Heimilisritið - 01.09.1945, Side 5

Heimilisritið - 01.09.1945, Side 5
mörg ár áður en hún varð margra bama móðir. Ó1 hún barnahópinn upp með miklum myndugleik. Gamla Guðrún, sem þá var ung, lét þó ekki böm og bú- verk binda sig við heimaverkin, meðan heyannir stóðu yfir eða ef mokafli var á vetrarvertíðinni, þvi útræði var einnig á Selnesi. Þá batt hún krakkana við rúm- stólpana með svo löngu milli- bili, að þau gætu ekki rifið hvert í annað, setti mat í nánd við þau og svo fór hún á engj- ar ásamt manni sínum og bróð- ur. Á sláttudögum rakaði hún á eftir þeim báðum, og þegar þeir höfðu ekki lengur við, tók hún orfið sitt og sló af engu minna kappi en hver gildur karl- maður. Hún eignaðist átta börn; öll urðu þau stór og stæðileg, flest allt að því þriggja álna há. Bókfróð var gamla Guðrún ekki enda hafði hún aldrei haft tima til að sinna slíku, en hún kunni út í yztu æsar allt, sem snerti búskaparlag og lifnaðar- hætti álfa og huldufólks, og um allt þessháttar fræddi hún böm sín í rökkursetum á vetr- arkvöldum. Bömin hennar voru vel af guði gefin, en skóla- menntun hlutu þau litla. Menntunarsnauð voru þau þó ekki, því þau öfluðu sér smám HEIMILISRITIÐ saman allmikils bókakosts og lásu mikið, en sjóndeildarhring- ur þeira var talsvert frábrugð- inn sjóndeildarhring annarra manna. Ef til vill stafaði þetta af mikilli einangrun, ef til vill átti það rætur sínar að rekja til sérkennilegs uppeldis. Öll framkoma þeirra var stór- brotin, þau höfðu öll róm, er fremur minnti á tröll en mennzka menn, einkum Am- finnur, sem var tröllslegastur þeirra allra. En þrátt fyrir stór- karlalegt útlit voru systkinin góðlynd og aðlaðandi í viðmóti. Amfinnur kvæntist myndar- legri konu, og úr því fóru völd gömlu Guðrúnar rénandi. Áður en tíu ár voru liðin frá kvon- fangi Arnfinns sat gamla Guð- rún löngum í horninu í bað- stofubákninu, þeirri stærstu í sveitinni, og hafði ofan af fyrir bamabörnunum. Gigtin kvaldi hana svo að hún varð að gera sér að góðu að halda kyrru fyrir að mestu leyti. Hún sagði nú barnabömum sínum sömu sögumar, sem hún hafði sagt sinum eigin börnum, þegar þau voru lítil. Aldur hennar og ömmunafnið ollu því, að bama- bömin hlustuðu með meiri at- hygli en hennar eigin böm höfðu gert, og áður en foreldr- ar þeirra vissu af, voru þau orðin innlifuð í álfaheimi ömmunnar. 3

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.