Heimilisritið - 01.09.1945, Page 4

Heimilisritið - 01.09.1945, Page 4
Gcsmla Guðrún Verðlaunasaga frá Kaupmannahöfn eftir ÓLAF GUNNARSSON SELNES liggur í djúpum hvammi, á þrjá vegu umkringt þverhníptum hömrum, sem hh'fa hvamminum við vestan- norðan- og austanveðrum. í suðri er hafið, — brimhljóð þess heyrist heim að Selnesi nótt og nýtan dag, hversu kyrrt sem hafið annars er. Sunnanvindurinn nýtur sín heldur ekki í hvamminum, hamramir dra'ga hann að sér og veldur það oft annarlegum þyt í gmpurn og tindum, sem blandaðist soghljóði aldnanna, er brotna við marbakkann og fjörusandinn. Hamrar á þrjár hendur, haf á þá fjórðu, fáir bæir hafa slíka umgerð. Það er aðeins örmjó undirlendisræma milli hamraskriðanna og hafs- ins og eftir þessari ræmu ligg- ur götuslóðinn, sem Selnes- menn kalla yeg. Sjálfur hvammurinn er frjó- samur og prýðilega ræktaður, eitt af beztu túnum sveitarinnar og þó víðar væri leitað. í út- jaðri túnsins standa steinar og björg á stangli. í þessum steinum og björg- um ásamt klettunum, sem eru kringum túnið, er allt fullt af álfum, að minnsta kosti full- yrti gamla Guðrún, móðir Am- finns og þeirra systkina, að svo væri. Gamla Guðrún hafði búið á Selnesi í mörg ár og í öll þau ár hafði sambúð hennar og álfa- fólksins verið hin bezta. Hún hafði séð ljós í steinum og klett- um, þegar dimma tók og grá- klædda menn ganga ljósum log- um í túnjaðrinum um hábjart- an daginn. Loðnu og töðufengnu blettimir innan við túnið voru aldrei slegnir meðan gamla Guðrún hafði búsforráðin. Hey- fengur þessara bletta tilheyrði álfunum, og hun vissi eða þótt- ist vita, að væm slægjur þeirra slegnar, gengi í óþurka i þrjár til sex vikur, svo að heyið hirtist þá alltaf hrakið. Gamla Guðrún hafði búið á Selnesi í langa herrans tíð. Tví- tug að aldri giftist hún Stefání 'bónda á Selnesi, og eigi liðu 2 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.