Fréttablaðið - 31.03.2012, Page 47
Við sjáum nú vorið umhverfis okkur enn á ný eftir
langan og dimman vetur og mennirnir fagna þótt á
mismunandi máta sé. Veturinn fór vissulega um okkur
ólíkum höndum en fræin í moldinni eru enn á sínum
vísa stað og af þeim vaxa ný og fögur blóm og tré.
Hjálparstarf kirkjunnar stendur nú fyrir söfnun til að sá
fræjum vonar og aukinna lífsgæða hjá þeim allt of mörgu
Íslendingum sem búa við erfiðar aðstæður. Við höfðum
því til ykkar sem geta látið eitthvað af hendi rakna.
Þú hugsar kannski lesandi góður: „Hvað ætli mitt framlag
skipti svo sem máli?“ Við þig get ég fullyrt að framlag
þitt skiptir miklu fyrir þann sem nýtur þess og ef til vill
enn meira máli fyrir þig sem einstakling. Þegar allt
kemur til alls áttu ekkert nema það sem þú gefur öðrum!
Gjöf er því beggja hagur og fátt er betra en að sjá lítið
fræ sem vantaði frjóan jarðveg bera fagran ávöxt.
Innanlandsaðstoð Hjálparstarfsins hefur breyst og
aukist í tímans rás. Starfið miðar nú enn frekar að því
að hjálpa fólki að standa á eigin fótum, halda reisn
sinni. Við Hjálparstarfið vinnur bæði gott fagfólk og
starfsmenn alla daga og einnig frábærir sjálfboðaliðar
sem reglulega gefa vinnu sína með margvíslegum hætti.
Þessi beiðni um hjálp núna kemur til vegna þess að
Hjálparstarfið vill halda áfram á sömu braut, geta
aðstoðað fólk með fjárframlögum fyrir nauðþurftum
og vill styrkja fólk til að mennta sig sem á engan kost
á því nema það eigi einhvern bakhjarl. Áfram viljum
við styðja þá sem í erfiðleikum eiga og eiga um leið
samstarf við aðrar hjálparstofnanir. Hjálparstarfið vill
geta stuðlað að breytingum og umbótum.
Við biðjum ykkur um að taka vel á móti hjálparbeiðni
sem ykkur mun berast.
Gleðilega páska, kæru lesendur!
Ingibjörg Pálmadóttir,
formaður Hjálparstarfs kirkjunnar
Enn birtir!
Margt smátt ...
Páskablað 2O12
Háaleitisbraut 66, 1O3 Reykjavík, Sími 528 44OO
hringja í söfnunar-
símann 9O7 2OO2,
gefa framlag á
framlag.is,
gjofsemgefur.is
á söfnunarreikning
O334-26-886,
kt. 45O67O-O499.
Hjálparstarfs kirkjunnar og hjálpar
til sjálfshjálpar.
Hjálpum heima
www.help.is
Hjálparstarf kirkjunnar veitir fjölbreytta
PI
PA
R\
TB
W
A
S
ÍA
1
20
74
4