Fréttablaðið - 31.03.2012, Síða 67
LAUGARDAGUR 31. mars 2012 5
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
Vélvirkjar, vélstjórar og/eða bifvélavirkjar
• Samsetningar og lokafrágangur á framleiðsluvörum fyrirtækisins
• Niðursetning á vélum og skrúfubúnaði ásamt vinnu við raflagnir
og önnur kerfi
• Að minnsta kosti þriggja ára reynsla æskileg
Rennismiður
• Reynsla af notkun og/eða stjórnun tölvustýrðra iðnaðarvéla
• Aðeins lærður rennismiður, vélvirki eða vélstjóri kemur til greina
• Að minnsta kosti þriggja ára reynsla æskileg en ekki skilyrði
• Þekking á AutoCad eða sambærilegum forritum, auk almennrar
tölvukunnáttu
Starfsmenn í framleiðslu
• Iðnmenntun nauðsynleg en starfsreynsla er ekki skilyrði
• Starfsmenn byrja á að sækja námskeið og hljóta verkþjálfun
við trefjaplastsmíði, allt frá kili til yfirbyggingar
Starfsmaður í bókhalds- og skrifstofustarf
• Almenn bókhaldsþekking
• Reynsla af notkun Navision bókhaldskerfis
• Almenn tölvukunnátta ásamt góðri kunnáttu á Excel
• Reynsla af skrifstofustörfum og menntun sem nýtist í starfi.
Viltu taka þátt í þróun,
nýsköpun og uppbyggingu?
Markmið OK Hull er að ráða til sín áhugasama og hæfa starfsmenn sem vilja taka virkan þátt í starfseminni og eru reiðubúnir að
leggja sitt af mörkum til að framleiðsluvörur fyrirtækisins og þjónusta þess verði jafnan í hæsta gæðaflokki. Í dag starfa 35 manns
hjá fyrirtækinu, kynjahlutfallið er 20% konur og 80% karlar og því viljum við gjarnan fjölga konum í okkar hópi.
Gildi OK Hull eru hugmyndaauðgi, frumleiki og samvinna.
Nánari upplýsingar veitir:
Kristín Guðmundsdóttir, kristin@hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl nk.
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is
OK Hull leitar að framtíðarstarfsmönnum, sem geta unnið í teymum,
sýnt frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleika í starfi.
OK Hull er ört vaxandi iðnfyrirtæki sem hefur á undanförnum árum unnið að þróun á nýju
skrokklagi sem smíðað er úr trefjaplasti og mun nýtast til smíða á flestum tegundum báta og
skipa. Fyrirtækið mun í ár setja á markað ýmsar útgáfur báta allt að 15 metra að lengd. Aðrar
stærðir og tegundir eru í hönnun og munu verða kynntar á næstu misserum. Framleiðsla
fyrirtækisins verður einkum seld á erlendum mörkuðum.