Heimilisritið - 01.09.1945, Síða 60

Heimilisritið - 01.09.1945, Síða 60
að vita, hvernig þessu trausta og heiðvirða göfugmenni yrði við, þegar hann heyrði söguna, sem öllum í Six Ashes myndi brátt berast til eyrna. „Sir Harvey hefur framið sjálfsmorð“. „Nei, það ..— Lord Ashe leit í kringum 'sig til þess finna stað, til þess að leggja klippumar á, en fann engan sem honum líkaði — „það er alveg ótrúlegt!“ „Já, en ég veit það“. „Mér kemur annars í hug“, tautaði Lord Ashe, „mér fannst endilega ég heyra skothljóð í nótt — eða var það í morgun? Var það — ?“ Hann starði út í loftið hugsandi á svip! „Sir Harvey skaut sig ekki. Harrn dældi prússneskri • eitur- sýru inn í blóð sér. Við Cynth- ia Drew komum að honum dauðum fyrir hálftíma". „Hann virtist vera í fullu fjöri, þrátt fyrir þetta leiðin- lega sl... “. Lord Ashe nudd- aði ennið, með þeirri hendi, sem hann hélt klippunum með. „Getur það verið, að hann hafi allt í einu fengið þunglyndis- kast eða eitthvað hafi komið fyrir hann? Eg hef sjaldan hitt marm, sem mér hefur fundist hafa jafnmikla — ja, hvað á ég að segja — nautn af að lifa. Hann minnti mig á mann, sem var hér einu sinni að selja bibliíur. En — héma — má ég gerast svo djarfur að spyrja, hvers vegna þér komið hing- að?“ „Eg verð að ná tali af Midd- lesworth lækni. Konan hans sagði að hann hefði farið hing- að“. „Já, rétt, hann var héma. Ein af vinnukonunum fékk veik- indakast í nótt. En haxm er farinn fyrir nokkra, kvaðst þurfa að fara til Hastings". „Hastings? Klukkan hálfsex að morgni? Til hvers?“ Lord Ashe varð vandræðaleg- ur. „Þvi get ég ekki svarað, góði minn. Middlesworth vildi ekk- ert um það segja“. LESLEY GRANT vaknaði klukkan rúmlega átta um morg- uninn. Hver sá sem þá hefði séð hana — en til allrar hamingju eða óhamingju sá hana enginn — hefði orðið meira en lítið undrandi yfir því, hversu hreyf- ingar hennar og fas var laumu- legt. Hún steig varlega fram úr rúminu, stiklaði á tánum yfir gólfið, í hvítum silkináttkjól, gekk að einu myndinni sem var í herberginu og lyfti henni frá veggnum. Framh. í næsta hefti. 58 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.