Heimilisritið - 01.09.1945, Page 16

Heimilisritið - 01.09.1945, Page 16
heyrt að væri mikil leikstarf- semi. Fyrst varð hann að afla sér einhverra peninga. Hann fékk vinnu við að höggva skóg í jbrjá rnánuði. Svo varð hann sölu- maður og seldi glysvaming. Hann kynntist þá Earl Larri- more, sem þá var aðeins sölu- maður í Portland. Clark og hann stofnuðu ferðaleikflokk og lögðu af stað í leikför, ásamt nokkrum öðrum lítt vönum leikurum. Þeir fóru víða og léku nokkur leikrit. í fyrsta hlutverki sínu var Clark svert- ingi, í því næsta sjómaður og því þriðja stórt barn í stóru bamarúmi. Það vantaði ekki gamanið, en peninga vantaði alveg. Flokkurinn kom með mjólkurbát aftur til Portlands og hafði þá unnið fyrir far- gjaldinu á heimleiðinni......... Ein stúlkan í leikflokknum 'hét Franz Doerfler og var eink- ar fríð. Hún og Clark urðu ásí- fangin hvort af öðru. Hann bað hana að giftast sér, en Franz þorði .ekki alveg. Á hverju áttu þau að lifa? Þau dvöldu í nokkrar vikur hjá fjölskyldu hennar á jörð skammt frá Port- landi — nokkrar dýrðlegar vik- ur. Hann hljóp um í samfest- ingi með Franz — þau léku sér og unnu eins og þeim sýndist, og hann gleymdi öllum áhyggj- um. Stúlkan kallaði Clark Stóra kálf, af því að hann hafði svo stór eyru. Semna meir kallaði Spencer Tracy hann Elginn af sömu ástæðu. Hann fékk vinnu við humla- rækt, hann vann að vegalagn- ingum og aftur fór hann að höggva skóg. Þegar hann hafði sparað sér svolítið fé fór hann til Port- lands aftur og enn reyndi hann að komast að við leikhúsin. Hann barði árangurslaust á ótal dyr, þar til hann varð pen- ingalaus. Þá fór hann á fætur íyrir allar aldir á hverjum morgni^ til þess að verða fyrstur til að lesa dagblöðin, og fyrstur til að fara eftir auglýsingum varð- andi vinnutilboð. Hann fékk vinnu hjá símafyrirtæki sem viðgerðarmaður, án þess að vita, að símaleiðslumar yrðu öbeinlínis til þess að leiða hann í fang gæfunnar. Síminn veldur oft miklu Ógift leikkona, Josephine Dillon að nafni, er hafði kennt í leikskóla í Los Angeles, kom til Portlands. Svo vildi til, á meðan hún dvaldi þar, að sím- inn hjá henni bilaði og Clark var sendur til að gera við hann. Þegar hann hafði gert við 14 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.