Fréttablaðið - 07.01.2012, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 07.01.2012, Blaðsíða 102
7. janúar 2012 LAUGARDAGUR58 Hvað? Hvenær? Hvar? Laugardagur 7. janúar ➜ Tónleikar 16.00 Hinsegin kórinn stendur fyrir þrettándatónleikum í Norræna húsinu. Þetta eru fyrstu sjálfstæðu tónleikar kórsins og rennur allur ágóði í ferðasjóð vegna ferðar þeirra á Gay Pride í Færeyjum í júlí næstkomandi. Aðgangseyrir er kr. 2.000. 17.00 Vínartónleikar Sinfóníu­ hljómsveitar Íslands verða haldnir í Hörpu. Einsöngur verður í höndum Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, Diddú. Stjórnandi tónleikana er Willy Büchler sem er aðalgestastjórnandi Strauss­ hátíðarhljómsveitarinnar í Vínarborg. Miðaverð er frá kr. 3.000. 17.00 Kór Akraneskirkju heldur nýárs­ tónleika í Tónbergi, sal Tónlistarskólans á Akranesi. Flutt verður tónlist eftir Georg Shearing og Freymóð Jóhannes­ son. Ásamt kórnum koma fram þeir Gunnar Gunnarsson píanóleikari og Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari. 22.00 Rokktónleikar verða haldnir á Gauk á Stöng í kvöld. Fram koma Wistaria, Moldun, Endless Dark og I Need Pills To Sleep. Aðgangseyrir er kr. 1.000 og það er 20 ára aldurstakmark. 22.00 The Dam sisters, Josefin Winther og Cynic Guru halda tónleika á Rósenberg. Aðgangseyrir er kr. 1.000. ➜ Fundir 13.30 Félag kennara á eftirlaunum heldur fræðslu­ og skemmtifund ársins á Grand Hótel. ➜ Sýningar 15.00 Tvær nýja sýningar verða opnaðar í Hafnarborg. Um er að ræða sýningarnar Kyrralíf þar sem athygli er beint að kyrralífsmyndum eftir íslenska listamenn og sýninguna Pleaser sem sýnir verk Hörpu Björnsdóttur. 16.00 Úlfur Loga opnar ljósmynda­ sýninguna Sumartíminn í Gallerí Tukt. Til sýnis verða verk sem hann vann að sumarið 2011. 17.00 Formleg opnun á sýningunni Doubt By Two með verkum eftir listakonurnar Amy Revier og Elizabeth Tuburgen verður í sal Íslenskrar grafíkur Tryggvagötu 17, hafnarmegin. Aðgangur er ókeypis 20.00 Fyrsta sýning ársins opnar í Gallerí Klósetti í umsjá hópsins Conclusion of solution. Hópurinn samanstendur af sjö listamönnum sem eiga það sameiginlegt að hafa útskrifast frá Listaháskóla Íslnds á árunum 2008­ 2009. Allir velkomnir. ➜ Uppákomur 15.45 Barnaheill ­ Save the Children á Íslandi ýta af stað átakinu Heillakeðju barnanna 2012 sem verður í gangi allt árið og er ætlað að vekja athygli á málefnum um réttindi barna. Öllum börnum er velkomið að taka þátt. Mæting er á pallinn framan við Iðnó þar sem allir fá neonljós áður en farið verður í keðju í kringum tjörnina. ➜ Tónlist 22.00 Hljómsveitin Nýdönsk setur upp sögustund í litla sal Borgarleikhússins. Farið verður yfir sögurnar á bakvið lögin og textana, skandalana og stórsigrana, auk þess sem tónlistin umvefur allt. Miðaverð er kr. 4.400. 16.00 Fjölbreytt samansafn hátalara flytur nýja íslenska tónlist í sal Tónverkamiðstöðvar Íslands, Skúlatúni 2 (efstu hæð). Tónleikarnir eru í umsjón S.L.Á.T.U.R samtakanna sem er sameiginlegur vettvangur frumlegustu tónskálda Íslands, og öll tónlist sem flutt verður er eftir meðlimi þeirra. Aðgangur er ókeypis. 22.00 Gunnar Þórðarson og Tómas Tómasson halda tónleika á Ob­La­Dí, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.500. 22.00 Dj Krúsi heldur uppi stuðinu á Prikinu. 22.00 Dj Einar þeytir skífum á Glaumbar. 22.00 Tónleikar í tilefni sextugsafmælis Péturs Wigelund Kristjánssonar verða haldnir á Spot. Allur ágóði mun renna í Minningarsjóð Péturs sem úthlutar sigurvegurum Músíktilrauna styrk ár hvert. Þorgeir Ástvalds verður kynnir og fjöldi listamanna mun stíga á stokk og heiðra minningu Péturs. Þar á meðal eru þeir Stefán Hilmarsson, Páll Rósinkranz, Magni Ásgeirsson, Bjartmar Guðlaugsson og Guðmundur Jónsson. Hljómsveitin Gildran mun svo spila á dansleik að tónleikunum loknum. Miðaverð er kr. 2.500. 23.00 Gullkistan, skipuð þeim Ásgeiri Óskarssyni, Gunnari Þórðarsyni, Jóni Ólafssyni og Óttari Felix Haukssyni, spilar á Þrettándagleði Kringlukráarinnar í kvöld. Aðgangseyrir er kr. 1.500, en frítt fyrir konur til miðnættis. ➜ Uppistand 22.30 Pétur Jóhann Sigfússon og Þorsteinn Guðmundsson slá saman í uppistandsveislu í Gamla Bíói. Þeim til aðstoðar er tónlistarmaðurinn Helgi Svavar Helgason. Miðaverð er frá kr. 2.900. Sunnudagur 8. janúar ➜ Tónleikar 18.00 Útskriftartónleikar Birgis Þóris­ sonar úr Listaháskóla Íslands verða haldnir á Kjarvalsstöðum. Aðgangur er ókeypis. ➜ Leiklist 20.00 Leikhópurinn Fullt Hús sýnir leikverkið Póker eftir Patrick Marber í Tjarnarbíó. Um er að ræða svarta kómedíu í leikstjórn Valdimars Arnar Flygenring. Miðaverð er kr. 3.400. ➜ Félagsvist 14.00 Allir velkomir að koma og spila félagsvist í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. 19.00 Bridge „Tvímenningur” verður spilaður í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Allir velkomnir. ➜ Sýningar 16.00 Lára Sveinsdóttir leik­ og söngkona mun flytja ýmis vinsæl lög Judy Garland og leiða áhorfendur inn í stormasamt líf hennar. Henni til aðstoðar verður Djasshljómsveit Úlfs Eldjárns. Sýningin er sýnd í Leikhúskjallaranum og er miðaverð kr. 2.900. ➜ Dansleikir 20.00 Félag eldri borgara í Reykjavík stendur fyrir dansleik í félagsheimili sínu, Stangarhyl 4. Danshljómsveitin Klassík leikur létta danstónlist. Aðgangseyrir er kr. 1.500 en kr. 1.300 fyrir félagsmenn FEB. ➜ Myndlist 15.00 Hugrún Þorsteinsdóttir safnakennari leiðir skapandi teiknismiðju og leiðsögn í Hafnarhúsinu. Viðburðurinn er sniðin fyrir börn á aldrinum 5­10 ára en þátttöku foreldra er einnig vænst. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Tónleikar HHH vínartónleikar Sinfóníuhljómsveit Íslands Stjórnandi: Willy Büchler, einsöngvari: Sigrún Hjálmtýsdóttir. Dauft en samt fyndið Ég hugsa að ekkert sé eins klassískt og Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þeir hafa verið haldnir í kringum þrettándann á hverju einasta ári, lengur en ég man eftir. Og nánast alltaf er spiluð sama tónlistin. Til tilbreytingar eru mismunandi söngvarar í aðalhlutverki — yfirleitt konur. Annað er ekki á boðstólum. Sinfónían er ekki eini tónlistarhópurinn sem heldur slíka tónleika. Tríó Reykjavíkur hefur gert það, sem og Salon Islandus. Rétt eins og hjá Sinfóníunni er efnisskráin þar mjög hefðbundin. Auðvitað er ekkert að því. Þótt fátt sé eins útjaskað og Vínartónlist, getur hún verið skemmtileg í réttu samhengi. Yfirleitt tengist hún ýmiss konar sprelli, eins og títt er um uppákomur í kringum áramótin. Mælikvarðinn á það hversu góðir slíkir tónleikar eru brandararnir. Ef þeir eru fyndnir fyrirgefst margt. Tónleikarnir nú voru nokkuð ærslafengnari en undanfarin ár. Það gerðist eitt og annað skondið. Fólk skellti upp úr. Diddú var einsöngvarinn að þessu sinni, og það var gaman að því hversu vel heyrðist í henni alla leiðina upp á 22. bekk. Ég vona að fólkið á efstu svölum hafi líka greint sönginn almennilega. Maður heyrði sjaldnast í söngvurunum á Vínartónleikum í Háskólabíói! Þrátt fyrir nokkra brandara var spilamennskan sjálf reyndar ekkert sérstaklega ærslafengin. Það var ekki alveg ásættanlegt. Þótt aðalmálið á Vínartónleikum sé húmorinn, verður flutningurinn líka að vera í lagi. Hann verður að vera fjörugur og kraftmikill. Söngurinn sjálfur var vissulega líflegur og léttur, alveg eins og hann átti að vera. En Diddú kom bara fram í örfáum lögum. Í aðalhlutverkinu var hljómsveitin sjálf. Stjórnandinn að þessu sinni, Willy Büchler, var fremur stífur fyrst framan af. Sérstaklega þegar hann spilaði líka á fiðlu. Það vantaði fútt í túlkunina. Í lögum þar sem engir brandarar voru, og enginn söngur, var ekki laust við að manni leiddist. Sem betur fer rættist úr þessu. En það var samt ekki fyrr en í aukalögunum að stemningin var orðin eins og hún átti að vera. Þá voru fagnaðarlætin líka hamslaus. Það var undarlega seint, þegar haft er í huga að léttleiki átti að einkenna ALLA dagskrána. Jónas Sen niðurstaða: Húmorinn bjargaði fremur dauflegum flutningi á vínartónleikum Sinfóníunnar. Fundarstjóri: Helga Jörgensdóttir geðhjúkrunarfræðingur 08:00 - 08:30 Skráning og afhending ráðstefnugagna 08:30 - 08:40 Setning ráðstefnu Unnur Heba Steingrímsdóttir geðhjúkrunarfræðingur og móttökustjóri BUGL 08:40 - 09:15 Þroski í gegnum þjáningu? Heimspekileg hugleiðing Vilhjálmur Árnason prófessor í heimspeki við HÍ 09:15 -10:15 Brennt barn forðast eldinn: Þegar eldurinn verður að martröð- áfallamiðuð hugræn atferlismeðferð fyrir börn Ágústa I. Arnardóttir sálfræðingur BUGL 10:15 - 10:35 Kaffihlé 10:35 -11:00 11:05 -11:30 11:30 -11:55 Salur A Fundarstjóri: Hrefna Haraldsdóttir foreldraráðgjafi, Sjónarhóli ráðgjafarmiðstöð Ofbeldi gegn börnum á Íslandi: afleiðingar og fyrirbyggjandi þættir Bryndís Björk Ásgeirsdóttir PhD, lektor í sálfræði við Háskólann í Reykjavík Ofbeldi gegn börnum á Íslandi: afleiðingar og fyrirbyggjandi þættir, frh. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir PhD, lektor í sálfræði við Háskólann í Reykjavík Börnum straffað með hendi og vendi - Barnaverndartilkynningar er varða líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum Steinunn Bergmann félagsráðgjafi Barnaverndarstofu Salur B Fundarstjóri: Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sálfræðingur, sviðstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Embætti landlæknis Deilur í fjölskyldum og líðan íslenskra unglinga Geir Gunnlaugsson landlæknir Ábyrgð og aðgerðir: Niðurstöður þverfræðilegrar rannsóknar á einelti meðal barna á Íslandi Daníel Reynisson lögfræðingur, Hjördís Árnadóttir skólafélagsráðgjafi og Sjöfn Kristjánsdóttir uppeldis- og menntunarfræðingur Olweusaráætlun gegn einelti og andfélagslegu atferli: Árangur í 21 grunnskóla í Reykjavík í ljósi efnahagskreppu Þorlákur H. Helgason framkvæmdastjóri Olweusaráætlunarinnar 12:00 - 13:00 Hádegisverðarhlaðborð 13:00 - 13:55 Healing the origins of trauma: EMDR in psychotherapy with children and adolescents Dr. Robbie Adler-Tapia Psychologist, EMDRIA therapist certified in EMDR 14:00 - 14:20 Kaffihlé 14:20 - 15:05 Healing the origins of trauma: EMDR in psychotherapy with children and adolescents, framhald Dr. Robbie Adler-Tapia Psychologist, EMDRIA therapist certified in EMDR 15:05 - 15:50 Sjúkratilfelli og EMDR meðferð Ragna Kristmundsdóttir sérfræðingur í geðhjúkrun barna og unglinga, BUGL Unnur Heba Steingrímsdóttir geðhjúkrunarfræðingur, BUGL 15:50 - 16:00 Ráðstefnuslit með söng Barnakór Kársnesskóla Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 10. janúar 2012 Verð: kr. 9.500 - kaffi og hádegisverðarhlaðborð innifalið. Starfsmenn LSH og nemar verð kr. 6.000 Skráning fer fram á vef Landspítalans: www.lsh.is/?PageID=15361 Þökkum styrktaraðilum Frost er úti fuglinn minn… Börn og áföll Föstudagur 13. janúar, kl. 08:00-16:00 Laugardalshöll – 2.hæð Ráðstefna BUGL 13. janúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.