Fréttablaðið - 31.03.2012, Síða 18

Fréttablaðið - 31.03.2012, Síða 18
18 31. mars 2012 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Stjórnarflokkarnir hafa sagt að breyta þurfi stjórn-kerfi fiskveiða til þess að ná þremur markmiðum: Í fyrsta lagi að tryggja réttlæti. Í öðru lagi að gera auðlindina að þjóðareign. Í þriðja lagi að flytja arðinn til fólks- ins. Þetta eru allt göfug markmið. Þau vekja eðlilega nokkrar spurn- ingar: Hvað breytist í raun og veru? Hvernig verður réttlætið í saman- burði við óréttlætið sem sagt er að ríki. Hvernig finnur þjóðin að hún á meira í auðlindinni en áður? Hvað fá heimilin í sinn hlut sem þau njóta ekki í dag? Vegna þess að auðlindin er tak- mörkuð verður aldrei unnt að leyfa öllum að veiða sem vilja. Ríkisstjórnin telur hins vegar að því fleiri sem fá að veiða því meira verði rétt- lætið. Ef við föllumst á þetta þarf að svara því hversu mikil fjölgunin þarf að vera til að fullnægja réttlætinu. Þeirri spurningu er hins vegar ekki svarað í frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Næsta spurning er þá: Hvað kostar að ná réttlætinu fram með þessum hætti? Svarið við þeirri spurningu liggur í augum uppi. Með því að heildaraflinn er sá sami kemur minna í hlut hvers og eins. Ágóði einstakra fyrirtækja minnkar og tekjur hvers sjómanns lækka. Ekki er öldungis víst að allir sjái réttlætið í því. En svar ríkisstjórnarinnar er ein- falt: Laun sjómanna þurfa ekki að lækka í krónum talið. Það má leysa með því að lækka gengi krónunnar. Fjármunir verða þá fluttir frá heimilunum til sjávarútvegsfyrir- tækjanna. Kaupmáttur allra heimila í landinu rýrnar. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Réttlát þjóðareign með arði Með öðrum orðum: Kostnaðurinn við rétt-lætið er kaupmáttar-rýrnun heimilanna. Þetta er það sem forseti Alþýðu- sambandsins var í vikunni að brýna menn á að koma í veg fyrir. Hann skilur ekki réttlæti ríkis- stjórnarinnar. Ranglæti núverandi kerfis er að mati ríkisstjórnarinnar fólgið í því að hér veiða færri skip og færri sjómenn meiri afla en gengur og gerist meðal annarra þjóða. Afleiðingin af því eru hærri tekjur hvers sjómanns og meiri arður fyrir hverja útgerð. Þetta stuðlar að hærra gengi krónunnar en ella og hjálpar þannig til við að halda uppi kaupmætti heimilanna. Enn er ekki ljóst hversu langt ríkisstjórnin ætlar að ganga í því að auka réttlætið með því að fjölga veiðiskipum og sjó mönnum. Fjölgi þeim um fjórðung er það samt svo að meira en 99 prósent landsmanna munu ekki finna beint fyrir auknu réttlæti nema í kjara- rýrnun. Þá er það spurning hverju skil- greining í lögum um þjóðareign breytir út frá réttlætissjónar- miði. Með því að sams konar skil- greining er í lögum og hefur verið í áratugi verður ekki séð að heimilin finni beint fyrir því ákvæði. Næst er þá spurningin hvernig úthlutunarpottar og tímatak- mörk á veiðileyfum snerta 99 prósentin sem ekki fá ný störf við breytinguna. Því er fljótsvarað: Sá hluti þjóðarinnar finnur ekki fyrir neinni breytingu og fær ekkert í sinn hlut sem skilgreindur eigandi auðlindarinnar. Þegar öllu er á botninn hvolft nær réttlætið aðeins til þeirra sem fá nýjar veiðiheimildir og ný störf. Segja má að sérhagsmunir þeirra fáu séu réttlætið sem ríkisstjórnin er að berjast fyrir. Kostnaðurinn við réttlætið Þá er spurning hvort sú staðhæfing er rétt að stóraukin skattheimta sem Alþingi sér síðan um að dreifa út á ný skapi það almenna réttlæti sem allir þrá? Að hluta til svara lögmál hag- fræðinnar þessari spurningu en að öðrum hluta ræður ólíkt til- finningamat. Fyrst er á það að líta að óhag- kvæmara stjórnkerfi dregur úr arðsemi og minnkar skatt- stofninn. Eins og áform ríkis- stjórnarinnar eru nú á að taka að meðaltali nær allan hagnað fyrir- tækjanna í ríkissjóð miðað við núverandi hagkvæmni. Það segir sig sjálft að fá þeirra munu starfa áfram eftir það. Þess vegna mun ríkisstjórnin gefa eftir og lækka skatthlutfallið. En réttlætið ætti þá eftir kenningunni að minnka í sama hlutfalli. Sú eftirgjöf mun fækka þeim fyrirtækjum sem leggja upp laupana. Eigi að síður mun ráðagerðin draga mjög þrótt úr atvinnugreininni. Hvaða svar á ríkisstjórnin þegar stór hluti fyrir tækjanna sýnir halla á rekstri? Hún lætur þau ekki fara á hausinn. Gengi krónunnar verður lækkað þannig að verst reknu fyrirtækin komist á núll- punktinn. Þetta þýðir að færa þarf peninga frá heimilunum til sjávar- útvegsfyrirtækjanna ofan á það sem gera þarf vegna neikvæðra áhrifa af skipulags breytingunum. Þannig munu skattpeningarnir sem ríkisstjórnin ætlar að endur- úthluta til heimila og sveitar- stjórna hverfa í viðvarandi gengis- lækkunum. Réttlætið í þessu minnir á hundinn þegar hann bítur í rófuna á sér. Fæst réttlæti með hærri skatti? L ítil innistæða er fyrir kveinstöfum og óbótaskömmum stjórnarmeirihlutans á Alþingi vegna þess að hann brann inni með tillögu sína um þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnar skrá samhliða forsetakosningunum í sumar. Um þessi málalok getur stjórnarmeirihlutinn kennt sjálfum sér og engum öðrum. Stjórnskipunar- og eftir- litsnefnd þingsins hafði til- lögu stjórnlagaráðs að breyttri stjórnarskrá til umfjöllunar í fimm mánuði. Í stað þess að fara efnislega ofan í saumana á málinu, leita umsagna sér- fræðinga, skýra óskýrt orðalag, lagfæra misræmi í ákvæðum – með öðrum orðum gera það sem þingnefnd á að gera við þingmál – skilaði meirihluti nefndarinnar af sér ómerkilegri og illa unninni þingsályktunartillögu um að þjóðin yrði spurð álits á tillögu stjórn- lagaráðs. Tillagan kom fram í síðustu viku, nokkrum dögum áður en frestur til að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu í júnílok rann út. Þar var gengið út frá því að fólk tæki afstöðu til plaggs sem yrði svo breytt síðar. Enn fremur átti að leita leiðsagnar þjóðarinnar um fimm álitamál tengd stjórnarskrá. Greinargerðin sem þessari tillögu fylgdi, eftir fimm mánaða „þrotlausa“ vinnu, var minna en hálf blaðsíða sem gefur kannski til kynna hvaða hugsun var lögð í málið. Þar var engan rökstuðning að finna fyrir því hvers vegna spurt var um þessi fimm álitaefni en ekki önnur, til dæmis um forsetaembættið. Engin rök voru heldur færð fram fyrir því hvers vegna spurningarnar skyldu orðaðar eins og raun bar vitni eða hvaða gildi svör við þeim myndu hafa í raun. Eftir að hafa farið yfir þingsályktunartillöguna með lands- kjörstjórn og nokkrum sérfræðingum á sviði lögfræði og stjórn- málafræði, sem fundu spurningunum býsna margt til foráttu, lagði meirihlutinn fram tillögur um veigamiklar breytingar á fjórum spurningum af sex. Engar spurningar bættust við og enginn frekari rökstuðningur kom fram. Þetta gerðist daginn áður en fresturinn til að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu rann út. Það liggur svo fullkomlega í augum uppi að málið var van- reifað og óklárað af hálfu Alþingis að það er mikil blessun, en alls ekki bölvun, að þjóðin skuli ekki verða spurð álits á tillögum um breytingar á stjórnarskrá samhliða forsetakosningunum. Eftir sem áður er full ástæða til að klára heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Og þjóðin á að sjálfsögðu að fá að segja sitt álit á tillögu um breytta stjórnarskrá. Nú gefst Alþingi færi á að vinna vinnuna sína og vanda til verka. Þingið þarf að taka efnis- lega afstöðu til þeirra tillagna sem fyrir liggja, tryggja að ákvæði stjórnarskrár séu skýr og ákveðin en ekki galopin fyrir túlkun og ekki innri mótsagnir í grundvallarplaggi stjórnskipunarinnar. Um tillögur sem uppfylla þessi skilyrði þarf síðan að leitast við að ná eins breiðri samstöðu á þingi og hægt er. Að þessari vinnu lokinni er tímabært að leggja tillögur fyrir þjóðina, en ekki fyrr. Frestun þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá er blessun, ekki bölvun: Alþingi þarf að vanda sig Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.