Heimilisritið - 01.09.1945, Side 55

Heimilisritið - 01.09.1945, Side 55
vákandi. Eg ætla mér ekki að sofna, bara hvílast í nokkrar mínútur. Svo ætla ég að blanda mér í glas“. Ef einhver hefði gægst inn um gluggann — og það er nú fullvíst að viss persóna leit inn um gluggann þessa nótt — hefði hann séð ljóshærðan, ungan mann, með sterkbyggða höku og mjög hvelft ehni, liggjandi í öllum fötunum á legubekk, muldrandi upp úr svefninum, náfölur í andliti. Þessar klukkustundir, þegar Dick Markham ætlaði sér ekki að sofa, en beið þó lægri hluta fyrir svefninum, voru Dick aðeins líkt og dökkt tjald er dregið hafði verið fyrir svið raunveruleikans, þangað til eitt- hvað hljóð vakti hann til vit- undar að nýju. Það glumdi í einhverju, hátt og skerandi... Síminn var að hringja. Þó að Dick væri enn hálfsofandi tók hann heymartólið. Hann heyrði lága, hvíslandi rödd í símanum og hann glaðvaknaði á svip- stundu. „Komið þér undir eins til Popeshúss, þar sem Sir Harvey býr“, sagði lága röddin í sím- anum. „Ef þér komið ekki strax verðið þér of seinir“. „Hver er þetta?“ spurði Dick. „Halló, hver —“. Sambandið var rofið. Hann gat enga grein gert sér fyrir því, hyer hringt hafði. Dick flýtti sér út úr húsinu út í húm óttunnar, og hljóp í aust - urátt eftir veginum, eins hratt og fætur toguðu. Það mótaði fyrir húsi Sir Harveys fram undan, þegar Dick sá að kveikt var í dagstofunni. Það var enn skuggsýnt. Til vinstri handar meðfram veg- inum tók við þéttvaxinn birki- skógur, sem óx alveg fram að hlöðnum steingarði er fylgdl vegbrúninni og afgirti landar- eign Lord Ashes. Dick sá allt í einu, að ein- hver, sem lá í leyni bak við steingarðinn, lagði riffilhlaup ofan á garðinn og miðaði vand- lega á einn af upplýstu glugg- um hússins á móti. „Hæ!“ hrópaði Markham. En hróp hans bar engan ár- angur. Ægilegur hvellur rauf þögn aftureldingarinnar og fuglar þutu upp af greinum trjánna. Launskyttan bafði hleypt skotinu af og Dick sýnd- ist rúða brotna í húsinu. Svo hvarf riffilhlaupið sjónum hans. í fimm til tíu sekúndur stóð Dick hreyfingarlaus í sömu sporum. Hann þorði naumast að gera sér grein fyrir því, sem hann vissi að hafði gerst. Það var vonlaust fyrir hann að leita uppi þann, sem skotið hafði. HEIMILISRITIÐ 5í

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.