Fréttablaðið - 07.01.2012, Blaðsíða 59
15
50 íslendingum á aldrinum 18 - 25 ára gefst nú tækifæri til þess að starfa
í sumarbúðum víðsvegar um Bandaríkin á vegum Camp America.
Ef þér finnst gaman að vinna með fólki og ert til í að prófa eitthvað
nýtt, þá er Camp America fyrir þig!
Ævintýralegt sumar í USA
www.namsferdir.is
Klapparstíg 25 • Sími 578 9977
Umsóknarfrestu
r
fyrir sumarið 201
2
rennur út 1. mars
Vinnumálastofnun leitar eftir
fólki í eftirtalin störf:
Starfsmaður í tölvudeild
Starfs- og ábyrgðarsvið:
● Notendaþjónusta tölvukerfa stofnunarinnar.
● Gerð leiðbeiningabæklinga og kennsluefnis.
● Skráningar í upplýsingarkerfi stofnunarinnar.
● Viðhald og uppsetning íhluta.
● Símaþjónusta í tölvudeild.
Menntunar og hæfniskröfur:
● Starfsreynsla á sviði tölvumála er æskileg.
● Mjög góð þekking á Office vöndlinum er nauðsynleg.
● Þekking á uppsetningu stýrikerfa (Vista, Win7) er
nauðsynleg.
● Þekking á HTML, SQL gagnagrunnum, Lotus Notes og
Navision er kostur.
● Góð íslenskukunnátta er nauðsynleg, einkum ritmál.
● Góð enskukunnátta er æskileg.
● Samskiptahæfni og rík þjónustulund ásamt skipulags-
hæfileikum, sjálfstæði og metnaði til að skila góðu starfi.
Viðkomandi verður að geta með litlum fyrirvara farið í
vinnuferðir út á land og unnið viðhaldsvinnu utan hefðbundins
vinnutíma.
Tölvudeildin er staðsett í Kringlunni 1, 103 Reykjavík og
þjónustar allar starfsstöðvar stofnunarinnar. Starfsmenn
deildarinnar eru þrír og hún heyrir undir sviðstjóra
upplýsingatækni- og rannsóknasviðs.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Óðinn Baldursson,
deildarstjóri tölvudeildar í síma 515-4800 eða með því að
senda fyrirspurnir á netfangið odinn.baldursson@vmst.is .
Fjórar stöður atvinnuráðgjafa á Atvinnutorgi fyrir
ungt fólk á höfuðborgarsvæðinu
Um er að ræða tímabundin störf til eins árs.
Atvinnutorg er nýtt þróunarverkefni til stuðnings atvinnulausu
ungu fólki sem þiggur atvinnuleysisbætur eða fjárhagsaðstoð
sveitarfélaga sér til framfærslu. Á Atvinnutorgi fer fram
einstaklingsmiðuð þjónusta og þjálfun við ungt fólk á
aldrinum 16-25 ára, sem hvorki er í vinnu né námi og vinnur
að því styrkja sig fyrir vinnumarkaðinn. Atvinnutorg er
samstarfsverkefni Velferðarráðuneytisins, Vinnumálastofnunar,
Reykjavíkurborgar, Kópavogs-og Hafnarfjarðarbæjar.
Leitað er að kraftmiklum og jákvæðum eintaklingum með
hæfni í mannlegum samskiptum.
Starfs- og ábyrgðarsvið
● Einstaklingsmiðuð atvinnuráðgjöf við ungt fólk á aldrinum
16-25 ára.
● Samskipti og samstarf við fyrirtæki og stofnanir sveitar-
félaga á sviði ráðningar og starfsþjálfunarmála.
● Samskipti og samstarf við skóla og fræðsluaðila.
● Þátttaka í þróun og mótun verkferla á Atvinnutorgi.
● Gerð eintaklingsáætlana og eftirfylgd.
Menntunar og hæfniskröfur
● Háskólamenntun á sviði náms- og starfsáðgjafar,
félagsráðgjafar , sálfræði eða tómstundaráðgjafar.
● Þekking á atvinnuleysis- og almannatryggingarkerfinu.
● Þekking á vinnumarkaðsumhverfi á Íslandi.
● Reynsla af atvinnuráðgjöf eða vinnu með ungu fólki er
kostur.
● Góð tölvukunnátta skilyrði.
● Framúrskarandi hæfni og sveigjanleiki í mannlegum
samskiptum.
● Frumkvæði, skipulagshæfni og fagleg vinnubrögð.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hrafnhildur Tómasdóttir,
sviðsstjóri vinnumiðlunar, úrræða og ráðgjafasviðs í síma
515 4800 eða með því að senda fyrirspurnir á hrafnhildur.
tomasdottir@vmst.is.
Um er að ræða full störf og eru laun greidd samkvæmt
launakerfi starfsmanna ríkisins. Æskilegt er að viðkomandi
starfsmenn geti hafið störf sem fyrst. Áhugasamir geta
kynnt sér starfsemi stofnunarinnar á www.vinnumalastofnun.is
Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist
til starfsmannastjóra á netfangið eirika.asgrimsdottir@vmst.is
og skulu umsóknir vera merktar því starfi sem sótt er um.
Umsóknarfrestur er til 22. janúar 2012. Öllum umsóknum
verður svarað.
Fimm störf lektora í viðskiptafræðideild
Háskóla Íslands
PIPA
R
\
TBW
A
• SÍA
• 113579
Starf lektors í viðskiptafræði með áherslu á viðskiptalögfræði
Umsækjendur skulu hafa lokið doktorsprófi, vera í doktorsnámi eða hafa stundað fræðilegar
rannsóknir á sviðinu. Æskilegt er að umsækjendur hafi sérþekkingu í viðskiptalögfræði og sið-
fræði og reynslu af kennslu á háskólastigi í þessum greinum. Einnig er æskilegt að viðkomandi
hafi reynslu af störfum tengdum fræðasviðinu. Þá er krafist góðrar samstarfshæfni og lipurðar
í mannlegum samskiptum.
Starf lektors í viðskiptafræði með áherslu á fjármál
Umsækjendur skulu hafa lokið doktorsprófi, vera í doktorsnámi eða hafa stundað fræðilegar
rannsóknir á sviði fjármála. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi sérþekkingu á fjármálum og
reynslu af kennslu á háskólastigi í þeirri grein. Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af störfum
tengdum fræðasviðinu. Þá er krafist góðrar samstarfshæfni og lipurðar í mannlegum samskiptum.
Starf lektors í viðskiptafræði með áherslu á stærðfræði, tölfræði og skyldar greinar
á sviði viðskiptafræði
Umsækjendur skulu hafa lokið doktorsprófi í viðskiptafræði, hagfræði eða skyldum greinum,
vera í doktorsnámi eða hafa stundað fræðilegar rannsóknir á sviðinu. Nauðsynlegt er að um-
sækjendur hafi sérþekkingu í stærðfræði, tölfræði, hagfræði eða skyldum greinum og reynslu
af kennslu á háskólastigi í þessum greinum. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af störfum
tengdum fræðasviðinu. Þá er krafist góðrar samstarfshæfni og lipurðar í mannlegum samskiptum.
Starf lektors í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði
Umsækjendur skulu hafa lokið doktorsprófi í markaðsfræði eða skyldum greinum, vera í doktorsnámi
eða hafa stundað fræðilegar rannsóknir á sviðinu. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi sérþekkingu
á markaðsfræði og skyldum greinum og reynslu af kennslu á háskólastigi í þessum greinum.
Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af störfum tengdum fræðasviðinu. Þá er krafist góðrar
samstarfshæfni og lipurðar í mannlegum samskiptum.
Starf lektors í viðskiptafræði með áherslu á mannauðsstjórnun
Umsækjendur skulu hafa lokið doktorsprófi, vera í doktorsnámi eða hafa stundað fræðilegar
rannsóknir í mannauðsstjórnun. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi sérþekkingu í mannauðs-
stjórnun og reynslu af kennslu á háskólastigi í þessari grein. Einnig er æskilegt að viðkomandi
hafi reynslu af störfum tengdum fræðasviðinu. Þá er krafist góðrar samstarfshæfni og lipurðar
í mannlegum samskiptum.
Umsóknarfrestur er til 6. febrúar 2012.
Nánari upplýsingar um störfin gefur Ingjaldur Hannibalsson,
prófessor og deildarforseti í síma 525 4538, netfang: ingjald@hi.is.
Sjá nánar um störfin á www.starfatorg.is
og www.hi.is/skolinn/laus_storf
Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands er elsta og stærsta viðskiptafræðideild á Íslandi. Hún hefur gegnt
forystuhlutverki í menntun stjórnenda og sérfræðinga á sviði viðskiptafræði í sjö áratugi. Á sama tíma
hefur deildin lagt metnað sinn í að auka og miðla framúrskarandi og alþjóðlega viðurkenndri þekkingu
á þessu sviði með því að vera leiðandi í rannsóknum, kennslu og þjónustu við íslenskt atvinnulíf.