Fréttablaðið - 07.01.2012, Blaðsíða 58
7. janúar 2012 LAUGARDAGUR
Embætti skrifstofustjóra í innanríkis-
ráðuneytinu laust til umsóknar.
Laust er til umsóknar embætti skrifstofustjóra í
innanríkisráðuneytinu á skrifstofu fjármála og
rekstrar. Ráðherra skipar í embættið til fimm ára. Um
er að ræða fullt starf og æskilegt að umsækjendur
geti hafið störf sem allra fyrst. Laun eru samkvæmt
ákvörðun kjararáðs.
Verkefni skrifstofunnar eru:
• Eftirlit með rekstri stofnana ráðuneytisins.
• Fjárlagagerð og rekstraráætlanir.
• Framkvæmd fjárlaga.
• Húsnæði.
• Innri þjónusta.
• Rekstur ráðuneytisins.
Skrifstofustjóri stýrir og ber ábyrgð á framkvæmd
og eftirfylgd verkefna skrifstofunnar.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, viðskipta-
eða hagfræðipróf æskileg.
• Þekking og reynsla á opinberri stjórnsýslu.
• Stjórnunarreynsla æskileg.
• Greiningarhæfni.
• Samskipta- og stjórnunarhæfni.
• Reynsla af stefnumótun og áætlanagerð æskileg.
Umsóknir skulu hafa borist eigi síðar en 26. janúar
nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun
um ráðningu liggur fyrir. Konur jafnt sem karlar eru
hvött til þess að sækja um.
Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Hjaltadóttir
ráðuneytisstjóri í síma 545 9000.
Umsóknir berist innanríkisráðuneytinu í Sölvhóls-
götu 7, 150 Reykjavík eða á tölvupóstfang ráðuneyti-
sins postur@irr.is. Ráðherra skipar skrifstofustjóra
að fengnu mati hæfnisnefndar sbr. 18. og 19. gr. laga
nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands.
Í innanríkisráðuneytinu,
6. janúar 2012.
Icewear leitar eftir jákvæðu,
ábyrgðarfullu og kraftmiklu
starfsfólki sem hefur gaman
af mannlegum samskiptum,
flottri hönnun og sölumennsku.
Sölu- og afgreiðslustarf
Hæfniskröfur:
• Reynsla af sölumennsku
• Góð framkoma og snyrtimennska
• Metnaður og heiðarleiki
• Frumkvæði og drífandi vinnubrögð
• Enskukunnátta
Umsóknir skulu berast á rafrænu formi á netfangið:
eyglo@icewear.is og agust@icewear.is, fyrir 15 janúar.
Umsóknum ekki svarað í síma.
Motus leitar að starfsfólki á skrifstofu fyrirtækisins í Reykjavík.
Þjónustufulltrúi – Greiðendaþjónusta
Starf þjónustufulltrúa felst m.a. í afgreiðslu og upplýsingagjöf til greiðenda, símsvörun,
hringingum í greiðendur ásamt almennri vinnslu innheimtumála á milliinnheimtu- og lögfræði-
sviði. Þá mun þjónustufulltrúi aðstoða næsta yfirmann við umsjón úthringinga og skipulagningu
þeirra. Við leitum að áreiðanlegum og samviskusömum starfsmanni með góða Excel-kunnáttu,
ríka þjónustulund, sem er nákvæmur í vinnubrögðum og með framúrskarandi samskiptahæfi-
leika. Reynsla af innheimtustörfum og/eða reynsla af skrifstofu- og bankastörfum skilyrði.
Aðstoðarmaður – Framleiðslusvið
Starf aðstoðarmanns felst í ljósritun, undirbúningi og frágangi gagna á ýmsum stigum lögfræði-
innheimtunnar. Skönnun og frágangur gagna fyrir lögfræðivinnslu, skönnun samninga auk
annarra gagna sem vista þarf með rafrænum hætti. Skráning á upplýsingum í innheimtukerfi
lögmanna. Móttaka og frágangur á pósti sem tilheyrir sviðinu ásamt listavinnu og ýmsum
tilfallandi verkefnum. Við leitum að þjónustulunduðum og skipulögðum einstaklingi með mikla
samskiptahæfileika, sem hefur getu til að vinna sjálfstætt og í hóp.
Motus er innheimtufyrirtæki sem er leiðandi á sviði markvissrar stýringar viðskiptakrafna (Credit Management Services). Hjá Motus
starfa yfir 130 starfsmenn á 11 skrifstofum Intrum um land allt. Motus býður fyrirtækjum og stofnunum upp á heildarlausnir á
sviði innheimtumála. Motus er samstarfsaðili Intrum justitia sem er leiðandi innheimtufyrirtæki í Evrópu.
Nánari upplýsingar veitir Sigurbjörg D. Hjaltadóttir
starfsmannastjóri Motus í síma 440 7122. Vinsamlegast sækið
um á heimasíðu okkar www.motus.is. Umsóknarfrestur er til
og með 15. janúar. Ráðið verður í störfin sem fyrst.
Spennandi tækifæri
Land og saga, margmiðlunarfyrirtæki á sviði ferðaþjónustu og menn-
ingarmála, leitar að fjölhæfum einstaklingi með reynslu af sölu og
markaðskynningum. Vinnan felst í sölu auglýsinga og kynninga í blöð
okkar, tímarit og fjölsóttar netútgáfur; Land og sögu (sérblað með
Morgunblaðinu) og Icelandic Times. Þar að auki þarf viðkomandi að
sinna sölustörfum fyrir kvikmyndadeild útgáfunnar á fagumfjöllunum á
myndbandi fyrir í sjónvarp og netið.
www.icelandictimes.com www.landogsaga.is
Sendið inn umsóknir á netfang info@landogsaga.is