Fréttablaðið - 31.03.2012, Page 68
31. mars 2012 LAUGARDAGUR
Staða skólastjóra við Ölduselsskóla
Skóla- og frístundasvið
Vakin er athygli á stefnu Reykjavikurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar
endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Laus er til umsóknar staða skólastjóra við Ölduselsskóla.
Ölduselsskóli er staðsettur í Seljahverfi í Breiðholti. Skólinn er heildstæður grunnskóli með rúmlega 500
nemendur og um 80 starfsmenn.
Einkunnarorð skólans eru færni - virðing - metnaður. Áhersla er lögð á fjölbreytta kennsluhætti, fjölbreytt
námsval, blómlegt félagslíf og sífellt er leitað leiða til að koma til móts við þarfir nemenda. Mikil áhersla er lögð
á list- og verkgreinar og árlega er sett upp viðamikil leiksýning. Í Ölduselsskóla er unnið markvisst eftir stefnu
um skóla án aðgreiningar og fer öll sérkennsla fram í blönduðum hópum. Í skólanum ríkir góður starfsandi og
gott samstarf við foreldra er mikilvægur þáttur í skólastarfinu
Leitað er að einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, er með góða og víðtæka þekkingu á skólastarfi og
metnaðarfulla skólasýn.
Meginhlutverk skólastjóra er að:
• Veita skólanum faglega forystu og móta framtíðar-
stefnu hans innan ramma laga og reglugerða og í
samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og skóla-
stefnu Reykjavíkurborgar.
• Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi
skólans.
• Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum,
vinnutilhögun og starfsþróun.
• Bera ábyrgð á samstarfi aðila skólasamfélagsins.
Menntunar - og hæfniskröfur:
• Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.
• Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á
grunnskólastigi.
• Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og
þróunar í skólastarfi.
• Stjórnunarhæfileikar.
• Færni til að leita nýrra leiða í skólastarfi og leiða
framsækna skólaþróun.
• Lipurð og færni í samskiptum.
Óskað er eftir því að með umsókninni fylgi greinargerð í stuttu máli um framtíðarsýn umsækjanda á skólastarfið.
Auk þess fylgi umsókn yfirlit yfir nám og störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið grunnskólakennari, upplýsingar
um framsækin verkefni sem umsækjandi hefur leitt og annað er málið varðar.
Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2012.
Umsóknarfrestur er til og með 13. apríl 2012.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi LN og KÍ. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um störfin á heimasíðu
Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf.
Nánari upplýsingar veita Auður Árný Stefánsdóttir, skrifstofustjóri grunnskólahluta fagskrifstofu og Valgerður
Janusdóttir, mannauðsstjóri, sími 411 1111.
Netföng: audur.arny.stefansdottir@reykjavik.is / valgerdur.janusdottir@reykjavik.is.
www.kopavogur.is
KÓPAVOGSBÆR
• Velferðarsvið Kópavogs óskar eftir stuðnings-
fjölskyldum á höfuðborgarsvæðinu eða í nágrenni
þess til að taka að sér börn í helgarvistun, t.d. eina
helgi í mánuði eða eftir samkomulagi hverju sinni.
Um er að ræða gefandi starf og hafir þú áhuga og
ánægju af mannlegum samskiptum þá er þetta starf
fyrir þig.
Allar nánari upplýsingar veitir Dagný Björk á mánudögum og
fimmtudögum frá kl. 9:00 til 16:00 í síma 570-1500.
Netfang: dagný@kopavogur.is
Umsóknum skal skilað á netfangið hér að ofan eða bréflega á
Kópavogsbær, velferðasvið b.t. Dagnýjar Bjarkar Fannborg 2,
200 Kópavogur.
Greitt er skv. verktakasamningi.
Stuðningsfjölskyldur óskast
THREE JOINT RESEARCH
AND TEACHING POSITIONS
IN GEOSCIENCE AND
GEOTHERMAL POWER
IN ICELAND
www.ru.is
Reykjavík University and Iceland Geosurvey (ISOR) have openings for three (3)
positions in applied geoscience. Succesfull applicants will be in a 50% position at
Iceland Geosurvey and a 50% position at Reykjavík University.
All candidates are expected to participate actively in teaching, research and governance
at Reykjavík University as well as participating in research and contractual work at
Iceland GeoSurvey, both in Iceland and abroad. The postions are the following:
CHEMIST / GEOCHEMIST
SEISMOLOGY AND RELATED ROCK MECHANICS
CHEMICAL ENGINEERING / MATERIALS SCIENCE / GEOTHERMAL ENGINEERING
A PhD in a relevant field of study
A demonstrated ability and interest in conducting excellent research in applied science
A commitment to teaching
Good communication skills and proficiency in English
Application: Please apply by sending an application packet to appl@ru.is. The application should
include a teaching statement, research statement, CV and list of references. The subject header for the
application should read „Geothermal Position“.
Application deadline: May 1st 2012.
Further information: Further information can be found at http://www.ru.is/lausstorf
or by contacting Dr. Ágúst Valfells, av@ru.is.