Fréttablaðið - 07.01.2012, Page 40

Fréttablaðið - 07.01.2012, Page 40
Kynning − auglýsingHeilsa LAUGARDAGUR 7. janúar 20122 Kínversku íþróttirnar sem við bjóðum upp á eru fyrir alla, bæði börn og fullorðna á öllum aldri,“ segir Qing, eigandi Heilsudrekans í Skeifunni. „Markmiðið er að ná líkamlegu og andlegu jafnvægi. Ku ng Fu-ná m skeiðið f y r i r krakkana snýst til dæmis um að auka orkuflæði, æfa einbeitingu og auka kraft og úthald. Námskeiðin fyrir fullorðna fólkið, Tai Chi og Qi Gong, snúast um að auka orku og liðleika og koma á jafnvægi og æfingarnar hafa lækningamátt. Þetta eru ævafornar kínverskar æfingar sem jafna orkuflæði til líffæra og hafa heilunarmátt.“ Qing segir hugrænu teygju- leikfimina einnig hafa lækninga- mátt, þar sem tekið sé á vanda- málum eins og bakverkjum, gigt og vöðvabólgu. „Þetta eru allt rólegar æfingar sem byggja upp styrk smátt og smátt og margir verða undrandi á því hversu gott form þeir komast í þrátt fyrir að átökin séu svona lítil. Allar þessar æfingar hafa verið rannsakaðar og komið hefur í ljós að ástundun þeirra gagnast fólki með sykursýki, hjartasjúkdóma, æðavandamál, magavandamál og ótalmarga aðra sjúkdóma. Öll þessi æfingakerfi miða að því að samræma andlegt og líkamlegt jafnvægi, efla heilsu og hamingju.“ Eflir heilsu og hamingju Í Heilsudrekanum, Skeifunni 3j, er boðið upp á námskeið í ævafornum kínverskum leikfimikerfum fyrir alla aldurshópa og eiga þau öll sameiginlegt að efla andlegt og líkamlegt jafnvægi. Ármann Ágústsson hefur stundað Tai Chi og teygjuæfingar í Heilsudrekanum í sex ár. Hann segir áhugann upphaflega hafa komið til vegna áhuga á austurlenskum bardagaíþróttum en árangurinn hafi verið svo góður að hann geti ekki hugsað sér að hætta. „Í grunninn er Tai Chi bardagaíþrótt sem miðar að því að auka einbeitingu og andlega ró og það er engin vanþörf á því í nútímasamfélagi þar sem áreitið er alls staðar,“ segir Ármann. Ármann vinnur kyrrsetustarf og segir mikilsvert að stunda æfingar sem liðka og styrkja líkamann auk þess að draga hugann frá hinu daglega amstri. „Auk þess er ég með brjósklos í baki og æfingarnar hafa hjálpað mér mikið við að liðka bakið og minnka verkina. Ég hef dregið mikið úr öðrum líkamlegum æfingum, kínverska leikfimin gagnast mér fullkomlega.“ Liðka og draga úr verkjum Fólk á öllum aldri finnur æfingakerfi við sitt hæfi í Heilsudrekanum í Skeifunni. Mynd/Anton Ármann Ágústsson. Frí ráðgjöf Pantaðu tíma í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is Við leiðbeinum þér með næstu skref Hvernig byrja ég? Faxafeni 14 • www.heilsuborg.is Morgunhristingur: 1/2 bolli frosin bláber 1 ferskja skorin í bita Nokkur hindber og jarðarber 1/4 bolli vanillujógúrt 1/4 bolli ávaxtasafi 1 bolli léttmjólk Sett í blandara Seinnipartshressing: 1 bolli vanillusojamjólk 1/2 bolli eplasafi 1 bolli bláber eða brómber 1 banani 1 bolli mulinn klaki Sett í blandara Orkudrykkur fullur af vítamínum milli mála: Þrjár gulrætur Tvö epli óskræld Lítill biti af engiferrót Sett í safapressu Ferskur og hressandi drykkur: 3 kíví skræld 1 pera skræld Sítrónubátur afhýddur Klaki Sett í blandara Hressandi drykkir Eftir ljúfa jóladaga tekur hversdagurinn við og mörgum okkar reynist erfitt að snúa baki við kræsingum. Það má gera það auðveldara með bragðgóðum ávaxtadrykkjum sneisafullum af vítamínum sem koma okkur gegnum dimma janúardaga. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is s. 512 5411. Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal góð ráð fyrir útihLaup Klæðist þunnum æfingafatnaði innst sem hleypir svita frá líkamanum. Varist bómullarföt. Yst skal klæðast vindþéttum hlífðarfatnaði sem andar, til dæmis úr næloni eða goritex. Ef mjög kalt er í veðri skaltu fara í þriðja lagið þarna á milli, til dæmis flísfatnað. Um 30 prósent af líkamshita sleppa út um hendur og fætur. Þegar kalt er skaltu vera í vettlingum og ullarsokkum. Passaðu þó að sokkarnir séu ekki of þykkir í skóna. Vertu með húfu. Þegar mjög kalt er skaltu vera með trefil yfir munn til að hita loftið sem þú dregur að þér. Varastu að klæða þig of mikið. Þér hlýnar þegar þú leggur af stað. Ekki gleyma að drekka vatn. Heimild: www.about.com/running&jogging
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.