Fréttablaðið - 31.03.2012, Page 100
LAUGARDAGUR 31. mars 2012 60
M
iklar umræður
urðu um skýrsl-
una þegar hún
var kynnt, en
nokkuð hefur
dregið úr þeirri
umræðu,“ segir Fredrik Sejer-
sted, formaður Evrópunefndar
norska Stórþingsins.
Evrópunefndin sendi í janúar
frá sér meira en 900 blaðsíðna
skýrslu þar sem dregnar eru
saman helstu niðurstöður tveggja
ára rannsókna fræðimanna á
margvíslegum áhrifum samn-
ingsins um Evrópska efnahags-
svæðið á norskt samfélag.
„Umræðan á þó eftir að fara
af stað aftur þegar ríkisstjórn-
in leggur fram hvítbók sína um
skýrsluna, sem verður næsta
haust. Þá fer þetta fyrir þing-
ið.“ Hann segir skýrsluna nú í
umræðu og skoðun hjá ýmsum
stofnunum samfélagsins og
smám saman sé hún að verða
grundvallarrit fyrir alla umræðu
um áhrif samningsins á norskt
samfélag.
Hljóðlát Evrópuvæðing
Meginniðurstöður nefndarinnar
voru þær að samningurinn hafi
haft góð efnahagsáhrif í Noregi
en verulega skorti upp á að ein-
hliða upptaka Evrópulöggjafar
uppfylli kröfur um lýðræði.
Að mati nefndarinnar hefur
Noregur tekið upp 75 prósent
af löggjöf Evrópusambands-
ins, að mestu nánast sjálfvirkt
án mikilla umræðna á norsk-
um stjórnmálavettvangi. Þessi
hljóðláta Evrópuvæðing Noregs
kom nefndarmönnum á óvart, en
ástæða þess hve litlar deilur hafa
orðið um hana í Noregi er að mati
Sejersteds ekki eingöngu sú, að
efnahagsáhrifin á norskt samfé-
lag hafa verið góð.
„Að vísu hafa áhrifin verið til
góðs, og ekki bara efnahagslega
Málamiðlun sem fáir vilja hrófla við
Nærri þúsund blaðsíðna skýrsla Evrópunefndar norska þingsins um EES er smám saman að verða grundvallarrit um áhrif samningsins
á samfélagið. Frederik Sejerstad formaður nefndarinnar sagði Guðsteini Bjarnasyni að lítill ágreiningur hafi verið um aðlögun að ESB.
FREDRIK SEJERSTED Formaður norsku Evrópunefndarinnar með skýrsluna þykku, sem hann hefur verið að kynna íslenskum stjórnvöldum og háskólafólki. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Þetta
segir mér að
formsatriði
og prinsippmál snúast
um eitthvað allt annað en
hið raunverulega inntak
Evrópusamrunans.