Fréttablaðið - 31.03.2012, Side 130
31. mars 2012 LAUGARDAGUR90 90
popp@frettabladid.is
Hungurleikarnir, íslensk þýðing
bókarinnar The Hunger Games
eftir Suzanne Collins, er uppseld á
lager Forlagsins. Fjögur þúsund ein-
tök eru farin úr húsi en einhver ein-
tök eru þó eftir hjá smásölum.
„Unglingarnir streyma í búðirnar,
sem er frábært. Hungurleikaæðið er
algjörlega byrjað,“ segir Erla Björg
Gunnarsdóttir hjá Forlaginu. Sam-
nefnd kvikmynd hefur slegið í gegn
í Bandaríkjunum og hefur einnig
fengið góða aðsókn hér heima. „Inn-
bundna bókin kom út fyrir jólin og
þá kveiktu krakkarnir ekki eins
mikið á þessu. Þetta byrjaði fyrir
alvöru tveimur til þremur vikum
fyrir frumsýningu myndarinnar.“
Bókin er nýkomin út í kilju og
einnig í rafbókarformi. Vegna
þessara miklu vinsælda hefur
Forlagið ákveðið að flýta þýðingu
á næstu bók í þríleiknum en hún
átti upphaflega að koma út fyrir
næstu jól. Stefnt er á útgáfu
hennar í maí í þýðingu Guðna
Kolbeinssonar. - fb
Hungurleikarnir að seljast upp
VINSÆLIR HUNGURLEIKAR Kvikmyndin The Hunger Games hefur vakið mikla athygli
á samnefndri bók Suzanne Collins.
Bítlarnir hafa komið í veg fyrir
að hollenskt fyrirtæki noti nafn
hljómsveitarinnar á hjólastóla
sem það framleiðir. Apple Corps,
sem Bítlarnir stofnuðu, hafði
áður komið í veg fyrir að fyrir-
tækið notaði Bítlanafnið á önnur
farartæki sem það framleiddi.
Núna hefur Evrópudómstóll-
inn dæmt Apple Corps í hag og
meinað hollenska fyrir tækinu
einnig að nota Bítlanafnið á
hjólastólana. Dómstóllinn taldi
ekki við hæfi að hið góða orð sem
færi af Bítlunum og það hversu
góð söluvara þeir eru yrði not-
fært til að selja hjólastólana.
Bítlar ekki á
hjólastólum
Danska strákahljómsveitin A
Friend In London er heldur betur
búin að slá í gegn frá því hún
mætti til Düsseldorf og söng lagið
New Tomorrow fyrir hönd Dana í
Eurovision-keppninni í fyrra.
Lagið hefur verið eitt það vin-
sælasta í spilun eftir keppnina,
en það náði fimmta sætinu með
134 stig. Á úrslitakvöldi undan-
keppni Eurovision í Danmörku,
Dansk Melodi Grand Prix, þann 21.
janúar síðastliðinn kom hljómsveit-
in fram ásamt Backstreet Boys-
meðlimnum Howie D. Það sem
fáir vissu þá var að það var aðeins
upphafið af samstarfi hljómsveit-
anna því nú hefur verið tilkynnt
að A Friend In London fari með
Backstreet Boys og New Kids On
The Block í tónleikaferð um Evr-
ópu. Ferðin hefst í Dublin á Írlandi
þann 21. apríl og ferðast hljóm-
sveitirnar um Bretland og til Hol-
lands, Belgíu, Sviss, Danmerkur
og Noregs, áður en ferðinni lýkur í
Ósló í Noregi þann 14. maí. - trs
Túrar með
goðsögnum
VELGENGNI Tim Schou og félagar í A
Friend In London halda í tónleikaferð
með Backstreet Boys og New Kid On
The Block í apríl.
Námskeiðið verður haldið í Kaldalóni og hefst það kl.20.00
Á námskeiðinu verður farið í gegnum helstu hættur sem að hjónabandi og
sambúð steðja í dag og bent á leiðir til að varast þær.
Markmið kvöldsins er:
• AÐ KVEIKJA FERSKAR HUGMYNDIR Í SAMBANDINU
• AÐ FINNA NÝJAR LEIÐIR TIL AÐ LEYSA ÚR VANDA
• AÐ GERA GOTT SAMBAND BETRA OG TRAUSTARA
• AÐ SKOÐA SAMSKIPTI OKKAR TIL AÐ STYRKJA ÞAU
• AÐ NJÓTA GÓÐRAR KVÖLDSTUNDAR MEÐ ÁSTINNI SINNI
Í lok námskeiðsins fá þátttakenndur sjö vikna heimaverkefni til að styrkja
sambandið enn frekar.
Leiðbeinandi er sr. Þórhallur Heimisson, en yfir 6000 pör hafa tekið þátt í
hjónanámskeiðum hans.
Upplýsingar og skráning fer fram í síma 8917562 og á
thorhallur33@gmail.com
JÁKVÆTT NÁMSKEIÐ UM HJÓNABAND
OG SAMBÚÐ Í HÖRPU 28. APRÍL.
ÁRA Í DAG Leikkonan Jessica Szohr er hvað best þekkt fyrir
leik sinn sjónvarpsþáttaröðinni Gossip Girl.27
Annars árs nemar í fatahönnun við
Listaháskóla Íslands blésu til tísku-
sýningar í skemmu Brims Seafood.
Sýningin var í tengslum við Reykja-
vík Fashion Festival og margir lögðu
leið sína til að sjá frumlega hönnun
fatahönnunarnema. Meðal gesta
var forseti Íslands Ólafur Ragnar
Grímsson ásamt dóttur sinni Tinnu.
Sýningargestir voru sammála um að
framtíðin í fatahönnun væri björt.
LITRÍKT HJÁ
FATAHÖNNUÐUM
FRAMTÍÐINNAR
GAMAN Förðunarmeistarinn
Ísak ásamt vinkonu sinni
Anítu. ÁHUGASAMIR Gestir sýningarinnar fylgdust spenntir með.
FLOTTAR Þær Carolina, Eva, Mai og Halla mættu spenntar á sýninguna.
GÓÐIR GESTIR Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar LHÍ, sést hér
ásamt Kríu, Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og dóttur hans Tinnu.
SPENNT Þau Sigurður Arnarsson, Arnar Hannesson og Anna Ólafsdóttir á tískusýn-
ingunni.
LITRÍKT Þessi frumlegi kjóll var meðal þess sem mátti sjá á tískupallinum.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN