Heimilisritið - 01.09.1945, Side 30

Heimilisritið - 01.09.1945, Side 30
Töfraveigar ástarinnar breyta jarðnesku umhverfi voru í ódá- inslund. Elinor Glyn. Tárin eru kveðjubros kær- leikans. Stenda'hl. Hin stórlátasta kona krýpur dularmætti kærleikans í auð- mýkt. M. Autrim. Kærleikurinn er göfgasta kend sálarinnar og æðsta tak- mark mannlegrar tilveru. Lacordaire. Áhættulaus leikur að ástum er léleg dægradvöl. Priscilla Craven. Konurnar eru blóm, sem yl- geislar ástarinnar vekja til lífs í skrúðgarði tilverunnar. Terentio. Ótryggð í hjónabandi sprettur af forvitniskendri löngun til þess að vita með hvaða hætti aðrir elska. Plutark. Ef kona elskar þig fyrirgefur hún þér allt — jafnvel mis- gjörðir þínar. Elski hún þig ekki getur hún ekki fyrirgefið þér neitt — ekki einu sinni dyggðir þínar. Balzac. Ungri stúlku, sem ástin hef- ur aldrei snortið, fer líkt og fögru blómi, sem yisnar a stönglinum, vegna þess að eng- inn hefur lesið það og lagt að hjarta sínu. Mme. Cecile G.... N.... Flestar konur kjósa fremur harðleikni en blíðu í ástum, og. karlmaðurinn bíður áreiðanlega fleiri ósigra á þeim vettvangi vegna linkindar sinnar, heldur en fyrir þá sök að siðgæði forði konunni frá að gefa upp vörn. Ninon de Lenclos. Sá er mestur munur ástar og vináttu, að ástin þróast bezt við öfgar og andstæður, en vin- áttan krefst rólegs jafnvægis. Mme, de Maintenon. Kærleikurinn er óendanlegur ylgjafi, sem viðheldur æsku manna, glæðir vonir þeirra og léttir þeim leið til æðri þroska. Hrein ást beinir huga mannsins að öllu sem fagurt er, rétt, al- vöruþrungið og göfugt. Sénancourt. Karlmaðurinn elskar ekki alltaf þá sem hann virðir, en hinsvegar virðir konan aðeins þann sem hún elskar. Saniel Dubay. Sé gagnkvæm ást að vakna eða deyja með karli og konu, 28 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.