Fréttablaðið - 31.03.2012, Síða 51

Fréttablaðið - 31.03.2012, Síða 51
Skjólstæðingar hafa orðið: „Það eina sem ég leyfi mér er að hafa netið“ Einstæð móðir með 2 börn Hver er staðan þín? „Ég er með lág laun og há mánaðarleg gjöld miðað við launin. Leiga og annað hefur hækkað. Ég er hætt með margt sem margir líta á sem sjálfsagðan hlut eins og áskriftir að sjónvarpsrásum og öðrum slíkum hlutum, það eina sem ég leyfi mér er að hafa netið.“ Hvernig finnst þér kortaleiðin koma út fyrir þig? „Mjög vel, nú getur maður valið vörurnar sjálfur, áður fékk maður stundum mat sem enginn á heimilinu borðaði. Maður er líka meðvitaðri um verð þegar maður verslar inn sjálfur, ég skoða vel alla afslætti og tilboð og reyni að versla þegar slíkt er í gangi.“ Er þetta betra en gamla aðferðin? „Eins og ég sagði er frábært að geta valið sjálfur og svo þarf maður ekki að fara margar ferðir, maður sækir kortið og svo er bara lagt inn á það og svo versla ég í verslun í nágrenni við heimili mitt. Það er dýrt að keyra þegar bensínverðið er svona hátt og það er líka dýrt að taka strætó. Þannig að kortin eru líka hagstæð að þessu leyti.“ Sérðu einhvern galla við kortaleiðina? „Það er kannski helst að það getur verið svolítið erfitt að safna saman þeim gögnum sem eiga að fylgja umsókn inni um tekjur og gjöld, en svo þegar það er búið fær maður líka sjálfur góða yfirsýn yfir stöðuna.“ Hefurðu nýtt þér aðra aðstoð? „Já ég hef fengið stuðning vegna lyfjakostnaðar.“ Eitthvað að lokum? „Það er alltaf erfitt að sækja sér aðstoð og ég sleppi því ef ég mögulega get en svo kemur maður þegar maður verður og þá er maður mjög þakklátur fyrir þessa aðstoð.“ Gögn nauðsynleg til að meta stöðu hvers og eins Þeir sem sækja um mataraðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, sem er fólgin í inneignarkortum í matvöru- verslunum, þurfa að skila inn gögnum um tekjur og gjöld. Þetta er nauðsynlegt til að meta stöðu hvers og eins og þörf fyrir aðstoð. 1O% yfir viðmiðum Því miður er fjármagn takmarkað og því eru það barnafjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu sem geta sótt um mataraðstoð en hinir beðnir að leita til annarra samtaka sem veita mataraðstoð. Annars staðar þar sem öðrum samtökum er ekki til að dreifa geta allir sótt um. Gögnin eru nauðsynleg til að tryggja að aðstoðin renni til þeirra sem verst eru settir. Hjál- parstarfið notast við neysluviðmið Umboðsmanns skuldara, þeir sem eru undir þessum viðmiðum geta fengið aðstoð. Um 1O% þeirra sem sækja um eru yfir þessum viðmiðum. Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að sækja um beint til Hjálparstarfsins en um allt land taka prestar og djáknar við umsóknum og gögnum. Markmiðið er alltaf að hjálpa til sjálfshjálpar og því er nauðsynlegt að staldra við og skoða stöðu hvers og eins og sameiginlega sjá hvernig hægt er að komast yfir erfiða þröskulda, til betri lífsafkomu. Markmið með allri aðstoð er að hún verði til þess að viðkomandi þurfi ekki hjálp síðar meir. Arion banki styður kortaleiðina með fjárstuðningi og veitir kortin sjálf að kostnaðarlausu. Bónus, Norvik sem m.a. er með Krónuverslanirnar og Samkaups- verslanirnar hafa einnig stutt vel við kortaleiðina. Fyrirhöfnin borgar sig Vissulega er ákveðin fyrirhöfn að tína til gögnin en reynslan hefur sýnt að margir hafa einmitt vegna gagnanna áttað sig betur á stöðu sinni og fengið betri yfirsýn. Upphafið að allri aðstoð er að átta sig á stöðunni eins og hún er, á hvaða sviðum getur hver og einn bætt sjálfur úr og hvar getur viðbótarstuðningur verið nauðsynlegur. Í þessu ferli eru gögnin nauðsyn- legur hlekkur. Eftir að aðstoð hefur verið ákveðin er öllum gögnum skilað. Margt smátt ... – 5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.