Fréttablaðið - 31.03.2012, Page 50
Hjálparstarf kirkjunnar býður skjólstæðingum sínum að
taka þátt í ýmis konar námskeiðum sér að kostnaðar-
lausu. Í vetur var hjálparstarfið í samstarfi við Rauða
kross Íslands með fjögur lífsleikninámskeið undir
yfirskriftinni „Matseld og lífsleikni í góðum hópi“.
Á þessum námskeiðum var megináherslan á kennslu og
þjálfun í að elda ódýran og hollan mat. Guðni matráður
og kennari í Hlíðaskóla sá um matreiðslukennsluna.
Með aðstoð Guðna og sjálfboðaliða frá Rauða krossinum
elduðu þátttakendur hollan og góðan kvöldverð sem
var snæddur í lok dags. Á námskeiðunum var einnig
fjallað um heilsu og vellíðan, fjármál og að setja sér
markmið í lífinu. Það var gert með þeim hætti að
nokkrir aðilar komu inn á námskeiðin með erindi.
Þessir aðilar voru Sigurður Erlingsson frá Velgengni
með fræðslu um fjármálin, Gunnhildur Sveinsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og Erla íþróttakennari fjallaði um
mikilvægi hreyfingar, svefns og fleiri þátta til að
viðhalda góðri heilsu og Hugrún Guðmundsdóttir mark-
þjálfi var með erindi um að ná tökum á lífinu og setja sér
markmið. Að auki var sr. Petrína Mjöll Jóhanns dóttir
með innlegg um sjálfstyrkingu á seinni tveimur
námskeiðunum. Námskeiðin heppnuðust vel og kom fram
almenn ánægja með þau sem og óskir um framhald.
Sjálfstyrking
Hjálparstarfið hefur einnig boðið konum að taka þátt
í sjálfstyrkingarnámskeiðum sem haldin eru bæði
í Grensáskirkju og Hallgrímskirkju. Þetta eru námskeiðin
„Konur eru konum bestar“. Þau miða að því að byggja
upp sjálfsímynd kvenna og skapa þeim vettvang til að
kynnast sjálfrum sér betur í góðu samfélagi við aðrar
konur. Þessi námskeið hafa notið mikilla vinsælda sl.
2O ár og verið haldin víðsvegar um landið. Hafa þær
konur sem þátt hafa tekið á vegum Hjálparstarfsins
verið afar ánægðar með námskeiðið.
4 – Margt smátt ...
SUMARDEKKIN ERU KOMIN Í HÚS
VERSO MYTHOS E-LOGIC
Yokohama sumardekk
LOKSINS fáanleg á Íslandi!
E-COMM
E-COMM SENDIBÍLADEKK
*Ný og endurbætt hönnun
*Eldsneytissparandi tækni
*umhverfisvæn framleiðsla
BETRA
Skeifunni 5, 581 3002
Draupnisgötu 5, 462 3002
www.dekkjahollin.is
Þverklettum 1, 471 2002
Yokohama dekkin fást
undir flestar gerðir bíla
ÞETTA ER AÐEINS BROT AF ÞVÍ ÚRVALI SEM
AÐ VIÐ HÖFUM UPP Á AÐ BJÓÐA!!
„Lærir meðan lifir“