Fréttablaðið - 31.03.2012, Page 4

Fréttablaðið - 31.03.2012, Page 4
31. mars 2012 LAUGARDAGUR4 Rangt var farið með nafn ljósmyndar- ans sem tók forsíðumynd Lífsins, sem fylgdi Fréttablaðinu í gær. Rétt er að Stefán Karlsson tók myndina. LEIÐRÉTT GENGIÐ 30.03.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 230,4448 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,17 126,77 201,97 202,95 168,26 169,20 22,615 22,747 22,133 22,263 19,041 19,153 1,5363 1,5453 195,38 196,54 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is BRUSSEL, FRÉTTABLAÐIÐ Fjórir samn- ingskaflar voru opnaðir á ríkjaráð- stefnu Íslands og ESB í Brussel í gær. Tveimur var lokað sam- dægurs, um utanríkis-, öryggis- og varnarmál, og um neytendamál og heilsuvernd, en samningavið- ræður halda áfram um hina tvo, sem fjalla um samkeppnismál og orkumál. Með því hafa fimmtán kaflar af 33 verið opnaðir og tíu þegar lokað. Í tilkynningu frá ráðherraráði ESB segir meðal annars að yfir- lýsing um sérstöðu Íslands sem herlauss lands verði hluti af samn- ingum ef til þess kemur. Einnig er tekið fram að varnarmálastefna ESB muni ekki hafa áhrif á forræði Íslands um mótun og framkvæmd stefnu Íslands í málaflokknum. Varðandi seinni kaflana tvo setti sambandið fram ýmis atriði sem Ísland þarf að framfylgja svo að hægt verði að loka þeim. Meðal annars skal Ísland leggja fram áætlun um hvernig krafa ESB um lágmarksolíubirgðir verði uppfyllt, en í samningsafstöðu Íslands var farið fram á að fá frest til að mæta kröfunum með því að draga úr olíu- notkun innanlands í stað þess að auka birgðir. Í tilkynningu á vef utanríkis- ráðuneytisins kemur fram að í umræðum um orkukaflann hafi ESB staðfest þann skilning Íslands að aðild muni ekki koma til með að hafa áhrif á eignarhald og stjórn landsins yfir eigin auðlindum, og var í því sambandi vísað til ákvæðis þar að lútandi í Lissabon- sáttmálanum. Í samkeppnismálum tók ESB fram að þeim kafla mætti loka sýni Ísland fram á „að löggjöf um auð- hringi, samruna fyrirtækja og um ríkisaðstoð sé rétt framfylgt“. Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands, sagði í samtali við Fréttablaðið að hann væri almennt sáttur við gengið í viðræðunum þar sem nærri helm- ingur kaflanna hafi þegar verið opnaður, en hefði þó gjarna vilja sjá fleiri samningsköflum lokað. „Við erum metnaðarfull í okkar vinnu og höfðum sett okkur það markmið á fyrri stigum að hafa fleiri kafla til umfjöllunar á þessum tíma. Aðalatriðið er hins vegar að við viljum vanda til verka en stundum taka hlutirnir lengri tíma en maður vill eða hefði haldið fyrirfram.“ Næsta ríkjaráðstefna verður haldin í lok júní, en Stefán sagð- ist aðspurður ekki getað svarað því hvaða kaflar verði opnaðir þá. „Það á eftir að koma í ljós hvaða efnisflokkar verða á dagskrá, en við vinnum að því hörðum höndum að þeir verði fleiri en færri.“ Inntur eftir viðbrögðum við ummælum sem Stefan Füle, stækkunar stjóri ESB, lét falla á dögunum, þar sem hann sagðist vonast til þess að allir kaflarnir yrðu opnaðir fyrir árslok svaraði Stefán: „Það er alla vega hvetjandi að heyra slíkt og ég tek undir þessi orð nafna míns.“ thorgils@frettabladid.is VIÐRÆÐUR Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands, segist sáttur við framganginn í aðildarviðræðunum við ESB. Tíu samningsköflum hefur nú verið lokað en Stefán sést hér ásamt Þóri Ibsen, sendiherra Íslands í Brussel, heilsa fulltrúa ESB á ríkjaráðstefnunni í gær. MYND/RÁÐHERRARÁÐ ESB Tveimur samningsköflum var lokað strax í Brussel Tveimur af fjórum samningsköflum sem opnaðir voru í Brussel í gær var lokað strax. 15 kaflar hafa verið opnaðir og tíu lokað. Aðalsamningamaður Íslands er sáttur, en hefði viljað sjá fleiri köflum lokað. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 22° 8° 7° 11° 15° 7° 7° 20° 11° 21° 9° 30° 8° 15° 14° 2° Á MORGUN Hægur eða fremur hæg- ur vindur um allt land. MÁNUDAGUR Strekkingur allra syðst annars hægari. 1 5 0 -1 -3 1 1 0 6 9 6 6 7 7 5 5 5 6 4 1 2 3 5 3 5 15 5 4 56 7 6 5 FREMUR MILT verður víða um land í dag, þó ekki á norðausturlandi þar sem hiti verður um frostmark og má búast við slyddu. Annars verður dálítil rigning norðan til, þokusúld vestan- lands en hins vegar nokkuð bjart suðaustan til. Á morgun fer veður kólnandi í bili. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður Kaflarnir: 15 Lokað: 2. Frjáls för vinnuafls 6. Félagaréttur 7. Hugverkaréttur 20. Fyrirtækja- og iðnstefna 21. Samevrópsk net 23. Réttarvarsla og grundvallarréttindi 25. Vísindi og rannsóknir 26. Menntun og menning 28. Neytenda- og heilsuvernd 31. Utanríkis-, öryggis- og varnarmál Opnir: 5. Opinber innkaup 8. Samkeppnismál 10. Upplýsingasamfélagið og fjölmiðlar 15. Orkumál 33. Framlagsmál FRAKKLAND, AP Nítján manns voru handteknir í gærmorgun í Frakk- landi vegna gruns um að þeir tengist öfgahópum íslamista, sem hugsanlega séu með áform um hryðjuverk. Mikil spenna hefur ríkt í Frakk- landi frá því ungur maður drap sjö manns í Toulouse og Montauban. Stjórnvöld leggja mikla áherslu á öryggismál og hættuna af hryðju- verkum. Á hinn bóginn fer ótti vaxandi meðal múslima um að almenningur stimpli þá alla sem hryðjuverkamenn. Nicolas Sarkozy forseti stendur í ströngu þessar vikurnar í kosninga- baráttu fyrir forsetakosningar, sem haldnar verða innan fárra vikna. Skoðanakannanir hafa ekki verið honum vilhallar, en í von um að afla sér meira fylgis hefur hann meðal annars boðað harðari stefnu gagnvart útlendingum. „Það verða fleiri aðgerðir áfram sem gera okkur kleift að vísa burt úr landi ákveðnum hópi fólks sem hefur enga ástæðu til að vera hérna,“ segir hann. „Það er skylda okkar að tryggja öryggi frönsku þjóðarinnar. Um það höfum við ekkert val.“ - gb Franska lögreglan handtók 19 manns vegna gruns um öfgamennsku: Sarkozy boðar fleiri aðgerðir HANDTEKINN Franska lögreglan að verki. NORDICPHOTOS/AFP SKIPULAGSMÁL Byggingarmagn sem ætlað var fyrir mosku og safnaðarheimili Félags múslima í Sogamýri reyndist helmingi minna en áður var gert ráð fyrir að félagið fengi. Samkvæmt lýsingu sem unnin var í fyrra á byggingin að vera 400 fermetrar. Guðjón Magnússon arkitekt, sem unnið hefur þarfagreiningu fyrir Félag múslima, segir hins vegar nauðsynlegt að bygggingin verði á bilinu 800 til 1.000 fer metrar. Það sé svipað og gerist með meðalsóknarkirkjur, eins og til dæmis Guðríðarkirkju í Grafar- holti. Er málið var í kynningu barst athugasemd frá einum íbúa úr Vogahverfinu. Hann vill halda Sogamýri sem útivistasvæði. - gar Lagfæra uppdrátt í Sogamýri: Moska reyndist helmingi of lítil SOGAMÝRI Lóð ætluð Félagi múslima á Íslandi. DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest tveggja og hálfs árs fangelsis- dóm yfir Kristmundi Sigurðssyni fyrir fjölmörg brot, meðal annars ofbeldi og frelsissviptingu. Kristmundur, með tveimur öðrum, neyddi mann á sextugs- aldri til að millifæra rúmlega hundrað þúsund krónur af banka- reikningi. Honum eru líka gefin að sök fíkniefna- og umferðar- lagabrot. Sakaferill Kristmundar nær aftur til ársins 1976. Árið 1978 hlaut hann tólf ára fangelsis- dóm fyrir manndráp. - sh Refsing staðfest í Hæstarétti: Tvö og hálft ár fyrir ofbeldi Of hlýtt fyrir snjóframleiðslu Tæki til snjóframleiðslu eru tilbúin í Ártúnsbrekku en snjóframleiðsla hefur ekki verið sett af stað vegna hlýinda. Þetta kom fram á fundi stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Þar kom líka fram að gríðarlegt magn af snjó hafi verið á Bláfjallasvæðinu og moksturskostnaður yfir áætlun. Þá hefur veður ekki verið hagstætt til opnunar. Þann 12. mars síðastliðinn hafði verið opið í 45 daga í vetur. ALMENNINGSÍÞRÓTTIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.