Fréttablaðið - 31.03.2012, Síða 49

Fréttablaðið - 31.03.2012, Síða 49
Það er markmið Hjálparstarfs kirkjunnar að veita heildræna aðstoð sem hjálpar fólki til sjálfshjálpar. Að efla hæfileika og getu hvers og eins til að komast upp úr erfiðum aðstæðum til betra lífs. Þá dugar mataraðstoð ein og sér skammt. Þess vegna hefur ráðgjafaþáttur starfsins verið efldur til muna. Fjármálaráðgjöf er liður í því. Reyndur sjálfstætt starfandi fjármálaráðgjafi býður fram vinnu sínu á föstudögum. Í boði er ókeypis ráðgjöf sem hefur það að markmiði að aðstoða fólk við að ná varanlegum töku á fjármálum sínum. Eftir viðtal við félagsráðgjafa okkar er hægt að fá tíma hjá fjármálaráðgjafanum. Nánast hefur verið uppbókað í þessa ráðgjöf frá upphafi. „Ég fékk hreinlega nýja von“ Ráðgjöfin hefur reynst frábærlega vel, dæmi um umsagnir fólks eru: „Ég fékk alveg nýja sýn á þessi mál“, „nú þori ég að opna gluggaumslögin og er með plan um hvernig ég ætla að vinna úr þessu“, „ég fékk hreinlega nýja von og sé fram úr vandamálunum“. Gögnin góður grunnur Með umsókn um mataraðstoð þarf að skila inn gögnum um tekjur og gjöld, sem er liður í því að meta stöðu hvers og eins. Þessi gögn verða síðan góður grund- völlur fyrir áframhaldandi vinnu með fjármálaráð- gjafa. Það er vissulega fyrirhöfn að safna gögnum saman en hún er sannarlega þess virði þegar yfirsýn og skilningur á raunverulegri stöðu verður skyrari og grunnur skapast fyrir áframhaldandi úrlausn mála. Ábyrgðin er ekki tekin frá einstaklingnum en honum er hjálpað til að greina vandann og sjá nýjar lausnir. Fjármálaráðgjöfin mikilvæg viðbót Margt smátt ... – 3 Ráðgjöf í fjármálum er mikilvæg. Skjólstæðingar hafa orðið: „Fjármála- ráðgjöfin opnaði mér nýja sýn“ Einstæð móðir með 2 börn, er öryrki. Hver er staða þín? „Ég er með mikið af skuldum og er komin í vítahring út af smálánum, tók ný lán til að greiða gömul. Það eru líka veikindi hjá mér, á við þunglyndi og maníu að stríða. Þegar ég er í maníu þá hættir mér til að fara að versla og vera góð við börnin mín og gefa þeim dýrar gjafir. En þetta kemur jú allt í bakið á manni. Ég fer ekki út að skemmta mér, reyki ekki og drekk ekki. Ég fæ aðstoð í gegnum félagsþjónustuna og barnaverndar- nefnd.“ Hvernig finnst þér kortaleiðin koma út fyrir þig? „Allt annað, mikið betra, nú get ég valið sjálf vörurnar sem ég fæ. Það er líka meiri virðing í þessari aðferð.“ Hvernig virkar kortaleiðin með tilliti til barna? „Kortaleiðin sýnir líka börnum meiri virðingu, það spyrst fljótt út meðal þeirra ef sum börn fara til góðgerðasamtaka að fá mat. Nú eru þau eins og öll hin börnin, fara bara í búðir.“ Sérðu einhvern galla við kortaleiðina? „Ég þyrfti hreinlega að fá peningaupphæð tvisvar sinnum í mánuði en þá þyrfti auðvitað meira fjármagn. Erfiðleikarnir hjá mér eru það miklir að mjög fljótt eftir mánaðarmót er ekki til neinn peningur, tala nú ekki um í lok mánaðar.“ Hefurðu nýtt þér aðra aðstoð? „Já ég hef farið í fjármálaráðgjöf, matreiðslunámskeið og einnig á námskeiðið Konur eru konum bestar, sem var frábært. Fjármálaráðgjöfin opnaði mér nýja sýn. Ég var hætt að opna gluggaumslögin. Fjármála- ráðgjafinn kom fram við mig af virðingu og sýndi mér fram á að það væri von, þetta væri hægt og ráðlagði mér um næstu skref. Ég er rétt að byrja á þessu ferli. Það er allt annað þegar maður sér leið út úr vandanum. Ég gefst ekkert upp, veit að það birtir um síðir.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.