Fréttablaðið - 31.03.2012, Síða 90

Fréttablaðið - 31.03.2012, Síða 90
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 31. MARS 2012106 Borgarferðir eru gjarna skipu-lagðar út frá þörfum fullorð-inna, sem skottast burt frá börnum og buru til þeirra lysti- semda sem borgirnar hafa upp á að bjóða, svo sem í mat og menn- ingu. En borgir eru sannkallaður ævintýraheimur fyrir börn sé rétt haldið á spilunum við undirbúning og skipulagningu ferðarinnar. Þær geta verið meira krefjandi en um leið meira gefandi með fræðslu og uppbyggilegri samveru. Þegar heim er komið stendur eftir eftirminnileg ferð sem skilur ef til vill meira eftir en vikugutl við sundlaugarbakka. Magnaðar kirkjur, eldgömul og ógnvænleg málverk á glæsilegum söfnum, bátsferðir um ár og síki þar sem njóta má útsýnis yfir stórkost- legar byggingar og svo auðvitað fal- legir garðar, kaffihús, skemmtigarð- ar, sporvagnar og lífið í stórborginni sem eru svo allt öðruvísi en á Fróni. Með þessi atriði í huga er ljóst að París er paradís fyrir barnafjöl- skyldur svo fremi sem nokkrir mik- ilvægir og hagnýtir þættir eru hafð- ir í huga svo sem: ● Að taka almennt lengri tíma í hlutina þegar börn eru með í för. ● Að hvíla litla ferðalanga reglu- lega, vera með þægilegan bak- poka og hafa alltaf vatn og hollt nasl með í för. ● Nýta salerni alls staðar þar sem hægt er að koma því við. ● Leyfa barninu / börnunum að taka myndir, skoða kortið, velta fyrir sér leiðarkerfum neðan- jarðarlesta og strætó og þess háttar þannig að það verði virk- ur þátttakandi í ferðinni. Slíkur undirbúningur nýtist barninu vel þegar það fer á eigin vegum út í heim síðar á ævinni. ● Það er ágætis viðmið að ferðast ekki með of ung börn í borgar- ferðum. Stálpuð börn eru lík- legri til að njóta borganna betur. Eiffel-turninn er sennilega þekktasta kennileiti í heimi og magnað verkfræðiundur. Allt í sambandi við þennan turn er lík- legt til þess að vekja óskipta að- dáun og „váá-viðbrögð“ barna og hrifnæmra sálna. Hæðin, sagan, gerð hans, þ.e. hvernig hann er skrúfaður saman upp í loft eins og mekkanó, lýsingin og glitljós- in eftir myrkur, lyftuferðin og út- sýnið. Fjömargir hafa lagt leið sína upp í þennan magnaða turn, en eins og alltaf þegar ferðast er með börn, hafa þau lag á því að opna augu hinna eldri fyrir ýmsum föld- um smáatriðum sem eru oft býsna mögnuð. Disneyland í París vill stundum gleymast vegna þess að sama land í Flórída ku vera enn stærra og þekktara. Þessi víðfrægi skemmti- garður, sem er uppfullur af karakt- erum úr sögum sem börn þekkja vel, er aðgengilegur og laus við að vera yfirgengilegur. Fólk gleym- ir sér í ævintýraheimi með falleg- um prinsessum, Lísu í Undralandi, Bósa Ljósár, vondum stjúpum og eldspúandi drekum, í rússíbön- um, völundarhúsum, út í geim og inn í völundarhús. Walt Disney kvikmyndaverið gegnt Disneylandi sjálfu er kapítuli út af fyrir sig sem höfðar meira til stálpaðri barna og unglinga. Notre Dame kirkjan í París er gríðarlega glæsileg bygging. Gerð hennar hófst á öndverðri 12. öld þó svo hún hafi verið endurbyggð gegnum aldirnar. En það er ekki aldur kirkjunnar sem vekur mesta athygli barna og hrifnæmra ferða- manna, heldur stærðin og öll dýrð- in. Það er ágætis ráð að horfa á Disney-útgáfuna af Hringjaran- um í Notre Dame og tengja heim- sóknina til borgarinnar betur við bygginguna, litríka gluggana, dýr- lingana og ógnvekjandi steinþurs- ana sem veita kirkjunni vernd gegn illum öndum og eru ansi illskeytt- ir á að líta. Louvre-safnið. Hver segir að börn geti ekki heillast af heimslist- inni? Monu Lísu, Venus frá Míló, raunverulegum og eldgömlum egypskum múmíum og fjöldanum öllum af stórskrýtnum málverkum, feitum englabörnum með vængi, heilögum Maríum, skrímslum, styrjöldum og fleiru sem málur- um aldanna hefur þótt ástæða að setja á mynd. Hér þarf sérstaklega að hafa í huga að ganga ekki fram af ungviðinu með því að heim- sækja of margar álmur né ætla að uppfræða of mikið, heldur leyfa börnunum einfaldlega að njóta þess sem fyrir augu ber án kvaða en með hvíld. Paradís fyrir börn í París Þegar ferðalög með börn til útlanda standa fyrir dyrum er viðmiðið gjarna að ungviðið hafi aðgang að strönd, leiktækjum og sundlaug. Með réttu skipulagi má þó hæglega taka börnin með í borgarferðir og allar líkur á að nýr ævintýraheimur opnist. Eiffel-turninn er magnaður á öllum tímum sólarhringsins.Ævintýrin lifna við í Disneylandi. Dóra Magnúsdóttir, markaðsstjóri ferðamála hjá Höfuðborgar- stofu skrifar: Í rúmlega 40 ár hefur ferða-þjónustufyrirtækið Reykjavik Excursions – Kynnisferðir keyrt erlenda og innlenda ferðamenn um Ísland og verið leiðandi í skipu- lögðum rútuferðum hérlendis. Fyrir tækið býður upp á rútuferð- ir til vinsælla ferðamannastaða, skoðunarferðir í og við Reykja- vík með leiðsögn auk ýmissa ann- arra ferða. Samfara auknum ferða- mannastraumi til landsins hafa Kynnisferðir aðlagað þjónustu sína að auknum kröfum ferðamanna. Hentugur kostur fyrir ferðamenn Fyrir ferðamenn sem vilja ferðast á ódýran og hagkvæman hátt um Ísland er Iceland on your own (Ís- land á eigin vegum) góður val- kostur. Fjölmargar ferðir eru í boði fyrir ferðamenn og með GPS tækninni er boðið upp á leiðsögn á ensku fyrir ferðamenn. Þórar- inn Þór, sölu- og markaðsstjóri Kynnisferða, segir erlenda ferða- menn hafa tekið þessari nýjung vel. „Leiðakerfi okkar er byggt á göml- um grunni og hentar mjög vel fyrir innlenda og erlenda ferðamenn. Það er ekki bara hentugt fyrir er- lenda ferðamenn heldur líka fyrir Íslendinga sem vilja ferðast um landið, til dæmis fyrir þá sem eru að skipuleggja gönguferðir.“ Að sögn Þórarins eru erlendir ferða- menn í miklum meirihluta en Ís- lendingum fjölgar þó jafnt og þétt. Vinsælustu áfangastaðir Kynnis- ferða eru Landmannalaugar, Þórs- mörk, Skaftafell og Jökulsárlón. Þægindi í fyrirrúmi Flugrútan hefur í rúmlega 30 ár f lutt farþega til og frá Leifsstöð. Hingað til hafa erlendir ferðamenn að mestu leyti nýtt sér þá þjónustu en Kynnisferðir eru í meiri mæli að kynna þjónustuna fyrir innlend- um ferðalöngum. Þórarinn segir Íslendinga hingað til hafa verið trega við að nýta sér þessa þjónustu og kjósa frekar að ferðast á milli með einkabíl eða að láta sækja sig í Leifsstöð. „Augljós kostur við Flug- rútuna er sá að farþegar geta slak- að á á ferð sinni milli höfuðborgar- svæðisins og Leifsstöðvar. Þar sem allar rútur okkar eru með þráð- lausu neti geta farþegar nýtt tím- ann til vinnu eða skemmtunar.“ Hann segir að Kynnisferðir séu að kynna þennan valkost betur fyrir Íslendingum, þá sérstaklega þeim sem búa nálægt BSÍ. „Íslendingar eru farnir að nýta sér meira Flug- rútuna þótt sú þróun sé hæg. Það virðist vera þannig að Íslendingar séu bara svo vanir að fara á einka- bíl út í Leifsstöð eða láta sækja sig þangað. Það kostar sitt að keyra á milli og geyma bílinn við Leifsstöð, sérstaklega ef maður keyrir einn. Því er Flugrútan skynsamlegasti kosturinn.“ Fjölbreytt þjónusta fyrir ferðamenn Ferðaþjónustufyrirtækið Kynnisferðir hefur í áratugi boðið ferðamönnum upp á fjölbreyttar og hagkvæmar rútuferðir. Ísland á eigin vegum og Flugrútan er heppilegur ferðamáti fyrir Íslendinga segir Þórarinn Þór, sölu- og markaðsstjóri Kynnisferða. MYND/ANTON BRINK Fátt er leiðinlegra en blaut föt í útilegu. Það er rigning úti, krakk- arnir eru búnir að vaða út í læk og fyrr en varir eru vistarverurnar fullar af blautum og rökum fötum sem erfitt getur verið að þurrka. Ef ekki er hægt að komast í þurrkara eða þvottahús á tjaldsvæðinu eru góð ráð dýr. Hér á eftir eru nokkur ráð sem gætu hjálpað. ● Vertu viss um að vera með nóg af fötum til skiptanna. ● Vertu með aukatösku, box eða poka til að geyma blaut föt í ef ekki er hægt að þurrka þau strax. ● Taktu með regnföt, góðan skóbúnað, regnslá og regnhlíf. ● Forðastu að taka með föt sem draga mikinn raka í sig og eru lengi að þorna; gallabuxur og bómullarfatnaður er lengi að þorna. Gerviefni úr pólíester dregur minni raka í sig og þornar fyrr. ● Vertu með nóg af sokkum til skiptanna og poka til að setja í skóna ef í harðbakkann slær. ● Taktu snæri og þvottaklemmur með. Auðvelt er að strengja þvottasnúru milli trjágreina eða tjaldsúlna til að hengja blautu fötin á. ● Kveiktu lítinn varðeld og þurrkaðu fötin, gættu þess þó að hann trufli ekki aðra eða af honum stafi hætta. Varastu að fara of ná- lægt, fötin gætu brunnið eða komið af þeim brunalykt. ● Leggðu fötin á heitan stein eða flöt sem sólin hefur hitað, snúðu flíkinni reglulega til að flýta fyrir þurrkun. Þessi aðferð hefur þó þann ókost að fötin gætu fokið eða óhreinkast. ● Reyndu að skipuleggja ferðalagið eftir veðurspánni og forðastu rigningu. ● Ef það rignir er gott að hafa góðar bækur meðferðis eða spil. Fátt er notalegra en að sitja inni og hlusta á þægilegan rigning- arniðinn fyrir utan. Mér finnst rigningin blaut
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.