Heimilisritið - 01.09.1945, Síða 53

Heimilisritið - 01.09.1945, Síða 53
Framhaldssaga, sem byrjaði í júli— heftinu, eftir JOHN DICKSON CARR Þar til DAUDINN aðskilur okkur » PERSÓNUR sem hingað til hafa komið við sögu. Richard Markham (Dick), ungur rithöfundur. Lesley Grant, unnusta hans, nú grunuð um að hafa byrlað þremur mönnum inn eitur. Price, maður sem hefur skot- æfingatjald. Middlesworth, læknir í Six Ashes. Sir Harvey Gilman, sakamála- sérfræðingur, dulbúinn sem forlaga- spámaður, að því er sagt er. Gideon Fell, frægur lögreglulækn- ir. Cynthia Drew, vinstúlka Mark- hams, sem er ástfangin af Jionum. Skýrt hefur verið frá því, að Sir Harvey fullyrðir við þá Markham og Middlesworth, að hann þekki Lesley og að hún sé sami kvenmaðurinn er drepið hafi þrjá menn á eitri, án þess að hægt hafi verið að sanna sekt hennar. Hún kemur heim til Markhams sama kvöldið. Þau eru að tala saman. „Og heldurðu að þeir fari með þetta í blöðin? Verður nafnið mitt birt?“ „Það getur verið, Lesley — er þér eitthvað sérstaklega illa við það?“ „Nei, nei. Það bara spillir hátíðblænum á trúlofun okkar“, „Þú átt við — kvöldið á morg- un, hina sameiginlegu ktöld- máltíð okkar?“ „Já, ekki sízt“. „Eg vil ekki fyrir nokkurn mun missa af því“. „Mig langar til að þá verði allt í lagi. Eg þarf nefnilega að segja þér dálítið áríðandi, og ég er að hugsa um að segja þér frá því annað kvöld þegar við verðum tvö ein heima“. Hún hafði varla sleppt síð- asta orðinu, þegav barið var harkalega á útidyrnar. Dick var fegin trufluninni, flýtti sér til dyra og horfði undrandi á- komumann. Lord Ashe var á sextugs aldri,. meðalmaður á hæð, þrekvax- inn með stálgrá augu, fræði- mannslegan svip og fölleitur. Hann sást sjaldan úti við. Álit- ið var að hann væri að semja sögu ættar sinnar. Hann var alltaf fremur tötralegur til fara,. sem ekki var óeðlilegt, ef tekið var tillit til þes^, hversu háa skatta hann þurfti að greiða, Hann gat verið skemmtilegur í. HEIMILISRITIÐ 511

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.