Fréttablaðið - 31.03.2012, Síða 51
Skjólstæðingar hafa orðið:
„Það eina sem
ég leyfi mér er
að hafa netið“
Einstæð móðir með 2 börn
Hver er staðan þín?
„Ég er með lág laun og há mánaðarleg gjöld miðað við
launin. Leiga og annað hefur hækkað. Ég er hætt með
margt sem margir líta á sem sjálfsagðan hlut eins og
áskriftir að sjónvarpsrásum og öðrum slíkum hlutum,
það eina sem ég leyfi mér er að hafa netið.“
Hvernig finnst þér kortaleiðin koma út fyrir þig?
„Mjög vel, nú getur maður valið vörurnar sjálfur, áður
fékk maður stundum mat sem enginn á heimilinu
borðaði. Maður er líka meðvitaðri um verð þegar
maður verslar inn sjálfur, ég skoða vel alla afslætti og
tilboð og reyni að versla þegar slíkt er í gangi.“
Er þetta betra en gamla aðferðin?
„Eins og ég sagði er frábært að geta valið sjálfur og
svo þarf maður ekki að fara margar ferðir, maður
sækir kortið og svo er bara lagt inn á það og svo versla
ég í verslun í nágrenni við heimili mitt. Það er dýrt að
keyra þegar bensínverðið er svona hátt og það er líka
dýrt að taka strætó. Þannig að kortin eru líka hagstæð
að þessu leyti.“
Sérðu einhvern galla við kortaleiðina?
„Það er kannski helst að það getur verið svolítið erfitt
að safna saman þeim gögnum sem eiga að fylgja
umsókn inni um tekjur og gjöld, en svo þegar það er
búið fær maður líka sjálfur góða yfirsýn yfir stöðuna.“
Hefurðu nýtt þér aðra aðstoð?
„Já ég hef fengið stuðning vegna lyfjakostnaðar.“
Eitthvað að lokum?
„Það er alltaf erfitt að sækja sér aðstoð og ég sleppi
því ef ég mögulega get en svo kemur maður þegar
maður verður og þá er maður mjög þakklátur fyrir
þessa aðstoð.“
Gögn nauðsynleg til að
meta stöðu hvers og eins
Þeir sem sækja um mataraðstoð hjá Hjálparstarfi
kirkjunnar, sem er fólgin í inneignarkortum í matvöru-
verslunum, þurfa að skila inn gögnum um tekjur og
gjöld. Þetta er nauðsynlegt til að meta stöðu hvers og
eins og þörf fyrir aðstoð.
1O% yfir viðmiðum
Því miður er fjármagn takmarkað og því eru það
barnafjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu sem geta sótt
um mataraðstoð en hinir beðnir að leita til annarra
samtaka sem veita mataraðstoð. Annars staðar þar
sem öðrum samtökum er ekki til að dreifa geta allir
sótt um. Gögnin eru nauðsynleg til að tryggja að
aðstoðin renni til þeirra sem verst eru settir. Hjál-
parstarfið notast við neysluviðmið Umboðsmanns
skuldara, þeir sem eru undir þessum viðmiðum geta
fengið aðstoð. Um 1O% þeirra sem sækja um eru yfir
þessum viðmiðum.
Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að sækja um beint til
Hjálparstarfsins en um allt land taka prestar og
djáknar við umsóknum og gögnum.
Markmiðið er alltaf að hjálpa til sjálfshjálpar og því er
nauðsynlegt að staldra við og skoða stöðu hvers og
eins og sameiginlega sjá hvernig hægt er að komast
yfir erfiða þröskulda, til betri lífsafkomu. Markmið með
allri aðstoð er að hún verði til þess að viðkomandi
þurfi ekki hjálp síðar meir.
Arion banki styður kortaleiðina með fjárstuðningi og
veitir kortin sjálf að kostnaðarlausu. Bónus, Norvik
sem m.a. er með Krónuverslanirnar og Samkaups-
verslanirnar hafa einnig stutt vel við kortaleiðina.
Fyrirhöfnin borgar sig
Vissulega er ákveðin fyrirhöfn að tína til gögnin en
reynslan hefur sýnt að margir hafa einmitt vegna
gagnanna áttað sig betur á stöðu sinni og fengið betri
yfirsýn. Upphafið að allri aðstoð er að átta sig á
stöðunni eins og hún er, á hvaða sviðum getur hver og
einn bætt sjálfur úr og hvar getur viðbótarstuðningur
verið nauðsynlegur. Í þessu ferli eru gögnin nauðsyn-
legur hlekkur. Eftir að aðstoð hefur verið ákveðin er
öllum gögnum skilað.
Margt smátt ... – 5