Fréttablaðið - 31.03.2012, Síða 92
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 31. MARS 201212
Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður hafa
kynnt allar hljómsveitirnar sem koma fram. Hátíðin fer fram á
Ísafirði um páskahelgina og er þetta í níunda sinn sem hátíðin
er haldin. Meðal hljómsveita sem koma fram í ár eru HAM,
Sykur, Jón Jónsson, Skálmöld, Retro Stefson og Páll Óskar
sem syngur með Sunnukórnum. Yfir 30 listamenn koma
fram á hátíðinni í ár. Tónlistarhátíðinni verður streymt á vef
Inspired by Iceland en hátíðin var einnig send út í fyrra.
Þá fylgdust um 26.000 manns með beinni útsendingu.
Um 3.000 manns sækja hátíðina en ekkert kostar inn á
hana. Allir listamenn sem koma fram gefa vinnu sína.
GÓÐUR GÁTLISTI
Borgaraþjónusta utanríkis-
ráðuneytisins hefur sett saman
gátlista fyrir ferðalagið. Þar eru
upp talin atriði sem rétt er að
huga að áður en haldið er af stað
í ferðalag erlendis. Hægt er að
finna listann í ítarlegri útgáfu á
vefsíðunni utanrikisraduneyti.is.
Ferðaviðvaranir
Upplýsingar um næsta íslenska
sendiráð og/eða ræðisskrifstofu
Vegabréf
Vegabréfsáritanir
Ökuskírteini
Peningar
Farmiðar
Ferðatryggingar
Vottorð – sjúkratryggingakort
Bólusetningar
Ferðalög með börn
Lög, reglur og siðvenjur í því
landi sem heimsækja á
Á EIGIN VEGUM
Ferðalangur.net er upp-
lýsingavefur og ferðavefur fyrir
ferðalanga sem ferðast á eigin
vegum. Þar er að finna upp-
lýsingar um borgir, bæi, flug,
hótel, bílaleigu, íbúðaskipti og
ýmislegt fleira.
Á síðunni er líka að finna
rafræna bók, Vertu þín eigin
ferðaskrifstofa, sem gagnast
þeim sem vilja ferðast með sem
hagkvæmustum hætti.
Á bak við vefsíðuna stendur
Margrét Gunnarsdóttir upp-
lýsingafræðingur sem hefur
talsverða reynslu af fararstjórn
og ferðalögum.
DAGSKRÁ ALDREI FÓR ÉG SUÐUR TILBÚIN
NJÓTTU ÞESS AÐ FERÐAST Á EINFALDAN HÁTT.
ÞÚ KEMST ÞANGAÐ
MEÐ OKKUR!
Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar
komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll.
Kauptu miða núna á www.flugrutan.is
Alltaf laus sæti.
BSÍ - Umferðarmiðstöðin
101 Reykjavík
580 5400
OR
Frí þráðlaus internet-
tenging í öllum bílum