Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.03.2012, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 31.03.2012, Qupperneq 42
31. mars 2012 LAUGARDAGUR42 S alvar bóndi í Vigur er mættur á bryggjuna og bæjarhrafninn situr álengdar. Teistan leik- ur við landsteinana, fyrst vorboða og veiði- hugur gerir vart við sig hjá sumum ferðafélögum. „Það væri hægt að ná fimm í einu skoti,“ segir einn. „Teistan er alfriðaður fugl í Vigur. Hún er aldrei veidd hér,“ segir Björn Böðvarsson fararstjóri ákveð- inn. Sumir hrista höfuðið. Vigur hefur verið byggð frá land- námi. Þó minjar um þá búsetu séu ekki sjáanlegar þá er fortíðinni mik- ill sómi sýndur af núverandi eig- endum með varðveislu bygginga og muna, miðlun sögulegs fróðleiks til ferðamanna og íslenskri gestrisni. Vigur hefur verið í eigu sömu ættar frá 1880 og íbúðarhúsið er byggt 1884. Þar býr Salvar Böðv- arsson nú og hefur verið mest einn í vetur meðan frúin er í námi. Fjár- og kúabúskapur hefur verið lagður niður í eyjunni, nema hvað fáeinar kindur eru eftir. Þær sjást þó ekki þennan daginn, Salvar segir þær uppteknar af gróðurnálinni sem komin er í kringum lundaholurnar nyrst á eyjunni. Björn fararstjóri er bróðir hans og var bóndi í Vigur í 20 ár en flutti til Ísafjarðar fyrir átta árum. Hann viðurkennir að hafa saknað eyjarinnar mjög fyrst eftir flutningana, sérstaklega á vorin en hann hafi meðal annars flutt til að koma börnum sínum í skóla. Sjálfur hafi hann verið í heimavistarskóla á Reykjanesi, farið þangað fyrst átta ára, bæði vor og haust, hálfan mánuð í hvort skipti. Sjórinn verður svartur Selum hefur fjölgað við Vigur síð- ustu ár að sögn Björns og lundan- um líka. Hvort tveggja er augna- yndi fyrir ferðamenn og kemur sér vel fyrir Vigurbúskapinn sem nú snýst mest um ferðaþjónustu og hlunnindi. „Þegar lundinn kemur svona um miðjan apríl þá verð- ur sjórinn kringum eyjuna bara svartur, algerlega. Svo fer hann að hreinsa út úr holunum,“ lýsir Björn og segir brúnir eyjarinnar allar útgrafnar eftir fuglinn. Því sé viss- ara að stíga þar varlega til jarðar. Æðarvarpið er ósvikin tekjulind því það skilar 55 til 60 kílóum af dún árlega úr um 3500 hreiðrum. Í fyrra var dúnninn þó með minna móti að sögn Björns sem kennir erni um að hafa vomað yfir varp- inu á nóttum og skelft íbúa þess. „Ef kollurnar verða varar við örn þá fljúga þær allar út á haf og sumar koma ekkert aftur,“ lýsir hann. Mjög sérstakur réttarveggur liggur meðfram fjörunni neðan við útihúsin. Fjörumegin er hann með ótal hólfum og lítur út eins og heljarlangt raðhús fyrir fugla en hinum megin er hann áheldi fyrir kindur. „Kristján Guðmunds- son Dannebrogsmaður var mikill búhöldur hér í byrjun 19. aldar og hlóð þennan garð fyrir æðarfugl- inn. Hann var heiðraður af danska kónginum árið 1830 fyrir framtak- ið og fékk silfurbikar sem enn er til,“ lýsir Björn sem segir vegginn hafa verið hlaðinn reglulega upp síðan, enda sé oft orpið í 60-70% hólfanna. Elsta skip Íslands, Vigurbreið- ur, er í hlaðvarpanum, rétt við fjörukambinn og gamalt gangspil við hlið þess. Enn einn forngripur setur svip á umhverfið, kornmylla sem var byggð 1840 en notuð síðast 1917. Í fyrra fauk annað vængja- settið af henni en búið er að smíða nýtt að sögn Björns. „Hún verður væntanlega komin í stand fyrir sumarið,“ segir hann. Rafmagn klukkan sex Þótt bæði byggingum og munum sé vel við haldið þá hefur nútím- inn ekkert sneitt hjá garði í Vigur. Rúllubaggatæknin er viðhöfð við heyskap og sjálfvirki síminn kom í byrjun 9. áratugarins, áður var hringingin ein löng og tvær stuttar. Rafmagnið kom úr landi 1984 og þá þagnaði dísilmótorinn sem keyrð- ur var til raforkuframleiðslu hluta úr sólarhring. „Það var svakaleg- ur munur að fá rafmagnið,“ rifj- ar Björn upp. „Þegar ég var púki þurfti ég alltaf að fara til pabba þegar klukkan var að verða sex á sunnudögum og biðja hann að kveikja á mótornum svo ég gæti horft á Stundina okkar.“ Áður en hópurinn yfirgefur eyj- una fögru og heldur út á Djúpið býður Salvar bóndi í kaffi og góm- sætt meðlæti í sérstöku gestahúsi, sem að hluta til er frá 19. öld og að hluta til mun nýrra. Að því loknu fylgir hann okkur til skips. Lífið snýst um fugla og ferðamenn Þó loft sé suddalegt yfir Ísafjarðadjúpi nær sólargeisli að brjótast í gegn yfir Vigur um leið og báturinn skríður að bryggju. Aðstandendur rokkhátíðarinnar Aldrei fór ég suður eru innanborðs, ljósmyndarar og blaðamenn fljóta með, þeirra á meðal Gunnar V. Andrésson og Gunnþóra Gunnarsdóttir. Vigur Drangajökull Hornstrandir Ísafjörður ÍSAFJARÐARDJÚP DÝRAFJÖRÐURARNARFJÖRÐUR BREIÐAFJÖRÐUR Jökulfirðir HORFT TIL BÆJAR FRÁ BRYGGJUNNI Snyrtimennska og virðing fyrir umhverfinu er allsráðandi í Vigur. Fleiri myndir úr ferðinni má sjá á Vísi FRAMHALD Á SÍÐU 44 BÚKLETTUR Hér var leikið fyrrum með leggi, skeljar og glerbrot. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.