Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.03.2012, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 31.03.2012, Qupperneq 22
22 31. mars 2012 LAUGARDAGUR Í ljósi umræðu að undanförnu eru hér settar fram upplýsingar um lífríki og möguleg áhrif fyrir- hugaðra virkjana í Þjórsá. Veiðimálastofnun er óháð rann- sókna- og ráðgjafastofnun. Rann- sóknarsviðið er lífríki í vatni, veiðinýting, fiskrækt og fiskeldi. Stofnunin vinnur fyrir marga aðila er nýta auðlindir vatns. Veiðimála- stofnun sinnir ekki stjórnsýslu og því leyfir hún ekkert né bannar. Fyrir mat á áhrifum á umhverfi vegna virkjana í neðri Þjórsá vann Veiðimálastofnun viðamikla rann- sóknavinnu fyrir Landsvirkjun. Niðurstöður þessara rannsókna voru nýttar ásamt öðrum upp- lýsingum þegar umhverfisáhrif voru metin. Virkjanirnar voru leyfðar með skilyrðum árið 2003. Hvað vatna- lífríki varðar voru sett skilyrði að greið leið yrði fyrir fisk upp ána og að fiskvegir væru byggðir yfir alla stíflugarða, lágmarksvatn yrði alltaf á farvegum neðan við stíflur svo að vatnalíf þrifist þar og að fært yrði fyrir fisk. Þá voru sett skilyrði um að búnaður væri settur í stíflu Urriðafossvirkjunar til að seiði kæmust þar ósködduð niður ána og til sjávar. Í rannsóknunum var lífríki Þjórsár kortlagt og metin áhrif fyrirhugaðra virkjana og bent á mögulegar mótvægisaðgerðir. Megi n niðurstöður ra n n- sóknanna voru að í Þjórsá er ríku- legt lífríki. Víða eru góð búsvæði fyrir laxfiskaseiði og talsvert upp- eldi lax og urriða er í Þjórsá og í Kálfá. Ofan við fossinn Búða er vaxandi uppeldi laxa en fiskvegur var byggður þar árið 1991. Sam- kvæmt laxveiðitölum hefur lax- gengd farið vaxandi og var meðal- veiði áranna 2006-2010, 5.365 laxar og 844 urriðar. Meira en 95% aflans er netaveiði. Laxastofn Þjórsár er stór á landsvísu. Þegar hafa komið út 23 skýrslur, alls 865 blaðsíður, um rannsóknir á lífríki Þjórsár sjá www.veidimal.is Þegar meta á hugsanleg áhrif fyrirhugaðra virkjana í Þjórsá verður að líta til þess að Þjórsá er mikið breytt af mannavöldum. Fimm virkjunum þar fylgja mörg miðlunarlón og veitur. Þetta hefur gerbreytt eiginleikum árinnar. Rennsli er mun stöðugra og jökul- svifaur minni. Þetta hefur bætt skilyrði fyrir flestar lífverur í ánni og birtist meðal annars í meiri laxaframleiðslu og laxveiði. Með fiskvegi við fossinn Búða tvö- földuðust búsvæði fyrir lax. Lax er enn að nema þar land og á því lax- gengd í Þjórsá enn eftir að aukast. Fyrirhugaðar virkjanir í neðri Þjórsá eru þrjár. Sú efsta er Hvammsvirkjun, sú næsta er Holtavirkjun, báðar ofan við náttúru legt fiskgengt svæði Þjórs- ár. Sú neðsta er Urriðafossvirkjun. Árvatn Þjórsár er súrefnisríkt og engar líkur á að lífríki árinn- ar skaðist vegna þess né held- ur mun frumframleiðni minnka í ánni eins og haldið hefur verið fram. Möguleg stærð laxastofns- ins í Þjórsá mun minnka vegna tapaðra búsvæða sem fara undir lón. Á móti kemur að landnám lax ofan við fossinn Búða á enn eftir að aukast. Án mótvægisaðgerða (fiskvega) myndu virkjanirnar loka aðgengi að bú svæðum ofan þeirra. Gert er ráð fyrir fisk- vegum fram hjá öllum stíflum. Þessu til viðbótar er gert ráð fyrir svo kallaðri seiðafleytu við Urriðafoss virkjun. Slíkar fleytur byggja á því að laxfiskar á leið til sjávar nýta sér yfirborðsstraum og fylgja honum niður ár og leitast við að fara yfir hindranir. Ef aðgerðir til að tryggja göngur fiska upp og niður virka sem skyldi mun áfram verða sterkur laxastofn í Þjórsá. Afar ólíklegt er að hann hverfi eins og haldið hefur verið fram. Vissulega er áhætta fólgin í öllum inngripum í náttúruna. Hvernig gera á fiskvegi til að koma fiski yfir hindranir er vel þekkt hér á landi. Þar er áhætta því ekki mikil. Reynsla er lítil á búnaði til að koma seiðum niður ár. Mikil þróunar- vinna hefur verið unnin erlendis í slíku og þar hafa menn náð góðum árangri, t.d. í Columbia-fljótinu í Bandaríkjunum. Sú reynsla verður nýtt í Urriðafossvirkjun. Seiði geta farið í gegnum hverfla virkjana og er vel þekkt hve mikil afföll fylgja því. Í Þjórsá hefur verið reiknað hver afföllin væru ef svo illa færi að seiði færu þá leið niður ána. Þær tölur benda til að afföll séu ekki mikil í hverri virkjun. Meiri hætta fylgir því ef seiði verða innlyksa í inntaks- lónum virkjana. Þau viðhalda sjó- þroska einungis í nokkrar vikur og ef þau komast ekki til sjávar á þeim tíma eiga þau takmarkaða lífsmöguleika. Landsvirkjun hyggst fyrst reisa efstu virkjunina í Þjórsá, Hvammsvirkjun, og síðan halda niður ána og síðast yrði Urr- iðafossvirkjun reist. Það gefur því ágæta möguleika á að prófa lausnir til að koma fiski lifandi upp og niður Hvammsvirkjun og láta þær sanna gildi sitt. Að því fengnu ætti áhættan að vera minni þegar kemur að byggingu Urriða- fossvirkjunar. Ef illa tekst til með Hvammsvirkjun er hægt að bíða með frekari virkjanir í Þjórsá uns viðunandi árangur næst. Vatnsaflsvirkjunum fylgja oft breytingar á vatnalífi. Hlutverk Veiðimálastofnunar er meðal annars að meta á faglegan hátt með rannsóknum umfang slíkra breytinga, benda á leiðir til að draga úr neikvæðum áhrifum og á mögulegar mótvægisaðgerðir. Á þann hátt mun Veiðimálastofnun vinna hér eftir sem hingað til. Virkjanir í neðri Þjórsá Á hverju sumri eru 70 þúsund hross og 1.350.000 fjár að elta uppi tætingslegar gróður- leifar landsins allt sumarið án nokkurrar ábyrgðar eigenda þeirra. Landgræðslustjóri segir að til séu engin lög í landinu sem virki þannig að þau heimili henni að grípa til neyðarúrræða vegna ofbeitar eða landníðslu. Bændur hafi allt forræði og eignarhald á nýtingu lands, hvort sem það séu þjóðlendur eða ekki. Er þetta ekki það fyrsta sem þarf að leiðrétta í gömlum og úrsér- gengnum lögum? Þó er brýnast af öllu að setja lög um það, að starfsstétt sem byggir afkomu sína á ræktun búfjár hafi sínar skepnur á sínu eigin landi en ekki annarra. Við skattgreiðendur greiðum sauðfjárbændum rúma fjóra milljarða á ári fyrir að fram- leiða þessar skepnur, helmingi fleiri en þörf er á. Þessar greiðslur eru auðvitað fram- leiðsluhvetjandi, því fleiri kindur, því meiri peninga. Þetta er grátbrosleg aulastefna, því jafnfamt hefur verið reynt með hikandi hendi að fá eitthvað af öllum þessum fjárbændum með alla þessa offramleiðslu til að snúa sér að einhverju öðru. Má þar nefna vinnu við upp- græðslu lands o.fl. og lofað stuðningi við breytingar á rekstri fjárbúa en fengið nánast engar undirtektir. Jafnvel þó sumir af þessum bændum eigi ekki einu sinni land fyrir þessar skepnur sínar, en láti þær bara ganga á annarra manna löndum öllum til mikils ama. Slíkt órétt- læti er ekki hægt að koma í veg fyrir á meðan löngu úrelt rán- yrkja með lausagöngu búfjár er ennþá við lýði. Allir aðrir lands- menn verða að girða sig af frá sauðkindinni, í stað þess að girða hana af. Við megum líka þola það að þegar við förum um landið í sumarfríinu okkar þá erum við oft á niðurnöguðum blóm- lausum beitilöndum, nema á fáeinum uppgræddum og afgirtum svæðum og girðinga- vír okkur til yndisauka með- fram öllum vegum. Landgræðsl- an var stofnuð af Alþingi fyrir rúmum 100 árum til að græða upp stórskemmda landið okkar. Hún hefur fengið milljarða frá ríkinu en nær varla að halda í við skemmdirnar vegna of- beitarinnar. Eigum við að halda svona áfram næstu hundrað árin bara svo að þeir sem sitja á þingi þurfi ekki að óttast um atkvæðin sín frá bændum ef stuggað væri við þessum for- réttindum þeirra. Hvað annað gæti komið í veg fyrir þessar nauðsynlegu breytingar, land- inu og ríkissjóði til góðs? Svar óskast! Ofnýtt land Orkumál Sigurður Guðjónsson forstjóri Veiðimálastofnunar Landbúnaður Herdís Þorvaldsdóttir leikkona og fv. formaður Lífs og lands Við skattgreið- endur greiðum sauðfjárbændum rúma fjóra milljarða á ári fyrir að framleiða þessar skepnur, helmingi fleiri en þörf er á. Lífeyrissparnaður með trausta og góða ávöxtun Landsbankinn býður ölbreyttar leiðir í lífeyrissparnaði og er traustur bakhjarl. Íslenski lífeyrissjóðurinn og Lífeyrisbók Landsbankans hafa skilað góðri ávöxtun undanfarin þrjú ár.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.