Heimilisritið - 01.09.1945, Síða 28

Heimilisritið - 01.09.1945, Síða 28
inu, og aðrir en þeir tveir voru ekki í búðinni. Hann varð að fá lausn á gátunni. Hann hringdi því eftir lögreglunni, en gætti þess að hafa aldrei augun af hinum örugga og ró- lega manni á meðan. Tveir óein- kennisbúnir lögreglumenn komu fljótlega inn í búðina. Viðskiptavinurinn leyfði fús- lega, en þó hneykslaður, að láta leita á sér mjög vandlega og kvaðst vilja, fremur en nokkur annar, fá að vita sannleikann í málinu. Hver vasi og hver fell- ing í fötum hans var nákvæm- lega rannsökuð. Hann fór líka S KRITLUR HNAPPAR Það var áður en Reykvíkingar fengu rafveitu. „Eg las athyglisverða grein um rafmagnið í blaðinu í morgun“, sagði unga konan við manninn sinn. „Þar stendur að við munum innan skamms geta fengið ljós og jafnvel hita í allar íbúðir, bara með því að þrýsta á hnapp“. „O, það komum við nú aldrei með að nota“, svaraði maðurinn. ,Hvers vegna ekki, má spyrja?“ „Af því að þú kemur aldrei við nokkum hnapp — líttu bara á vestið mitt“. úr skónum og sokkunum og opnaði munninn. Óhugsandi var að hann hefði gleypt hringinn. Kaupmaðurinn varð að lokum að biðja manninn auðmjúklega afsökunnar og leyfa honum að fara frjálsum ferða sinna. En fáeinum yikum síðar, þeg- ar vorhreingemingar fóru fram á búðinni, fannst dálítið af harð- þornuðu tyggigúmíi, undir ytri brú búðarborðsins, og í því var greinilegt far eftir demants- hringinn sem horfið hafði. Þar hafði hjálparmaður þjófsins tek- ið hann daginn eftir að leitað hafði verið á þjófnum. GAT EKKI VERIÐ HANN Tveir skógarhöggsmenn börðu að dyrum hjá Andrési gamla. „Afsakaðu ónæðið, Andrés", sögðu þeir, „en við gengum fram hjá dauðum manni, sem lá við veginn héma í skóginum og okkur fannst hann líkjast þér“. „Jæja“, segir Andrés. „Hvemig leit hann út? Var hann hár?“ „Nei, á stærð við þig“. „Var hann gráhærður?“ „Já, já“. „Og með alskegg?" „Alskeggjaður, já“. „En hvernig var fótabúnaðurinn? Var hann í hnéháum leðurstígvél- um?“ „Nei, við gátum ekki bettir séð en að hann væri í venjulegum skóm“. „Nú, þá getur það ekki verið ég“. 26 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.