Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.03.2012, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 31.03.2012, Qupperneq 6
31. mars 2012 LAUGARDAGUR6 KJÖRKASSINN Til sölu er vel stað sett hár snyrti stofa í 101 Reykja vík sem er í senn fal leg og vel búin, með vinnu að stöðu fyr ir 4–5 fagmenn. Stofan er í góð um rekstri, skuld laus og með mjög góða vöru sölu. Auk kjarna fastra við skipta vina stof- unn ar ligg ur hún mjög vel við gang andi um ferð, m.a. vaxandi um ferð erlendra ferða manna. Ef þú/þið hafi ð ver ið að velta fyr ir ykk ur eigin rekstri þá er þetta tæki fær ið. Áhuga sam ir vinsam leg ast send ið upp lýs ing ar á au glys ing1@gma il.com. Farið verður með allar fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Hársnyrtistofa – Nú er tæki fær ið! HEILBRIGÐISMÁL Persónuvernd úrskurðaði í gær að lýtalæknum í einkarekstri beri ekki skylda til að afhenda landlæknis embættinu persónuupplýsingar um þær konur sem fengið hafa sílíkonpúða í brjóst sín á margra ára tímabili. Ástæðan sé að það sé ekki ljóst til hvers landlæknir ætli sér að nota upplýsingarnar og að rík þagnar- skylda ríki um störf lýtalækna. Í úrskurði Persónuverndar segir að hver lýtalæknir sé ábyrgðar- aðili þeirra persónuupplýsinga sem hann skráir og varðveitir um þær konur sem hann hafi sett brjóstafyllingar í. Rík þagnar- skylda hvíli á lækninum og það sé alfarið á hans ábyrgð að gæta þess að þeim upplýsingum verði ekki miðlað til annarra nema skýr heimild sé til þess. Hvorki verði ráðið af fyrir- liggjandi gögnum, þeim sjónar- miðum sem landlæknir hafi sett fram, né gildandi lögum, að lýta- læknar megi miðla til land læknis persónuupplýsingum um allar þær konur sem hafi fengið brjósta- fyllingar hér á landi frá árinu 2000 til dagsins í dag. Landlæknir fór fram á að fá afhentar upplýsingar um konurnar eftir að PIP-málið svonefnda kom upp í lok síðasta árs. Það var gert í ljósi þess að embættið þyrfti á þeim upplýsingum að halda til að sinna lögbundinni eftirlitsskyldu sinni. Læknafélag Íslands bað um álit Persónuverndar í kjölfarið, sér í lagi vegna þess að hópur kvenna hafði farið fram á það að nöfn þeirra og auðkenni færu ekki á skrá hjá landlækni yfir þær konur sem höfðu farið í brjóstastækkun- araðgerð. sunna@frettabladid.is Upplýsingar um PIP verða ekki veittar Persónuvernd hefur úrskurðað að lýtalæknum beri ekki skylda til að afhenda landlækni persónuupplýsingar um allar þær konur sem hafa fengið sílíkonpúða í brjóst sín. Hópur kvenna ætlar að stefna ríkinu fyrir að sinna ekki eftirliti. SPRUNGINN PIP-PÚÐI ÚR BRJÓSTI ÍSLENSKRAR KONU Fjöldi kvenna hefur nú þegar gengist undir aðgerð á Landspítalanum til að láta fjarlægja sílíkonpúðana úr brjóstum sínum. Margir hverjir voru mjög illa farnir eins og sjá má. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Geir Gunnlaugsson landlæknir neitar því að embættið hafi brugðist eftirlitsskyldu sinni eftir árið 2006 þegar umræður um mögulega skaðsemi PIP-sílíkonpúða komu upp erlendis. Þetta segir hann í ljósi þess að ótilgreindur fjöldi þeirra íslensku kvenna sem fengu PIP- púða í brjóstin eftir árið 2006 hafi í hyggju að höfða skaðabótamál á hendur ríkinu fyrir að að bregðast eftirlitsskyldu sinni. Í tilkynningu frá Geir segir að embættinu hafi aldrei borist neinar upp- lýsingar frá eftirlitsaðilum í Evrópu um vandamál með PIP-brjóstapúða. „Aftur á móti liggur fyrir að einstaka læknar erlendis vöktu allt frá árinu 2006 athygli viðkomandi eftirlitsstofnana og fræðasamfélags lýtalækna á áhyggjum sínum af gæðum púðanna.“ Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður kvennanna, segir álit landlæknis ekki koma á óvart. „Þetta er allt spurning um hvort eftirlitsaðilar á Íslandi eigi að bera sig eftir upplýsingum eða hvort þær eigi bara að koma til þeirra,“ segir Saga. „Það er ekki hægt að skera úr um það hvort þeir hafi brugðist eftirlitsskyldu nema láta dómstóla skera úr um það svo það verður bara að láta á það reyna.“ Saga veit ekki hversu margar konur muni höfða mál á hendur ríkinu, en hún segir þær skipta tugum sem fengu púðana í sig á árunum 2005 til 2007. Hópur kvenna ætlar í mál við ríkið SAGA ÝRR JÓNSDÓTTIR GEIR GUNNLAUGSSON ALÞINGI Drög stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá verða ekki borin undir þjóðaratkvæði sam- hliða forsetakosningum í júní. Slíka kosningu þarf að samþykkja með þriggja mánaða fyrirvara og rann sá frestur út á miðnætti á fimmtudag. Stjórnarliðar saka sjálfstæðismenn um málþóf, en þeir brugðust ókvæða við slíkum ásökunum. Valgerður H. Bjarnadóttir, for- maður stjórnskipunar- og eftir- litsnefndar, segir að ákvörðun um framhaldið verði tekin eftir páska. „Á einhvern hátt, hver sem hann verður, munum við leita sam- ráðs við fólkið í landinu um gerð þessarar stjórnarskrár.“ Álfheiður Ingadóttir, varafor- maður nefndarinnar, segir enga uppgjöf í stjórnarmeirihlutanum. „Við lítum á að það sé skýr meiri- hlutavilji þingsins að leggja þessa tillögu stjórnlagaráðs í þjóðarat- kvæði og sérstök álitamál tengd stjórnarskránni, eins og kom fram í samþykkt Alþingis á sérstakri ályktun 22. febrúar.“ Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, segist ekki útiloka þjóðaratkvæða- greiðslu um stjórnarskrána. „Við teljum hins vegar að til að bera málið undir atkvæði þjóðar þurfi að vera um að ræða full- mótaðar tillögur sem Alþingi sé búið að vinna í og koma sér saman um og fá fræðilega aðstoð til greiningar. Að því loknu, þegar málið er farið að nálgast enda- punkt, er þjóðaratkvæðagreiðsla vissulega möguleiki í okkar huga.“ Birgir segir hins vegar óboð- legt að leggja í þjóðaratkvæði til- lögur sem vitað er að muni taka breytingum. Hann vill fara eftir ákvæðum núverandi stjórnar- skrár; þingið samþykki breytingar nú, og nýtt þing staðfesti þær eftir kosningar. Það megi gera með frestun gildistökuákvæða og bera fullunnið verk undir þjóðina. - kóp ANDAKTUGIR Birgir Ármannsson og Ásmundur Einar Daðason hlýða á umræður um stjórnarskrá. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Nefndarformaður segir ákvörðun tekna um framhaldið eftir páska: Stjórnarskrá fari í þjóðaratkvæði EFNAHAGSMÁL Hagstofa Íslands spáir 2,6 prósenta hagvexti á þessu ári, 2,5 prósentum á því næsta og svo um 2,8 prósentum árin eftir það. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri Þjóðhagsspá Hag stofunnar. Ný hagvaxtarspá er aðeins bjart- sýnni en spáin sem gefin var út í nóvember en þá spáði stofnunin 2,4 prósenta hagvexti á árinu. Aukin einkaneysla og fjárfesting knýr hagvöxtinn. Þannig spáir Hag- stofan að einkaneysla aukist um 3,1 prósent og fjárfesting um 10,5 prósent. Hins vegar verður lítils háttar samdráttur í samneyslu samkvæmt spánni. Spáin gerir ráð fyrir því að það hægist á vexti einkaneyslu eftir þetta ár, ekki síst þar sem kjara- samningsbundnar launahækkanir verða minni en síðustu misseri. Verðbólguspá Hagstofunnar hljóðar upp á 4,8 prósenta meðal- verðbólgu á þessu ári. Til saman- burðar spáði Seðlabankinn í febrúar 4,6 prósenta meðalverð- bólgu á árinu. Þá spáir Hagstofan 3,4 prósenta verðbólgu árið 2013 og 2,5 prósenta verðbólgu eftir það. Loks spáir Hagstofan að gengi krónunnar veikist um 2,7% á þessu ári, en haldist svo tiltölulega stöðugt. - mþl Hagstofa Íslands kynnti í gær nýja þjóðhagsspá fyrir árin 2012 til 2017: Hagstofan spáir 2,6% hagvexti FRAMKVÆMDIR Seinkanir á stóriðju- framkvæmdum eru meðal óvissuþátta í þjóðhagsspá. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FJÖLMIÐLAR Elín Hirst, höfundur bókarinnar Aldrei líta undan, er ósátt við að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suður nesjum, hafi í viðtali í Nýju lífi efast um frásögn Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur af kynferðis- ofbeldi föður hennar. Sigríður er mágkona Guðrúnar Ebbu. Elín hefur ritað Ögmundi Jónas syni innanríkisráðherra bréf og krefst þess að málið verði skoðað í ljósi stöðu Sigríðar. Ögmundur sagðist ekki þekkja málið nógu vel til að tjá sig. - sv Ögmundur tjáir sig ekki: Elín ósátt við viðtal í Nýju lífi Telur þú náttúru landsins í hættu vegna átroðnings ferða- manna? JÁ 56,9% NEI 43,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú hlynnt/ur því að gjald verði tekið upp á einhverjum ferðamannastöðum? Segðu þína skoðun á Vísir.is.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.