Fréttablaðið - 31.03.2012, Qupperneq 133
LAUGARDAGUR 31. mars 2012 93
Fyrirsætan og vandræðageml-
ingurinn Janice Dickinson er
ekki aðdáandi raunveruleika-
stjörnunnar Kim Kardashian ef
marka má orð hennar við blaða-
mann RadarOnline.
Í viðtalinu er Dickinson spurð
út í atvik sem átti sér stað í Los
Angeles í síðustu viku þegar
kona hellti úr hveitipoka á Kim
Kardashian til að mótmæla loð-
feldanotkun stjörnunnar. „Að
henda hveiti í fólk er dónalegt.
Mér finnst að Kim hefði átt að
vera þakin tjöru og fiðri. Ég styð
PETA og finnst allir þeir sem
klæðast loðfeldum vera dóna legir
og ógeðfelldir. Sérstaklega Kim
Kardashian, hún er mjög dónaleg
og ógeðfelld,“ sagði fyrirsætan.
Finnst Kim dónaleg
ÓSÁTT VIÐ KIM Janice Dickinson finnst
að Kim Kardashian hefði átt að fá verri
útreið á blaðamannafundi í síðustu viku.
NORDICPHOTOS/GETTY
Lindsay Lohan segir að vandamál
í einkalífinu hafi orðið til þess að
leiklistarferill hennar hafi verið að
hruni kominn.
Leikkonan hefur komist í kast
við lögin og farið nokkrum sinnum
í meðferð undanfarin ár. Skilorðs-
bundinn dómur sem hún fékk árið
2007 fyrir að aka undir áhrifum
áfengis rann út fyrir skömmu.
Hún viðurkennir að það hafi
tekið langan tíma að átta sig á
að hún yrði að horfast í augu við
vandamál sín svo hún gæti horft
fram á veginn. „Það er þungu
fargi af mér létt núna og ég er
bæði þakklát og ánægð og tilbúin
til að horfa til framtíðar,“ sagði
Lohan við TMZ. Spurð hvað
hefði breytt hugarfari hennar í
tengslum við skilorðið sagði hún:
„Ég hef þroskast og litið til baka
og séð hversu mikla vinnu ég lagði
á mig til að komast á þann stall
sem ég vildi vera á og þá meina
ég skemmtanabransann. Þegar
ég horfi á hvernig mér tókst að
eyðileggja það allt þá hugsa ég
með mér: „Þetta er ekki það sem
ég ætlaði mér. Núna þarftu að
vakna“,“ sagði Lohan.
Ferillinn var að hruni kominn
EKKI Á SKILORÐI Leikkonan Linday
Lohan er ekki lengur á skilorði.
Tryllirinn Svartur á leik er á
leiðinni í kvikmyndahús úti á
landi og eru sýningar í þann
mund að hefjast eða eru þegar
hafnar á Dalvík, Selfossi, Ísa-
firði, í Borgar byggð, Vest-
mannaeyjum og víðar.
Um fimmtíu þúsund manns
hafa séð myndina og hefur hún
halað inn rúmlega 63 milljón-
um króna í tekjur. Hún er nú
þegar orðin fjórða tekjuhæsta
íslenska kvikmynd allra tíma.
Mikil eftirspurn hefur verið
eftir myndinni úti á landi og má
því búast við álíka góðri aðsókn
þar og á höfuð borgarsvæðinu.
Svartur á
leik út á land
VINSÆL Spennumyndin Svartur á leik
hefur notið mikilla vinsælda.
Fatahönnuðurinn Victoria Beck-
ham segist sjálf máta frumgerð
hönnunar sinnar svo hún sjái
betur hvernig flíkurnar passi.
„Það er fyndið að við mátum
flíkurnar á himinháar, sautj-
án ára gamlar fyrirsætur og
svo kem ég og segi: „Jæja, nú
ætla ég að máta. Ég stend fyrir
hina venjulegu konu.“ Þannig
finnst mér best að vinna og
þetta er hluti af hönnunar-
ferlinu. Ég stend á nærfötunum
einum fata og máta föt og efni,“
sagði Beckham í viðtali við
Harper’s Bazaar UK. Ummælin
hafa vakið nokkra athygli því
mörgum þykir Beckham tölu-
vert grennri í vexti en meðal-
kvenmaðurinn.
Mátar
hönnun sína
Tryggðu þér Stöð 2 um páskana
í síma 512 5100 eða á stod2.is
Fullorðna fólkið á æsispennandi páskafrí í vændum á Stöð 2 með mögnuðum kvikmyndum og
vönduðum þáttum. Unga kynslóðin fær hins vegar risastóran skammt af barnaefni af besta tagi.
VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000
INHALE
Magnþrungin spennumynd
eftir Baltasar Kormák.
Páskadag kl. 21:50
VALKYRIE
Tom Cruise í stórmynd
um morðtilræði gegn Hitler.
Laugardaginn 7. apríl kl. 21:50
GAME OF THRONES
Serían sem heimurinn hefur beðið
eftir. Þættirnir eru Evrópufrumsýndir
á Stöð 2, aðeins nokkrum klukkustundum
á eftir USA.
Annan í páskum kl. 20:55
COUPLES RETREAT
Frábær rómantísk
gamanmynd.
Laugardaginn 7. apríl
kl. 20:00
BLACK SWAN
Áhrifamikil
Óskarsverðlaunamynd
með Natalie Portman.
Föstudaginn langa kl. 22:35
GREY’S ANATOMY
Vinsælasti þáttur
Stöðvar 2 er kominn aftur!
Hefst miðvikudaginn
11. apríl kl. 21:15
VETURHÚS
Stærsta björgunarafrek
Íslandssögunnar.
Páskadagdag kl. 20:00
PUBLIC ENEMIES
Johnny Depp í
sannsögulegri
glæpamynd.
Skírdag kl. 21:55
SANNKÖLLUÐ VEISLA FYRIR BÖRNIN
TANGLED - Disney ævintýri eins og þau gerast best.
Frumsýning í sjónvarpi: SVEPPI OG DULARFULLA
HÓTELHERBERGIÐ ...og frábært úrval af öðru vönduðu
barnaefni á íslensku alla páskana!