Heimilisritið - 01.09.1945, Side 37

Heimilisritið - 01.09.1945, Side 37
verið dekrað við hana frá fæð- ingu. Rolf var, af ljósmyndum að sjá, myndarmaður. Hann var góður knattspyrnumaður, en vist enginn sérstakur námsmað- ur. Eg þóttist viss um að ég yrði hamingjusöm á þesssu heimili. En eftir hálft ár bæði hataði ég það og óttaðist. Óvild mín hófst þegar fyrsta kvöldið, sem ég dvaldi þar. Við höfðum ákveðið að búa út af fyir okk- ur. En það var ekki nærri pví komandi. Mæðgumar kröfðust þess að við settumst að í her- bergi Fredes. Þar voru góð hús- gögn. Þegar við voru komin þang- að inn um kvöldið, heyrðum við umgang og pískur í herberginu fyrir framan. Þetta þótti okk- ur leiðinlegt. Og við settumst þama að. Frede kvaðst ekki geta íarið. Hann var þó ekki svo efnum búinn, að hann gæti séð fyrir tveimur f jölskyldum. Mæðgum- ar vildu heldur ekki fara. Kis sat heima og vann sér ekkert inn. Þær álitu ekki umtals- vert, að Frede sæi fyrir þeim að öllu leyti. Eg varð þess vör að honum féll þetta illa. Hann vann í garðinum í frístundum sínum, sem voru fáar. Eg mátti ekk: segja neitt við mæðgurnar. Þær fóru að gráta og kærðu fyrir Frede, ef ég lét nokkra van- þóknun í ljós. Þær ósköpuðust yfir ást þeirri er þær bæru í brjósti til hans o. s. frv. Heim- ilið var orðið mér að raunveru- legu víti. Kvöld nokkurt spurði ég Frede, hvort honum væri það- á móti skapi, að ég færi að vinna á skrifstofu aftur, svo að okkur yrði fært að leigja hús- næði og búa út af fyrir okkur. Frede horfði undrandi á mig. Hann strauk hárið, og ég sá að- hönd hans titraði. Hann ver þreyttur. Frede svaraði: „Ester! Getur þú ekki verið hamingjusöm héma? Mig lang- ar svo til að gera ykkur allar ánægðar. Og ég þarfnast friðar“. Eg kvaðst aðeins vilja bæta fjárhag okkar. En hann bað mig að láta sig í friði. Mér gramdist. Hann hafði aldrei fyrr sagt við mig ónotalegt orð. Daginn eftir var ekið á Frede.. Bíllinn hans valt niður brekku- og hann fannst meðvitundarlaus undir honum. Okkur var sagt að hamr myndi ekki deyja, en, ef til vill,. verða sjónlaus. Hann hafði feng- ið mikið höfuðhögg. Læknirinn' sagði við mig: „Frede hefur haft svima upp á síðkastið og fallið í ómegin nokkmm sinnum. Að líkindum HEIMILISRITIÐ 35'

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.