Heimilisritið - 01.09.1945, Blaðsíða 58
og opnaði hann. Svo klóraði
hann sig yfir gluggakistuna og
lét sig falla niður á glerbrotin á
gólfinu.
Hin sterka lykt ætlaði í
fyrstu næstum að kæfa hann.
Með erfiðismunum komst hann
að manninum í stólnum og
snerti 'hann. Dick þekkti óð-
ara að þetta yar Sir Harvey
Gilman og hann vissi jafnframt
að hann hafði ekki verið dauð-
ur nema í örfáar mínútur, því
líkið var lítið farið að kólna.
Dick varð litið til dyranna,
sem vissu út að forstofunni.
Hann gekk hröðum skrefum
að dyrunum og skoðaði þær.
Lyklinum hafði verið snúið í
skránni að innanverðu.
„Jæja“, sagði Dick upphátt
við sjálfan sig, „hann sagði að
það gæti alls ekki komið fyrir
hann!“
SVO TÓK DICK eftir ein-
hverju, sem lá á gólfinu við
hliðina á hægindastólmun: lít-
illi handdælu, eins og þær sem
læknar nota er þeir dæla lyfj-
um inn í æðar manna. Hún
hafði dottið á gólfið, niður með
stólnum og komið niður á odd-
inn, eins og hún hefði fallið úr
hendi mannsins, á meðan hann
var á lífi.
Á gólfdúknum, hinum megin
við stólinn lá lítil krukka á
56
hliðinni og úr henni höfðu olt-
ið nokkrir smáprjónar.
Dick tók krukkuna og prjón-
ana upp, ýtti einum þeirra laus-
lega á fingurgóminn og hugs-
aði með sér, að slíkur prjóim
myndi hafa gert sama gagn og
dælan, sem var miklu óhand-
hægari. En hann hugsaði ekki
frekar út í það. Allt í einu
heyrði hann hávaða hjá glugg-
anum. Cynthia hafði klöngrast
inn um gluggan og komið nið-
ur á fætuma, liðug eins og
köttur. Það kvað hátt við þegar
hún lenti á rúðubrotunum.
„Farðu að símanum“, sagði
hann, til þess að þurfa ekki að
svara öllum þeim spumingum,
sem hann vissi að hún vildi fá
svarað. „Nei, bíddu annars“.
Hann minntist þess, að sím-
inn var í forstofunni. Hann opn-
aði hinar tvílæstu dyr, gekk
fram og lokaði á eftir sér. Hann
hringdi til Middlesworth, og
datt í hug um leið, að það hlyti
að vera hryllilegt fyrir Cynthiu
að bíða í næsta herbergi. Sím-
inn hringdi lengi áður en ans-
að var. Það var mjög syfjuleg
kvenmannsrödd, sem kom f
símann.
„Afsakið að ég ónáða yður
frú Middlesworth, en —“
„Læknirinn er ekki heima“r
muldraði frúin, og reyndi að
vera kurteis. „Hann er heima
HEIMILISRITIÐ