Heimilisritið - 01.09.1945, Síða 7

Heimilisritið - 01.09.1945, Síða 7
þegar hún vissi hvað til stóð. Amfinnur gengdi lítt tilmæl- um móður sinnar, hann hafði aldrei lagt mikinn trúnað ó. tilveru álfafólksins. Hann reyndi að gera henni skiljan- legt, að nýir tímar væru runnir upp og fólk hefði annað þarfara að hugsa um en gamla hjátrú og hindurvitni. Sprengingarnar hófust að vor- lagi og var unnið að þeim af kappi fram undir túnaslátt. Spretta var óvenjulega góð þetta ár, einkum voru álfablett- irnir vel sprottnir. Amfinnur ákvað að láta slá þá, það myndi spara langan aðflutning á nokkrum heyhestum. „Sannaðu til, Arnfinnur minn“, sagði sú gamla, „ef þú slærð túnin álfanna gengur í óþurka". Arnfinnur lét sér þó ekki segjast, en sló allt sem slægt var í álfaslægjunum. Svo ein- kennilega vildi til, að skömmu seinna gekk í óþurrka, sem héldust í hálfan mánuð. Heyið af túnum álfanna var þá orðið brúnt af hrakningi og óhug tek- ið að slá á systkini Arnfinns, sem voru veikari fyrir álfasög- um móðurinnar en hann var. Kona Arnfinns hafði undan- farin ár verið heilsuveil. Þegar leið á sumarið versnaði henni, og í sláttulokin voru kraftar hennar þrotnir. Arnfinnur varð að sjá á bak góðri konu og á- gætri ipóður. Hann lét þó ekki bugast af sorg sinni, systir hans tók við búsforráðum innan stokks og gekk börnum bróður síns í móð- urstað. Arnfinnur sjálfur ham- aðist yið útiverkin, fyrst og fremst hin venjulegu haustverk, en undireins og þeim var lokið tók hann til við jarðarbætum- ar. Enn á ný heyrðust spreng- ingadrunurnar, sem bergmáluðu í hömrunum kringum bæinn. Gamla Gúðrún kipptist við í hvert skipti, sem hún heyrði nýja sprengingu. Nonni litli, yngsta barnabarnið, lék sér á pallinum rétt við rúmið henn- ar. „Segðu við pabba þinn, að' hann sé vondur að eyðileggja húsin álfanna“, sagði gamla Guðrún. Nonni litli játti því og svo fekk hann steinsykursmola, sem gamla Guðrún tók úr skjóðu, sem hún geymdi í rúmshominu. Þegar Arnfinnur kom heim til miðdegisverðar þennan dag kom Nonni litli strax til hans. Arnfinnur strauk drengnum hlýlega um ljósu lokkana, sem líktust hári móður hans sáluðu. „Pabbi“, sagði drengurinn. „Þú ert vondur að eyðileggja húsin álfanna“. HEIMILISRITIÐ 5

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.