Fréttablaðið - 31.03.2012, Page 32

Fréttablaðið - 31.03.2012, Page 32
32 31. mars 2012 LAUGARDAGUR Hinn ágæti jarðvegsfræðingur, Ólafur Arnalds, skrifar grein í Fréttablaðið 2. mars, þar sem hann finnur hugmyndinni um sölu á raforku til Evrópu flest til for- áttu. Því miður eru slæmar villur, jafnvel öfugmæli í flestum tölu- liðum í greininni. Það er reyndar ekki skrítið þó leikmönnum skriki fótur því umræðan um orkumál er almennt mjög ómarkviss og lítt upplýsandi og engar tæknilegar forsendur liggja fyrir um þetta tiltekna mál. Ég ætla því að nýta tækifærið til að leiðrétta misskiln- ing sem er í gangi um þessi mál með beinni tilvísun í töluliði Ólafs. 1. Með orkusölu um sæstreng verður Ísland eins og nýlenda. Nei, með sæstreng er flutt út fullunnin vara á margföldu kostnaðarverði af okkur og á okkar forsendum. Nær væri að kalla álverin nýlenduherra því þau borga einungis kostnaðar- verð fyrir raforkuna, langt undir markaðsverði í Evrópu. 2. Raforkuverð til almennings mun margfaldast. Þetta er rétt, en íslenskur al menningur mun í framtíðinni aðeins nota um 5% heildarraforkunnar (1/20). Almenningur fær því hverja krónu sem hann greiðir auka- lega vegna hærra verðs allt að 20 falda til baka, þ.e.a.s. ef orkuauðlindirnar verða í almennings eign, öfugt við t.d. sjávarauðlindina í dag. Það yrði stórkostlegur lífskjarabati að fá að borga t.d. hálfa milljón auka- lega fyrir orkuna en fá þá jafn- framt 5 til 10 milljónir til baka frá „nýlenduherrunum“, t.d. í formi lægri tekju- og virðis- aukaskatts. 3. Orkutap um sæstrengi er of mikið. Tap við orkuflutning yfir hafið verður líklega 5 til 10%. Stærsti hluti orkunnar sem fluttur yrði út er hinsvegar umframorka sem annars rynni framhjá virkjunum hér á landi í flóðum og í góðum vatns árum. Þar sem raforku markaðurinn hér á landi er takmarkaður að stærð og engin tiltæk varaorka er framleiðslugetan miðuð við þurrustu vatnsárin. Í um níu af hverjum tíu árum er því til umframorka sem hægt er að nýta með því að tengjast raf- orkukerfum sem reiða sig ekki að öllu leyti á jarðgufu eða vatnsafl. Orkutap við flutning um sæstreng er miklu minna en sú umframorka sem vinnst með betri nýtingu kerfisins hér á landi. Þannig myndi t.d. mann- gerði fossinn mikli í Hafrahvam- magljúfri, sem myndast öll haust þegar Hálslón fyllist, nær hverfa og sú „orkusóun“ í staðinn nýtast í að lýsa upp stræti Evrópu. Þessi aukna nýting vatnsins í Háls- lóni myndi auk þess hjálpa mjög til við að gera Jökulsá á Dal að einni stærstu og bestu laxveiðiá landsins. 4. Orka til útflutnings um streng er ekki til. Það er miklu meiri vatnsorka til en gert er ráð fyrir í t.d. Rammaáætlun. Fjöl margar endurbætur og viðbætur við núverandi kerfi eru ekki inni í neinum áætlunum, auk fjölda umhverfisvænna virkjanakosta sem enn hafa ekki verið skoðaðir, en verða hagkvæmir við hærra orkuverð. Þá mun sveigjan- leiki útflutningsins valda því að núverandi kerfi getur framleitt mun meiri orku en það gerir nú inn á lokað takmarkað kerfi. Ef þetta dugar ekki, þá getum við eftir um 20 ár byrjað að loka einhverjum álverunum, þ.e.a.s. ef þau geta þá ekki geta borgað samkeppnishæft orkuverð. Ég held reyndar að sæstrengurinn muni valda því að raforkuverð álveranna margfaldist á næstu 20 til 40 árum, eftir að núverandi samningar renna út. 5. Þurfum að eiga til orku fyrir samgöngur og skipastól. Sjálf- sagt er að eiga orku til þessa en þetta er mjög lítill hluti vatns- orkunnar og sæstrengur breytir þar engu um. 6. Nýta orkuna frekar hér á landi. Með lagningu sæstrengs yrði strax til mikil viðbótarorka og þar að auki yrði raf magnið senni- lega að mestu flutt út á daginn þegar þörfin er mest og orku- verðið margfalt hærra en um nætur, þegar jafnvel væri hag- stætt að flytja inn rafmagn til Íslands. Nefna má að í mörgum árum flytja Norðmenn inn meiri raforku en þeir flytja út, en verðmunurinn er margfaldur. Í Evrópu er raforka að mestu framleidd með kjarnorku, kola og olíustöðum, auk vindmylla. Engin þessara orkuvera geta aukið eða minnkað framleiðslu sína eftir þörfum markaðarins. Því er sveiflum, t.d. milli dags og nætur, mætt með því að byggja dæluvirkjanir (e. pum- ped storage) sem framleiða raf- magn á daginn en nota rafmagn til að dæla vatni upp í lón á nótt- unni. Þarna er tapið a.m.k. 20%, þ.e.a.s virkjanirnar skila 20% minni raforku en þær nota. Íslensku vatnsaflsvirkjanirn- ar gætu hugsanlega komið í stað þessara „orkueyðingarstöðva“ í Evrópu. Eingöngu þarf þá að auka uppsett afl í núverandi virkjunum hér, en það er í flestum tilfellum mun ódýrara á hverja afleiningu (MW) en að byggja dælustöðvar í Evrópu. Aukið uppsett afl, sem hefur hverfandi umhverfisáhrif, myndi auk þess stórauka umfram- orkuna með því að gera kleift að nýta enn meira af því vatni sem nú rennur framhjá. Strengur með flutningsgetu upp á 500 til 1.000 MW hefur því líklegast óveruleg áhrif á mögulega framleiðslu til annarra nota, verði afl núverandi virkjana jafnframt aukið. Í Noregi er að jafnaði flutt út minna en 10% af þeirri orku sem hægt væri að flytja um strengina þaðan. Ólafur nefnir réttilega að íslenska vatnsorkan sé ekki stór hluti raforkuþarfar Evrópu, en allir hlutir samanstanda af mörgum smáum. Allir jarðarbúar verða að leggja sitt lóð á vogar skálarnar, sérstaklega þegar það er þeim líka hagstætt efnahagslega, og bætir nýtingu takmarkaðra endurnýjan- legra orkulinda heimsins. Auðvitað kunna að vera ann- markar á útflutningi um sæstreng, tæknilega, stofn kostnaður mikill, rekstur ó tryggur og orkuverð óvissu háð. Það eru hins vegar líklega svo miklir hagsmunir fólgnir í þessum möguleikum fyrir almenning að rétt og skylt er að kanna þetta mjög vel. Þegar niðurstaða liggur fyrir tökum við ákvörðun út frá réttum for- sendum. Það sem gerir þetta fyrst og fremst áhugavert er hið sérstaka eðli íslenska raforku- kerfisins sem myndi hafa mikil jákvæð samlegðaráhrif, yrði það tengt við hið gjörólíka kerfi Evrópu. Þetta virðist Ólafur, eins og svo margir aðrir, því miður ekki hafa áttað sig á, enda liggja nær engar upplýsingar um þetta fyrir. Það er allt í lagi að láta sig dreyma stóra drauma um fram- tíðina, þó allir draumar rætist ekki, annars værum við sennilega enn á steinöld. Ég hef heyrt fólk sem er eldra en ég segja frá þeim tíma þegar a.m.k. fjórir menn voru öruggir fastagestir á alla tónleika í klassíska geiranum. Þeir voru gagnrýnendur fyrir blöðin fjögur. Fólk í ýmsum menningargeirum talar um það hvernig það var mun meiri umræða um menningu og listir í aðalfjölmiðlunum áður fyrr. Sjálfan rámar mig í fylgirit með blöðum sem fjölluðu af því- líkri dýpt um menningarmál að ég þurfti sem unglingur að klífa langt upp í hillu að ná í orðabók til þess að skilja hvað var sagt. Nú er öldin önnur og menn- ingarumfjöllun er eins og fjögra blaða smárar innan um fréttir af nýjasta kynlífsmyndbandinu sem fannst með hinum og þessum nafntoguðu einstaklingum. Það er samt ekki laust við að smárarnir séu heldur fölleitir núorðið. Mega þeir muna fífil sinn fegri eða er það bara ímyndun einhvers sem er ekki nógu gamall til að muna? Þá sjaldan að eitt af þeim síðustu stráum sem eftir standa af tónlist- arrýni birtast á síðum blaðanna eða heyrast í útvarpi veltir maður því fyrir sér hvort það væri ekki alveg eins gott að sleppa þeim, hvort þeir geri nokkuð fyrir menn- inguna yfir höfuð? Ítalska tónskáldið Luciano Berio lét eitt sinn hafa eftir sér að það sem hann vildi helst að Ítalir flyttu út væri tónlistargagnrýni. Sú staða sem hann tók eftir að gagnrýnendur víða lentu í virtist vera svo óbærileg að hún hlyti að leiða af sér mannvonsku. Það er eitthvað óeðlilegt við að það eina sem felst í starfslýsingu einhvers sé að segja hvað honum finnst um samtímalistamenn. Því að til að krítík sé einhvers virði þarf hún að spretta upp úr virðingu fyrir viðfangsefninu. Ef ég missi af tónleikum er gaman að heyra frá öðrum hvað þar fór fram, finna einhvern þef af því. Auðvitað er ekki slæmt ef góður penni getur komið slíkri upplifun vel í orð sem gerist á tónleikum. Það sem gagn- rýnandinn bætir ofan á er „sér- þekking“. Hann reynir að búa til eitthvað sem sumir myndu kalla „kenninga ramma“ og nefna ein- hver nöfn eða gefa sér tækni- legar forsendur fyrir því sem við komandi er að segja. Þetta er allt gott og blessað nema þegar þessi sérþekking er bara hreinlega ekki fyrir hendi og gagn rýnandi hendir fram full- yrðingum um eitthvað sem er utan sér þekkingar viðkomandi, viðurkennir ekki fáfræði sína á ákveðnu sviði og hreinlega bara lýgur tilviljanakennt. En stundum er ekkert eftir nema „mér finnst“ og „mér fannst“ en af hverju þarf sérstaka stétt manna til að sjá um það að finnast eitthvað? Eru ekki allir jafn góðir í því? Það að lýsa tónlist getur verið eins og að lýsa litum fyrir blindum manni. Þegar samtímatónlist er annars vegar er það jafn- vel erfiðara. Þó ég lifi og dvelji í samtímatónlist eru straumar og stefnur svo óteljandi að það er ómögulegt að nokkur maður geti haft þá yfirburða þekkingu á allri samtímatónlist að hann geti sest í einhvers konar dómarasæti. Það er ekki bara að tónlistar- gagnrýnendur á Íslandi þekki lítið af tónlist eftir 19. öldina heldur er sú hugmynd sem þeir hafa um sjálfa sig ennþá á 19. öldinni. Eins og allir sitji við sama borð og einn fagmaður geti lýst leiknum og leikið einhvers konar dómara. Sú hugmynd er orðin ósköp þreytt og eftir því þreytandi. Auðvitað kunna að vera annmarkar á útflutningi um sæstreng, tæknilega, stofnkostnaður mikill, rekstur ótryggur og orkuerð óvissu háð. Það eru hins vegar líklega svo miklir hagsmunir fólgnir í þessum möguleikum... Það er eitthvað óeðlilegt við að það eina sem felst í starfs- lýsingu einhvers sé að segja hvað honum finnst um samtímalistamenn. Draumurinn um raforkusölu til Evrópu Á Akranesi er varðveitt eina skipið úr þilskipastóli Íslend- inga frá fyrri tíð. Þetta er Kútter Sigurfari, en þessi gamla skúta og háu möstrin hennar, sem ber við himin á Safnasvæðinu á Akranesi, er fyrir löngu orðin eitt helsta tákn bæjarins. Hin 127 ára saga kúttersins er merkileg og við- burðarík og víða bar hann hrausta og sæbarða skútukarla með salt og hrím í skeggi og björg að landi, uns hann loks lagðist varanlega í höfn þegar hann var fluttur á Safna- svæðið á Akranesi árið 1975. Og þar er sá gamli enn, almenningi til skoðunar og skemmtunar og menntunar; einstakur og ómetan- legur þáttur í varðveislu og miðlun fróðleiks um atvinnusögu og menningu íslenskrar þjóðar. Þegar líða tók að 120. ári kútt- ersins fór að bera á umtalsverð- um skemmdum á skipinu, enda hafði það þá lengi staðið óvarið gegn óblíðu íslensku veðri og engin efni eða olíur virtust ná að verja það frosti og snjó, vatni og vindum. Gerðar hafa verið sér- stakar skoðanir á ástandi skipsins og allar segja þær sömu sögu. Að óbreyttu, og raunar mjög fljótlega, verður kútterinn orðinn ónýtur, eða a.m.k. svo illa farinn að hætta getur skapast af honum fyrir börn og fullorðna og því er óhjákvæmi- legt að fjarlægja skipið af Safna- svæðinu á næstu misserum ef ekkert verður að gert. Þann 16. janúar 2007 var undir- ritaður samningur menntamála- ráðuneytisins og Akraneskaup- staðar um endurgerð Kútters Sigurfara og var með þeim samn- ingi að því stefnt að koma skipinu í sjófært ástand. Hófst þá frekari undirbúningur þessa verkefnis, en þó var ljóst að þessi fjárhæð myndi hvergi nærri duga til að klára það og því þurfti að tryggja frekari fjárframlög. Nánari skoðun á skipinu leiddi svo í ljós að ástandi þess hafði hrakað hraðar en áður hafði verið talið; skemmdir á því voru mun meiri og kostnaður við endurgerð því talsvert meiri en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Áföll í efnahag þjóðarinnar síðustu ár hafa svo endanlega koll- varpað fyrri hugmyndum um upp- byggingu og endurgerð Kútters Sigurfara í þeirri mynd sem lagt var upp með. Forsendur fyrir fjár- hagslegri aðkomu annarra aðila, sjóða og fyrirtækja hafa enn fremur mikið veikst eða brostið. Enn hefur ekki náðst niðurstaða um hvert framhaldið á að verða og á meðan versnar ástand kúttersins. Starfshópur, sem skipaður var af eigendum kúttersins (Akranes- kaupstaður 90% og Hvalfjarðar- sveit 10%) í febrúar árið 2010 og í sátu einstaklingar sem hafa sér- þekkingu á þessu sviði, komst að þeirri niðurstöðu að bráðnauðsyn- legt og brýnt væri að koma skipinu í skjól til að verja það frekari skemmdum. Hópurinn leggur til að byggt verði yfir kútterinn en að því loknu megi taka langan tíma að vinna að endurbótum hans. Slík endursmíði yrði í raun mjög áhugaverð og fróðleg og aðdráttar- afl í sjálfu sér fyrir almenning og ferðafólk að fylgjast með og jafn- vel taka þátt í. Þær tillögur sem nú er unnið eftir miða þess vegna að því að koma skipinu í skjól og hefja að því loknu endurbætur og við gerðir á því. Hugað yrði að öðrum verk- efnum samhliða þessu og má nefna sem möguleika í því sambandi sýningu og fræðslu eða nokkurs konar safn um sögu Kútters Sigur- fara og skútuöldina. Það er þó ljóst að ekki verður hafist handa við þetta verkefni án aðkomu og þátt- töku ríkisins. Verkefnið er einfald- lega stærra en svo að eigendur skipsins ráði við það einir. Tími til að taka ákvarðanir um framtíð Kútters Sigurfara er knappur því að hann er að grotna hratt niður. Valið stendur á milli þess að hefja, helst strax á þessu ári, framkvæmdir sem miða að því að koma skipinu í skjól eða að taka ákvörðun um að hluta skipið niður og fjarlægja af Safnasvæðinu og/ eða líta svo á að skipið sé ónýtt og farga því. Hér þarf að vinna hratt og því er mikilvægt að allir sem að málinu koma séu meðvitaðir um stöðu þess og þá ekki síst íbúar á Akranesi, sem mega ekki til þess hugsa að Kútter Sigurfari hverfi af sjónarsviðinu. Ég vil því að lokum skora á mennta- og menningarmálaráðu- neytið og alla þá sem áhuga hafa á varðveislu og miðlun íslenskrar atvinnu- og menningarsögu, við- haldi gamalla tréskipa og gamals verklags við smíði þeirra og skilja mikilvægi alls þessa fyrir sjálfs- mynd þjóðarinnar að koma nú skjótt og rösklega að því með eigendum Kútters Sigurfara að forða því menningarslysi að hann ónýtist í höndunum á okkur. Þjóðarskútan Kútter Sigurfari í kröppum sjó Að fjalla um tónlist Orkumál Þorbergur Steinn Leifsson verkfræðingur Menning Guðmundur Steinn Gunnarsson tónskáld Tími til að taka ákvarðanir um framtíð Kútters Sigurfara er knappur því að hann er að grotna hratt niður. Valið stendur á milli þess að hefja, helst strax á þessu ári, fram- kvæmdir sem miða að því að koma skipinu í skjól eða að taka ákvörðun um að hluta skipið niður... Menning Árni Múli Jónasson bæjarstjóri á Akranesi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.