Fréttablaðið - 31.03.2012, Qupperneq 80
31. mars 2012 LAUGARDAGUR18
Guðjónsgata - Úthlíð
Fallegur bústaður sem stendur á fallegri útsýnislóð í Úthlíð. 2 svefn-
herbergi, góð stofa. Rúmgott svefnloft. Stór verönd með grindverki og
skjólveggjum er við bústaðinn. Heitur pottur. Leiktæki á lóð. Í Úthlíð er öll
þjónusta, golfvöllur, þjónustumiðstöð og sundlaug. Klukkutíma akstur frá
Reykjavík. Stærð 51,3 fm + rúmgott svefnloft.
Verð: 14.900.000
Reykjavegur - Reykjaskógi (10 km innan við Laugarvatn)
Einstaklega vel staðsettur bústaður í fallegu og skógi vöxnu umhverfi.
2 svefnherbergi. Rúmgóð stofa. Verönd með heitum potti. Útigeymsla.
Á svæðinu er öll helsta þjónusta. Stutt er á Laugarvatn og í allar helstu
náttúruperlur, sundlaugar og golfvelli. Klukkutíma akstur frá Reykjavík.
Stærð 52,7 fm. Verð: 10.900.000
Allar nánari upplýsingar veitir Leó Árnason í síma 894 1601
Sumarhús til sölu:
- með þér alla leið -
Jason Guðmundsson
hdl. og löggiltur fasteignasali
Nánari upplýsingar veitir
Atli S. Sigvarðsson
Sölufulltrúi
sími: 899 1178
atli@miklaborg.is
Verð: 64,9 millj.
Glæsilegt einbýlishús
Auka íbúð í kjallara
Frábær staður
Teiknað af Jóhanni Eyfells
Húsið er mikið listaverk
og vel skipulagt
104 ReykjavíkSelvogsgrunn 10
OPIÐ HÚS SUNNUDAG
frá kl. 15:00-16:00
sunnudag 1.april (þetta er ekki aprílgabb)
Magnús Emilsson Löggiltur fasteignasali.
Bæjarhrauni 10 - Hafnarfirði - Sími 520 7500 - www.hraunhamar.is
Arnarstapi sumarhús -
Einstök staðsetning
Einstakt sumarhús á Arnarstapa á frábærrum útsýnisstað.
Nónhóll er vinalegt sumarhús, byggt 1978. Húsið stendur á einstökum
stað: fyrir neðan styttuna af Bárði Snæfellsás. Ekkert sumarhús er
nálægt og útsýnið er stórfenglegt. Húsið er 63 fm. Fallegt sumarhús
sem vert er að skoða. Verð 11,9 millj.
Hvítárbraut 43 í Vaðneslandi.
TIL SÝNIS sunnudaginn 1. apríl frá 14-16.
Sigurður Fannar 897-5930 verður á staðnum.
Um er að ræða ágætan bústað á frábærum stað á eignalóð í hinu
vinsæla og eftirsótta Vaðneslandi í Grímsnesi. Hitaveita á staðnum,
heitur pottur og gróið umhverfi. Stærð: 60m2. Verð: Tilboð óskast.
Hafið samband í síma 897-5930. Sigurður Fannar.
OP
IÐ
HÚ
S
ÚTBOÐ
15237 - Egilsstaðaflugvöllur,
RESA norður - malbikun.
Ríkiskaup fyrir hönd Isavia ohf óska eftir tilboðum í verkið:
15237 - Egilsstaðaflugvöllur, RESA norður - malbikun.
Verkið felst í að framleiða malbik og leggja það niður á endaör-
yggissvæði (RESA) við norðurenda flugbrautarinnar. Leggja skal
tvö 5 cm þykk lög, fyrra lagið er lagt á grús, og leggur verktaki til
allt efni og alla vinnu sem þarf til verksins.
Helstu verkþættir og magntölur:
Malbik 2.200 tonn
Malbiks útlögn 17.1300 m2
Nánari upplýsingar er að finna í útboðsgögnum eru aðgengileg á
vef Ríkiskaupa, www.ríkiskaup.is.
Tilboð verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska
17. apríl 2012, kl. 14.00. hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105
Reykjavík.
ÚTBOÐ
Íþróttamiðstöðin Kaplakrika
Áfangi 4 - Frjálsíþróttahús lokun húss.
Hafnarfjarðarbær og Fimleikafélag Hafnarfjarðar óska eftir
tilboðum í verkið:
Íþróttamiðstöðin Kaplakrika – Áfangi 4 - Frjálsíþróttahús
lokun húss.
Verkið felst í að fullgera þak og gluggapanela í Frjálsíþróttahúsi
vegna uppbyggingu á svæði FH í Kaplakrika. Verkframkvæmd
þessi sem nú er boðin út er fjórða verkútboð verksins.
Helstu magntölur eru:
Berandi þakplötur: 4.650 m²
Glerpanelar: 700 m²
Þakeinangrun: 4.720 m²
Verkinu skal að fullu lokið fyrir 22. maí 2013.
Útboðsgögn má nálgast á heimasíðu VSB verkfræðistofu ehf.
www.vsb.is, án endurgjalds frá kl. 13.00 fimmtudaginn
29. mars n.k.
Tilboð skulu hafa borist Fasteignafélagi Hafnarfjarðar,
Norðurhellu 2, 221 Hafnarfirði, í lokuðu umslagi eigi síðar en
þriðjudaginn 24. apríl 2012, kl. 11:00.
Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 11.00.
Kárahnjúkavirkjun
Útboð KAR-25C, nr. 20079
Sauðárveita. Stíflur og skurðir
Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í gerð
Sauðárveitu á Hraunum í samræmi við
útboðsgögn KAR-25C, nr. 20079.
Verkið felst í að hlaða yfirfall í farvegi Ytri Sauðár
við Sauðárvatn, grafa veituskurð úr Sauðárvatni
og veita þannig vatni til Innri Sauðár. Einnig skal
verktaki hlaða stíflu við Innri Sauðá með u.þ.b.
7 m hárri stíflu, hlaða yfirfall í farvegi árinnar og
veita henni til Grjótár með greftri veituskurðar.
Yfirfall við Innri Sauðá verður með þéttidúk sem
annar verktaki sér um að koma fyrir.
Landsvirkjun hefur komið upp búðum við Innri
Sauðá með svefnaðstöðu fyrir 20 manns og
mötuneytisaðstöðu fyrir 40 manns, sem verktaki
fær til afnota eins og lýst er í útboðgögnum.
Stækkun og rekstur búðanna verður alfarið
á vegum verktaka. Vegir hafa verið lagðir um
byggingasvæðið að mestu og sér verktaki um
viðhald þeirra.
Helstu magntölur eru:
Laus gröftur 30.000m3
Sprengigröftur 30.000m3
Fyllingar í stíflur og yfirföll 25.000m3
Steypa 50m3
Vinnusvæðið er í um 600 til 800 metra hæð yfir
sjávarmáli. Verkbyrjun ræðst af því hvenær fært
er á svæðið, en verktaki þarf að hefja vinnu við
grjótnám við Kelduárstíflu 1. júní n.k. Verklok eru
áætluð 1. október 2012.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
Landsvirkjunar Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík,
frá og með þriðjudeginum 3. apríl n.k. gegn
óafturkræfu gjaldi kr 5.000 fyrir hvert eintak.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar,
innkaupadeild, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík,
fyrir klukkan 14:00 miðvikudaginn 25. apríl
2012, þar sem þau verða opnuð og lesin upp að
viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Ný útboð í auglýsingu hjá
Reykjavíkurborg:
• Rammasamningur: Ritföng og skrifstofuvörur,
EES 12756.
• Öryggismyndavélar í miðborg Reykjavíkur, 12798.
• Yfirborðsmerkingar gatna í Reykjavík, 12793.
• Hamraskóli, endurgerð lóðar 1. áf. 12781.
• Melaskóli, viðgerðir á gluggum á austurhlið,
12791.
• Réttarholtsskóli, endurgerð lóðar 1. áf., 12794.
• Leiktæki á leiksskóla- og skólalóðir, 12795.
• Gönguleiðir skólabarna 2012, 12799.
Allar nánari upplýsingar er að finna á
www.reykjavik.is/utbod.
DISCOVERY CHANNEL ER Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á STOD2.IS
alla sunnudaga klukkan 16.
Njótið vel
Hemmi Gunn
– og svaraðu nú!
Fjölbreyttur og fjörugur þáttur