Fréttablaðið - 31.03.2012, Side 111

Fréttablaðið - 31.03.2012, Side 111
LAUGARDAGUR 31. mars 2012 71 hvernig ævintýrinu lýkur – upp- haflega áttu bækurnar aðeins að vera þrjár en eru nú sagðar eiga að verða sjö. Stefnir sú saga í að verða um margt jafndramatísk og fantasía George R. R. Martin. Beðið eftir sögulokum „Togaðu ritvélina út úr rassgatinu á þér og haltu áfram að skrifa,“ voru skilaboð til Martin frá að- dáenda sem orðinn var langeygður eftir nýrri bók í flokknum sem nú þegar telur um 5000 blaðsíður, 1,7 milljón orð og meira en 1000 nafn- greindar persónur. Aðrir hafa sett upp heilu vefsíðurnar helgaðar, að þeim finnst, seinagangi Martin. Þar núa þeir höfundi vinnulagi hans um nasir og saka hann um leti þegar kemur að skrifunum. „Fyrst við vitum öll að [Martin] getur ekki skrifað nema hann sé staddur á sér- staka rit-staðnum sínum, íklæddur sérstöku rit-stígvélunum sínum, með hitann nákvæmlega stilltan á 20 gráður og sólina í Vatnsberanum geri ég ráð fyrir að sá stóri hafi ekki komið einu einasta orði niður á blað í dag.“ Hvað sem öðru líður hljóta úthrópanir fólks, sem kveðst vera aðdáendur bókanna, að bera vott um hve sterkar tilfinningar lesenda eru í garð sagna Martin. Weiss og Benioff var mjög í mun að þættir þeirra höfðuðu til fleiri en aðdá- enda bókanna. En óttuðust þeir aldrei að reita til reiði þessa sömu áhangendur og verða fyrir orð- skárri heift þeirra? Weiss skellir hvellt upp úr en þagnar jafnharðan aftur. Báða setur hljóða góða stund. „Nei,“ segir Weiss loks. Neitunin er þó langt frá því að hljóma sann- færandi. Flöktandi fljóta augu hans með drapplituðum veggjum hótel- herbergisins skreyttum doppum í öðru blæbrigði af drapplit. Þau stað- næmast að endingu rétt fyrir ofan hausamót viðmælanda. Augnsam- band er ekki veitt. „Ég held að upp til hópa hafi að- dáendurnir reynst mjög áhuga samir um þættina,“ heldur Weiss áfram. Hörku gætir í röddinni. Andrúms- loft herbergisins virðist hafa snar- kólnað. Hafði ég komið við við- kvæman blett? „Og mjög kurteisir …“ Þögn. Skyndilega færist skakkt bros yfir varirnar. „Og næstum því aldrei hrottalegir.“ Það harðnar yfir svipnum á ný. „Ég myndi ekki segja að við værum hræddir við þá því það væri ekki mjög gagnlegt sam- band.“ Benioff tekur af honum orðið. Djúpgrá augun virðast hvassari en fyrr. „Við getum ekki skrifað út frá ótta. Við værum stöðugt að ritskoða sjálfa okkur. Það er ekki hægt að gera öllum til geðs. Það verða alltaf einhverjir sem kvarta yfir hinum ýmsu hlutum. Auk þess eru aðdá- endurnir ekki einn einsleitur hópur. Þeir eru ekki sammála um allt. Þá greinir á. Við reynum að búa til eins góða þætti og við getum – þætti sem í fyrsta lagi okkur líkar við og í öðru lagi George líkar við. Við getum aldrei gert öllum milljónum lesenda bókanna til geðs.“ Þeim Weiss og Benioff tókst ætl- unarverk sitt. Þeir frelsuðu fantasíu George R. R. Martin – og kannski grein fantasíunnar í heild sinni – úr greipum nördanna. Hve uppnæmir þeir virðast hins vegar þegar þann hóp ber á góma kann þó að benda til þess að sjálfir séu þeir í heljar- greipum álits þessara sömu nörda. „Ég elska landið þitt!“ hrópar leikarinn Kit Harington upp yfir sig er blaðamaður kveðst vera frá Íslandi og vilja fá að ræða við hann um tökur þáttanna Game of Thrones sem fram fóru á Vatnajökli í nóvember síðastliðnum. „Það er einn af þessum stöðum sem ég myndi vilja flytja til. Ég elska það í alvöru! Ísland á sérstakan stað í hjarta mér.“ Ákafi Kit er svo dásamlega einlægur að blaða- maður þarf að hafa sig allan við að teygja ekki fram armana og klípa í rjóðar, tuttugu og fimm ára kinnarnar á honum og segja „gútsí-gú“. Kit er nýútskrifaður úr leiklistarskóla. Engu að síður hafa honum hlotnast tvær stórar rullur á síðustu misserum: Annars vegar aðalhlutverkið í leikritinu War Horse sem sýnt var í breska Þjóðleikhúsinu og nú síðast hlutverk geðþekka bastarðsins Jon Snow í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. „Við dvöldum á Íslandi í um fjórar vikur við tökur,“ segir Kit. „Við tókum upp á þremur mismunandi stöðum á jöklinum. Og það var kalt.“ Hann hlær. „Skeggið á okkur fraus.“ Rakað virðist bústið andlit hans barnslegt. Ungæðis- legur glampi er í koparbrúnum augunum. Þetta er tæpast ásjóna manns sem maður fæli það torvelda verkefni að verja heimsálfuna Vesturás fyrir ágangi lifandi dauðra ófreskja sem kallast Hvítgöngurnar (White Walkers). „Ísland tók vel á móti okkur. Við vorum mjög heppin með veður. Dagarnir voru heiðskírir og vetrarsólin skein á okkur. Einn myndatöku- mannanna sagðist hafa skotið magnaðasta myndskeið ferils síns á jöklinum. Allt í einum heyrðum við einhvern hrópa: „JESS!““ Kit segist nýverið hafa fengið að horfa á brot úr senum sem teknar voru upp á Íslandi. „Þær eru svo fallegar og framandi. Þær líta út eins og tölvu- grafík. Við fórum til Íslands til að forðast að nota tölvugrafík en furðulegt nokk varð niðurstaðan í raun óraunverulegri en grafík.“ Persóna Kit í þáttunum er send til hins kalda Norðurs þar sem hann gengur til liðs við varðlið Næturvarðanna. Hjálpaði kuldinn á Íslandi honum að komast í karakter? „Sem leikari er engu líkt að vera staddur í umhverfi eins og því sem karakterinn á að vera staddur í. Og Ísland er eins nálægt Norðrinu og hægt er að hafa það. Það er kalt, hrjóstrugt, landslagið er framandi og á sinn eigin hátt er það gríðarlega fallegt. Aðstæðurnar hjálpuðu okkur leikurunum mjög.“ Áætlað er að tökur á þriðju seríu Game of Thrones hefjist í júlí. Kit segist vona að þær fari aftur fram á Íslandi. ÍSLAND EINS OG TÖLVUGRAFÍK Holtagarðar & Smáralind & Kringlan & Garðabær & Hringbraut Nýtt bakarí Jóa Fel við Hringbraut Nú hefur Jói Fel opnað nýtt og glæsilegt bakarí við Hringbraut (JL húsinu). Um helgina verður mikið úrval af góðum brauðum og kökum í boði. Bakaríð er opið alla virka daga frá kl. 7 - 18 og frá kl. 8 - 17 allar helgar. Verið hjartanlega velkomin. Jói Fel notar eingöngu Odense marsípan. Bjóðum gestum upp á rjúkandi heitt Illy kaffi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.