnur námskeið. Eitt kall-
ast Eitt fjall á mánuði þar sem einu sinni í
mánuði er gengið á fjöll af öllum stærðum og
gerðum í nærumhverfi Reykjavíkur,“ tekur
Páll sem dæmi og segir það henta þeim sem
eru ekki tilbúnir í jafn mikla skuldbindingu
og fylgir námskeiði eins og Einu fjalli á viku.
Að Páls sögn reynir talsvert meira á kunn-
áttu, þrek og úthald þátttakenda á tveimur
öðrum námskeiðum sem Ferðafélagið býður
upp á. „Stefnan er sett á stærri fjöll, mikið til
í kringum Öræfajökul. Á öðru þeirra, Um-
hverfis Vatnajökul, er gengið kringum jök-
ulinn í sex leiðöngrum á þremur árum. Það
hefst í maí og takmarkaður fjöldi þátttak-
enda kemst að.“
Páll segir FÍ bjóða fjölda annarra áhuga-
verðra ferða, dagsferðir, helgarferðir, sum-
arleyfisferðir, allt frá einföldum gönguferð-
um um borgina upp í krefjandi jöklaferðir.
Um þær megi fræðast í ferðaáætlun félags-
ins sem kemur út þann 21. janúar, sem verð-
ur á prentformi og netinu.
„Skíðafólk, jeppa- og sleðamenn hafa
ærna ástæðu til að gleðjast þar sem útlit er
fyrir góðan og snjóþungan vetur og ætlum
við meðal annars að bjóða upp á skála-
vörslu í Landmannalaugum og jafnvel víðar
þar sem skálaverðir taka vel á móti gestum,“
segir Páll og bendir á að allar nánari upp-
lýsingar megi nálgast á heimasíðu félagsins,
www.fi.is. Þar sé skráning þegar hafin.
Viðburðaríkt ár framundan
Dagskrá Ferðafélags Íslands er sneisafull af skemmtilegum og spennandi gönguferðum á nýju ári segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri félagsins.
Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi því leiðin liggur bæði eftir auðveldum gönguslóðum í nærumhverfi borgarinnar og upp á hæstu tinda landsins.
Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Ferðafélagi Íslands, segir fjölbreyttar ferðir í boði á nýju ári, fyrir byrj-
endur sem lengra komna. mynd/anton
Á leið á Hvannadalshnúk. Kaffipása á leið á Snæfellsjökul.
Fótboltaskólar eru reknir í tengslum við
ýmis íþróttafélög. Þar geta bæði stelpur
og strákar lært grunntæknina í knatt-
spyrnu en saman við er blandað leik og
gleði..Flestir krakkar elska að svamla um og leika sér í vatni. Sundnámskeið eru því
afar vinsæl meðal yngstu kynslóðarinnar. Þó börnin verði kannski ekki synd á
einu námskeiði læra þau að bjarga sér í vatni, leika sér, kafa og láta sér líða vel.
Dans er fínasta líkamsrækt fyrir unga krakka
en einnig kennir hann þeim tækni og aga.
Krakkar, allt frá þriggja ára aldri, geta farið í
dansforskóla bæði í ballett og samkvæmis-
dönsum.
Fimleika er hægt að stunda frá unga aldri. Íþróttin eflir
bæði vöðva og jafnvægi.Gott er að byrja sem fyrst að læra á skíði ef árangurinn á að verða sem bestur.
Í boði fyrir
börnin
Hreyfing er mikilvæg hvort sem fólk er þrítugt,
áttrætt eða þriggja ára. Ýmislegt er í boði fyrir yngstu
börnin enda hafa þau mikla hreyfiþörf og þykir fátt
skemmtilegra en að hlaupa um, hoppa og hía.