Heimilisritið - 01.09.1945, Síða 59

Heimilisritið - 01.09.1945, Síða 59
I hjá Lord Ashe. Ein af vinnu- stúlkunum varð veik í nótt og Lady Ashe heldur að veikindin séu hættuleg. Er þetta ekki Markham?“ „Jú, frú“. „Því miður er hann ekki hér“, sagði frúin smjaðurslega. „Ef það er alvarlegt gætuð þér hringt þangað og spurt um hann. Eða gengið þangað, það er svo stutt fyrir yður. Sælir“. Víst var stutt heim til Lord Ashe. Hann ákvað að fara þangað, það var betra. Hann yrði ekki nema tvær mínútur á leiðinni. Hann’ flýtti sér inn í dagstof- una. Þar stóð Cynthia vand- ræðaleg og nagaði á sér blóð- lausa neðrivörina. „Heyrðu CyntMa. Eg verð að fara upp í Ashe-höll. Eg ætla ekki að vera nema tíu mínútur. Viltu hringja til Bert Miller á meðan og standa vörð. Segðu Bert bara, að Sir Harvey hafl framið sjálfsmorð“. „En —“ „Þú veist sjálf að sá gamli hefur framið sjálfsmorð“. „Ætlarðu að trúa mér fyr- ir þessu, Dick? Segðu mér allt eins og það er — seinna“. „Já, Cynthia, það skal ég gera“. Það var gott að geta haft einhvern, sem hægt var að treysta, að hafa einbeittni og áreiðanleik Cynthiu sér til stuðnings, í þessari gjörninga- þoku. Hann þrýsti hönd henn- ar og fór. Hann gekk beinustu leið til hallarinnar, í gegnum skuggalega birkiskóginn og yf- ir hallartúnið. Lord Ashe kom gangandi fram með framhlið hallarinnar — eins og venjulega í grófgerð- um fötum og fomfálegum frakka með vinnuhanzka á höndum og hélt á litlum greina- klippum. „Nei — góðan daginn“, sagði hann dálítið undrandi. „Góðan daginn, herra. Þér er- uð snemma á fótum“. „Eg fer alltaf á fætur um þetta leyti“, svarði Lord Ashe. Dick varð litið eftir suður- hlið hallarinnar. „Lokið þið aldrei neinum dyr- um eða gluggum héma?“ „Drengur minn“, svaraði Lord Ashe hlæjandi og fingraði við klippumar. „Hér er engu að stela. Málverkin eru öll eftir- líkingar. Frank, eldri bróðir minn, gaf alla ættardýrgrip- ina — þeir fóru til — hm — konu, sem hann dýrkaði, en sem var yíst fremur laus á kostunum. Það em mörg ár síðan“. Dick var ekki með frekari málalengingar. Hann langaði til HEIMILISRITIÐ 57

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.