Fréttablaðið - 31.03.2012, Side 89

Fréttablaðið - 31.03.2012, Side 89
KYNNING − AUGLÝSING Ferðir31. MARS 2012 LAUGARDAGUR 9 Fjórir nýir og spennandi áfangastaðir bætast í sum-aráætlun Iceland Express í sumar. Þetta eru Prag, Vilníus, Köln og Edinborg og hafa bæði ís- lenskir ferðamenn sem og íbúar þessara borga brugðist mjög vel við þessum nýju ferðamöguleik- um. Allt eru þetta miklar menn- ingarborgir með f jölbrey ttu mannlífi, sögu og afþreyingar- möguleikum. Útlit er fyrir að flogið verði til Prag og Kölnar inn í haustið og jafnvel veturinn, enda eftirspurnin mikil. Í Prag bjóðast miklir möguleikar á ódýru flugi um austur- og suður Evrópu með systurfélaginu Holidays Czech Air lines sem sér um allt flug fyrir Iceland Express. Barcelona nýtur einnig stöð- ugt meiri vinsælda sem áfanga- staður og er stefnt að því að lengja ferðatímabilið þangað inn í haust- ið. Iceland Express er þátttakandi í verkefninu Ísland allt árið og því er unnið að því að fjölga þeim áfangastöðum sem flogið er til inn í haustið og jafnvel veturinn. Hluti af þessu er að bjóða erlendum ferðamönnum upp á fleiri mögu- leika á áfangastöðum á Íslandi en Keflavík. Þegar sumarflugi Ice- land Express milli Akureyrar og Egilsstaða til Kaupmannahafn- ar lýkur í ágúst er stefnan sett á beint flug milli Akureyrar og ein- hvers áfangastaðar í Evrópu í októ- ber og nóvember. Þar virðist mesta eftirspurnin vera eftir beinu flugi til London. Þá er verið að skoða flug frá Akureyri í febrúar. Allt er þetta gert í samvinnu við ferða- þjónustuna og fleiri aðila á Akur- eyri og Norðurlandi til að auka ferðamannastrauminn yfir vetr- artímann. Markmið Iceland Express er og hefur alltaf verið að lækka verð, bæði innlendum og erlendum ferðamönnum til hagsbóta sem þá hafa meira milli handanna á ferðalögum sínum. Í níu ára sögu sinni hefur Iceland Express verið leiðandi í lækkun á verði farmiða og ætlar sér að vera leiðandi í þeirri vaxandi samkeppni sem er í flugi til og frá Íslandi. Iceland Express leiðbeinir fólki við að fullkomna ferðina sína og býður upp á ýmiss konar þjónustu í þeim efnum. Félagið er með hag- stæða samninga við bæði hótel og bílaleigur þannig að óvíða er hægt að tryggja sér ódýrari gistingu og bílaleigubíla víðs vegar um Evr- ópu en hjá okkur. Hjá Iceland Express er rekin öf lug hópadei ld sem legg- ur sig fram við að gera hópferð- ina ógleymanlega. Ýmsir mögu- leikar eru á að sérsníða hópferð- ina, til dæmis með sérstökum mat um borð í flugvélunum og jafnvel skemmtiatriðum ef þess er óskað. Þá býður ferðaskrifstofan Express ferðir einnig upp á marga spenn- andi möguleika í hagstæðum sér- ferðum og borgarferðum þar sem flestir ættu að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi. Þar er næst á dagskrá skemmtiferð með Helga Björns söngvara til Berlínar sem var einnig í boði í fyrra en seldist upp á augabragði. Iceland Express á fljúgandi ferð Sumaráætlun Iceland Express einkennist af krafti og áræðni þar sem boðið er upp á margar nýjungar fyrir íslenska ferðamenn. Edinborg býr yfir einstökum sjarma. Vilnius, höfuðborg Litháen, geymir fallegar perlur. Barcelona iðar af lífi. Prag er heillandi borg sem er gaman að heimsækja. Dómkirkjan í Köln lætur engan ósnortinn. 5
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.