Heimilisritið - 01.09.1945, Page 32

Heimilisritið - 01.09.1945, Page 32
Ástin er eins og loginn — hún brennir í burtu allan sora. Mme. Clemence Robert. Ástin er dropi úr þeirri guð- legu ódáinsveig, sem himinn lætur drjúpa í bikar lífsins, til þess að draga úr beiskju hans. Rochester. Ein ástanótt getur breytt syndugum manni í guðlega veru. Properce. Vináttan er langminnug, ást- in gleymin. Comtesse Diana. Maður getur elskað oftar en einu sinni, en ekki sömu persónuna. , , . Levis. Þegar „hún“ klípur þig í eyr- að eða strýkur hár þitt með nettu og mjúku höndunum sín- um — ef til vill snerta varir þínar nakta, íturfagra öxl henn- ar í kossi — þá hverfa öll þín hversdagslegu áhugamál í djúp gleymskunnar. H. G. Wells. Ástin fer ekki í manngreinar- álit frekar en dauðinn. Raynal. Geti maðurinn ekki fyrirgefið konu ástarbrot, elskar hann hana. Campoamor. Hjartað hefur einkennilega sterka löngun til þess að kaupa hæsta yerði það sem fánýtast er. Balzac. Vizka allra alda og auður al- heimsins er fánýti eitt á móts við einlægan ástarkoss. Rita. Ef ást mætir mótspyrnu eykst bál hennar, en kulnar út, ef allt fer að óskum. Dorat. Himnaríki er allstaðar þar sem ástin býr. Jean Paul Richter. Sá sem ekki hefur kynnst hamingju hreinnar ástar hefur heldur ekki kynnst þeim un- aðsgjöfum, sem konan getnr gefið. Young. Að elska er að helga líf sitt varðveizlu komandi kynslóða, að ala í sál sinni fræ ódauðleik- ans, gera eilífðina að öreind tímans, og lifa tugi alda á einu andartaki. Virey. Ljóshærð stúlka vekur ástir, en dökkhærð stúlka ástríður. Maður reynir öllu fremur að sigra þá síðarnefndu heldur en að þóknast henni. H. Rowland. so HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.