Fréttablaðið - 31.03.2012, Page 56
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 31. MARS 20124
Ferðin er ætluð konum á öllum aldri og boðið verður upp á mjög fjölbreytta dagskrá sem
hentar öllum aldri. „Tilgangurinn
er að vinda ofan af sér eftir veturinn
og endurhlaða batteríin fyrir sum-
arið,“ segir Anna Borg, fararstjóri
ferðarinnar, sem einnig er sjúkra-
þjálfari hjá Heilsuborg. Með henni
verður Sigríður Arnardóttir, Sirrý,
fararstjóri en hún var að senda frá
sér bókina Blómstraðu í lífi og starfi
- Laðaðu fram það góða. Allir sem
skrá sig í ferðina fá eintak af bók-
inni.
Hollur lífsstíll
„Í ferðinni tvinnast saman hreyf-
ing, gleði, dekur og fræðsla. Við
viljum stuðla að þeim þáttum
sem snúa að betri heilsu. Á hverj-
um morgni hreyfum við okkur og
teygjum síðan á ströndinni. Boðið
verður upp á heilsusamlegan mat
en hálft fæði er innifalið. Okkar
markmið er að innleiða heilbrigðar
venjur án öfga. Við viljum sem sagt
finna hinn gullna meðalveg,“ segir
Anna. „Sirrý verður með frábæra
dagskrá sem byggir á nýju bókinni
hennar. Sjálf starfa ég sem sjúkra-
og einkaþjálfari hjá Heilsuborg og
mun hafa alla þjálfun einstaklings-
miðaða. Það ættu því allir að geta
tekið þátt í því sem fram fer. Ég vil
gjarnan hjálpa konunum að finna
sitt jafnvægi og tileinka sér holl-
ari lífsstíl án skyndilausna. Það er
betra að finna sér réttan farveg til
að árangurinn verði varanlegur,“
segir Anna.
„Fyrir utan hreyfingu og hollt
mataræði bjóðum við upp á dekur,
enda er þetta spa-hótel. Leirböð
eru í boði, við förum í vínsmökk-
unarferð og við kíkjum í verslan-
ir. Það verður boðið upp á eitthvað
skemmtilegt alla dagana,“ segir
Anna og bætir því við að öll þátt-
taka í dagskránni er frjálst val.
Dekur og lúxus
Hótelið sem dvalið verður á er
sunnan við Alicante. Það er fjög-
urra stjörnu og heitir Costa Nar-
ejos. Það er í Los Alcazares sem
er 100 metrum frá stærsta innhafi
Evrópu, Mar Menor. Strandlengj-
an einkennist öll af miklum hrein-
leika og góðri aðstöðu. Á hótelinu
er líkamsræktarsalur og heilsu-
lind þar sem boðið er upp á nudd
og snyrtimeðferðir. Golf er innan
seilingar frá hótelinu.
Þetta er í annað sinn sem Anna
og Sirrý fara með hóp í heilsuferð
til Spánar og segja þær að mjög
skemmtileg stemning hafi skap-
ast í fyrra.
Engin einmana
„Það sem mér finnst svo gott við
þessar ferðir er að konurnar koma
á sínum forsendum. Þær velja úr
dagskránni sem hentar þeim en
þetta eru konur á öllum aldri,“
segir Sirrý. „Margar eru þreyttar
eftir veturinn og vilja fá sól, hvíld
og dekur á meðan aðrir vilja taka
sig í gegn. Ég býð upp á samveru-
stundir úti við sundlaugina þar
sem ég spjalla um samskiptafærni
og að laða til okkar það góða. Það
má kannski segja að við Anna
bætum hvor aðra upp, þar sem hún
sér um líkamlega hlutann á meðan
ég er með þann andlega.
Ég hef haldið mörg námskeið
fyrir hópa og er vön að passa upp
á að öllum líði vel. Sumar konur
koma einar í ferðina en það er
engin einmana í þessari ferð.
Mæðgur koma saman eða vin-
konur eða heill saumaklúbbur.
Á hótelinu er boðið upp á allan
mat en kokkurinn útbýr hlaðborð
með hollusturéttum að auki fyrir
okkur. Konurnar ráða því þó alveg
sjálfar hvað þær velja,“ segir Sirrý.
„Við byrjum hvern dag á vatni og
ávöxtum og förum svo í gönguferð.
Ef dagurinn er tekinn snemma fær
maður miklu meira út úr vikunni.
Svo má fá sér blund við sundlaug-
ina ef einhver er þreyttur. Það er
samt mjög gott að koma blóðinu á
hreyfingu og fá smá orku snemma
dags,“ segir Sirrý.
Fyrir þá sem vilja fá frekari upp-
lýsingar má hafa samband á net-
fangið: heilsuborg@heilsuborg.is
eða sirry@sirry.is
Ferðina þarf að panta hjá ferða-
skrifstofunni Vita og kostar hún
frá 164.900 krónum miðað við að
nýta 15.000 vildarpunkta en verð
án vildarpunkta er 174.900 krónur.
Heilsuferð til Spánar þar
sem konur blómstra
Heilsuborg efnir til kvennaferðar til Spánar 23.-30. maí þar sem áhersla verður lögð á heilbrigðan lífsstíl, gleði, dekur og
fræðslu.
Teygjur á ströndinni eftir hressandi morgungöngu.
Anna Borg og Sirrý Arnar gæta þess að allar konur blómstri á Spánarströndinni.
MYND/VALLI
GRANNASTRÍÐ Í SKANDINAVÍU
Það eru ekki allir sáttir við að Svíar skuli auglýsa
Stokkhólm sem höfuðstað Skandinavíu, „Capital
of Scandinavia“. Nú hefur norskur ferðamálastjóri
kvartað formlega yfir þessu slagorði og segir það
misvísandi.
„Stokkhólmur liggur í útjaðri Skandinavíu og er með
þriðja stærsta flugvöllinn á Norðurlöndum. Það getur
því ekki verið rétt að kalla borgina þessu nafni,“ segir
Norðmaðurinn. Frá árinu 2005 hefur Stokkhólmur
markaðssett sig undir þessu slagorði sem hefur vakið
talsverða reiði íbúa hjá grannþjóðunum, Noregi og
Danmörku. Margir Kaupmannahafnarbúar hafa sent
kvörtunarbréf til markaðsstofunnar. Svíarnir svara
með því að vísa til þess að borgin sé miðsvæðis, íbúar
séu 3,5 milljónir og að þeir fái um 40% ferðamanna
sem heimsækja Skandinavíu. Auk þess benda þeir á
að í Stokkhólmi séu Nóbelsverðlaunin afhent.
Norðmaðurinn kaupir ekki þessa skýringu. Hann telur
að Ósló, Kaupmannahöfn og Gautaborg séu mun
meira miðsvæðis en Stokkhólmur. Einnig bendir hann
á að bæði Kastrup-flugvöllur og Gardermoen séu
stærri en Arlanda. Þá minnir hann á að friðarverð-
launin séu veitt í Ósló. Loks bendir norski ferðamála-
stjórinn á að Skandinavía sé hvorki ríki eða land og
geti því ekki haft eigin höfuðborg. „Stokkhólmur
er ekkert betri en aðrar höfuðborgir í Skandinavíu,“
skrifar Norðmaðurinn. Aftonbladet.se og vg.no greina
frá þessu.
LAXNESS YFIR
SÆNSKUM
KJÖTBOLLUM
Stokkhólm er gaman að heim-
sækja allan ársins hring og borða
góðan mat. Í borginni er fjöldi
veitingastaða þar sem huggulegt
er að tylla sér með góða bók, eftir
Laxness til dæmis. Þeir sem vilja
kynnast ekta sænskum mat og
eiga náðuga stund með góða bók
yfir sænskum kjötbollum, skel-
fiski eða laxi ættu að kíkja á Den
Gyldene Freden en staðurinn er í
eigu Sænsku akademíunnar sem
velur Nóbelsverðlaunahafa í bók-
menntum. Segir sagan að við eitt
ákveðið borð í matsalnum hafi
ákvarðanir um Nóbelsverðlauna-
hafa verið teknar í gegnum tíðina.
Því má vel ímynda sér að Halldór
Laxness hafi eitt sinn verið til
umræðu við borðið í kjallaranum
meðan Nóbelsnefndin gæddi sér
á kjötbollum. Veitingastaðurinn er
í elsta hverfi borgarinnar, Gamla
Stan, í kjallara gamallar byggingar
en á vefsíðunni www.visitstock-
holm.com er að finna upplýsingar
um staðinn auk fjölda annarra
áhugaverðra staða, hótela og
afþreyingar í borginni.
HELLA Í EYRUM
Hella í eyrum er hvimleiður
fylgikvilli flugferða en af hverju
fáum við hellu?
Eyrað skiptist í þrjá hluta, úteyra
og hlust, miðeyra eða hljóðhol
og innra eyra. Úteyrað og hljóð-
holið eru fyllt lofti og skilur hljóð-
himnan á milli. Hellan stafar af
þrýstingsmun yfir hljóðhimnuna
og myndast þegar skyndileg
breyting verður á innri eða ytri
þrýstingi. Kokhlustin, sem er
mjög grönn pípa, tengir mið-
eyrað við kokið og þegar hún
opnast kemst auka loft út og
þrýstingurinn jafnast. Þess vegna
má reyna að geispa eða kyngja til
að losna við helluna.
Heimild: Vísindavefur Háskóla
Íslands